Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?

Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?

Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Auglýsing

Kína­veir­an. Breska afbrigðið og það suð­ur­a­fríska. Svo hið brasil­íska. Jafn­vel það franska. Þegar ný afbrigði SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunnar fóru að dúkka upp er líða tók á far­aldur COVID-19, oft mögu­lega talin skæð­ari en þau sem á undan komu, voru þau bæði í fréttum og af tals­mönnum yfir­valda kennd við þau lönd sem þau fyrst upp­götv­uð­ust í. Það var vissu­lega þjálla að tala um breska afbrigðið en B.1.1.7, það suð­ur­a­fríska í stað B.1.351 og hið ind­verska en ekki B.1.617.2. Hin vís­inda­legu heiti sem vísa til upp­runa og eig­in­leika með tölum og bók­stöfum eru óskilj­an­leg í eyrum venju­legs fólks.

En að kenna veiru­af­brigði við lönd var ávísun á rugl­ing og jafn­vel reiði. Hvað ef annað afbrigði myndi upp­götvast á Bret­landi? Við hvað ætti að kenna það? Og hvað geta Ind­verjar gert að því að nýtt afbrigði fannst fyrst þar?

Auglýsing

Til að bregð­ast við þessu ákvað Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, að nefna afbrigði nýju kór­ónu­veirunnar eftir stöfum úr gríska staf­róf­inu. Þetta til­kynnti stofn­unin í lok maí á þessu ári. Þannig varð breska afbrigðið að Alfa, það suð­ur­a­fríska að Beta og það brasil­íska að Gamma. Þetta var gert um það leyti sem ljóst var að „ind­verska afbrigð­ið“ – B.1.617.2, yrði ráð­andi. Meira smit­andi en önn­ur. Hættu­legra. Það fékk líkt og hvert manns­barn veit nafnið Delta.

WHO valdi gríska staf­rófið því það er þekkt fyr­ir­bæri víð­ast í heim­inum og kerfið því nokkuð ein­falt. Á eftir Alfa kemur Beta og svo Gamma. Nið­ur­staðan var fengin eftir sam­ráð við fólk og stofn­anir frá mörgum lönd­um.

Kór­ónu­veiran er í stöðugri þró­un. Hún er stans­laust að breyt­ast. En það er þó ekki fyrr en stökk­breyt­ingar sem henni fylgja verða miklar og var­huga­verðar að WHO setur ný afbrigði undir sér­staka smá­sjá og gefur þeim nafn. Þau eru svo þegar við þykir eiga sett á tvo lista: Athygl­is­verð afbrigði (vari­ants of inter­est) eða afbrigði sem valda áhyggjum (vari­ants of concern).

Í augna­blik­inu eru tvö afbrigði, Mý og Lambda, talin athygl­is­verð og fimm til við­bótar á lista yfir þau sem valda sér­stökum áhyggj­um: Alfa, Beta, Gamma, Delta og nú nýverið Ómíkron.

Nokkur önnur afbrigði hafa fengið nöfn (Epsílon, Eta og fleiri) en er þó ekki að finna á list­unum tveim­ur. Þau ein­fald­lega eiga ekki heima þar, þrátt fyrir að hafa verið talin var­huga­verð í fyrstu.

Pí og Hró eru næstir í röð­inni

Meiri athygli hefur þó vakið að WHO ákvað að stökkva beint úr Mý og yfir í Ómíkron og sleppa tveimur bók­stöf­um. Engin afbrigði hafa fengið nöfnin Ný og Xí. Tals­maður WHO svar­aði því til spurður út í þetta að Ný hefði verið rugl­ings­legt. Ný-af­brigð­ið. Nýja afbrigðið (Nu, skrifað á ensku, lík­ist „new“ í fram­burð­i). Það var því fljót­afgreitt að sleppa því. Xí (stundum skrifað Ksí á íslensku) hefur valdið meiri heila­brotum og kenn­ingar verið settar fram um að það hafi verið gert til að hlífa for­seta Kína, Xi Jin­p­ing. Nóg var talað um „Kína­veiruna“ í upp­hafi þótt ekki væri svo farið að blanda nafni for­set­ans í afbrigði henn­ar. Tals­maður WHO segir hins vegar að Xí sé algengt eft­ir­nafn í Kína og því hafi verið tekin ákvörðun um að sleppa því. Hann bætti svo við að WHO legði sig fram við að reyna að kom­ast hjá því að móðga nokkurn mann eða hóp með nafn­giftum sín­um.

Sagan segir okkur að nafn­giftir geti verið vill­andi. Sjúk­dóm­ur­inn ebóla er t.d. kenndur við á sem rennur langt frá þeim stað þar sem veiran sem sjúk­dómnum veldur á upp­tök sín. Spænska veikin er annað dæmi. Sá skæði far­aldur átti ekki upp­tök á Spáni heldur lík­lega í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

En hvað mun næsta afbrigði kór­ónu­veirunnar heita?

Næsti stafur í gríska staf­róf­inu á eftir Ómíkron er Pí. Miðað við þróun far­ald­urs­ins hingað til og þeirrar stað­reyndar að enn er stór hluti heims­byggð­ar­innar óbólu­settur sem aftur er kjör­lendi fyrir kór­ónu­veiruna að fjölga sér og stökk­breytast, mun ekki líða á löngu þar til Pí-af­brigðið skýtur upp koll­in­um. Ef WHO leggur ekki blessun sína yfir Pí mun næsta afbrigðið heita Hró.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent