Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?

Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?

Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Auglýsing

Kína­veir­an. Breska afbrigðið og það suð­ur­a­fríska. Svo hið brasil­íska. Jafn­vel það franska. Þegar ný afbrigði SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunnar fóru að dúkka upp er líða tók á far­aldur COVID-19, oft mögu­lega talin skæð­ari en þau sem á undan komu, voru þau bæði í fréttum og af tals­mönnum yfir­valda kennd við þau lönd sem þau fyrst upp­götv­uð­ust í. Það var vissu­lega þjálla að tala um breska afbrigðið en B.1.1.7, það suð­ur­a­fríska í stað B.1.351 og hið ind­verska en ekki B.1.617.2. Hin vís­inda­legu heiti sem vísa til upp­runa og eig­in­leika með tölum og bók­stöfum eru óskilj­an­leg í eyrum venju­legs fólks.

En að kenna veiru­af­brigði við lönd var ávísun á rugl­ing og jafn­vel reiði. Hvað ef annað afbrigði myndi upp­götvast á Bret­landi? Við hvað ætti að kenna það? Og hvað geta Ind­verjar gert að því að nýtt afbrigði fannst fyrst þar?

Auglýsing

Til að bregð­ast við þessu ákvað Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, að nefna afbrigði nýju kór­ónu­veirunnar eftir stöfum úr gríska staf­róf­inu. Þetta til­kynnti stofn­unin í lok maí á þessu ári. Þannig varð breska afbrigðið að Alfa, það suð­ur­a­fríska að Beta og það brasil­íska að Gamma. Þetta var gert um það leyti sem ljóst var að „ind­verska afbrigð­ið“ – B.1.617.2, yrði ráð­andi. Meira smit­andi en önn­ur. Hættu­legra. Það fékk líkt og hvert manns­barn veit nafnið Delta.

WHO valdi gríska staf­rófið því það er þekkt fyr­ir­bæri víð­ast í heim­inum og kerfið því nokkuð ein­falt. Á eftir Alfa kemur Beta og svo Gamma. Nið­ur­staðan var fengin eftir sam­ráð við fólk og stofn­anir frá mörgum lönd­um.

Kór­ónu­veiran er í stöðugri þró­un. Hún er stans­laust að breyt­ast. En það er þó ekki fyrr en stökk­breyt­ingar sem henni fylgja verða miklar og var­huga­verðar að WHO setur ný afbrigði undir sér­staka smá­sjá og gefur þeim nafn. Þau eru svo þegar við þykir eiga sett á tvo lista: Athygl­is­verð afbrigði (vari­ants of inter­est) eða afbrigði sem valda áhyggjum (vari­ants of concern).

Í augna­blik­inu eru tvö afbrigði, Mý og Lambda, talin athygl­is­verð og fimm til við­bótar á lista yfir þau sem valda sér­stökum áhyggj­um: Alfa, Beta, Gamma, Delta og nú nýverið Ómíkron.

Nokkur önnur afbrigði hafa fengið nöfn (Epsílon, Eta og fleiri) en er þó ekki að finna á list­unum tveim­ur. Þau ein­fald­lega eiga ekki heima þar, þrátt fyrir að hafa verið talin var­huga­verð í fyrstu.

Pí og Hró eru næstir í röð­inni

Meiri athygli hefur þó vakið að WHO ákvað að stökkva beint úr Mý og yfir í Ómíkron og sleppa tveimur bók­stöf­um. Engin afbrigði hafa fengið nöfnin Ný og Xí. Tals­maður WHO svar­aði því til spurður út í þetta að Ný hefði verið rugl­ings­legt. Ný-af­brigð­ið. Nýja afbrigðið (Nu, skrifað á ensku, lík­ist „new“ í fram­burð­i). Það var því fljót­afgreitt að sleppa því. Xí (stundum skrifað Ksí á íslensku) hefur valdið meiri heila­brotum og kenn­ingar verið settar fram um að það hafi verið gert til að hlífa for­seta Kína, Xi Jin­p­ing. Nóg var talað um „Kína­veiruna“ í upp­hafi þótt ekki væri svo farið að blanda nafni for­set­ans í afbrigði henn­ar. Tals­maður WHO segir hins vegar að Xí sé algengt eft­ir­nafn í Kína og því hafi verið tekin ákvörðun um að sleppa því. Hann bætti svo við að WHO legði sig fram við að reyna að kom­ast hjá því að móðga nokkurn mann eða hóp með nafn­giftum sín­um.

Sagan segir okkur að nafn­giftir geti verið vill­andi. Sjúk­dóm­ur­inn ebóla er t.d. kenndur við á sem rennur langt frá þeim stað þar sem veiran sem sjúk­dómnum veldur á upp­tök sín. Spænska veikin er annað dæmi. Sá skæði far­aldur átti ekki upp­tök á Spáni heldur lík­lega í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

En hvað mun næsta afbrigði kór­ónu­veirunnar heita?

Næsti stafur í gríska staf­róf­inu á eftir Ómíkron er Pí. Miðað við þróun far­ald­urs­ins hingað til og þeirrar stað­reyndar að enn er stór hluti heims­byggð­ar­innar óbólu­settur sem aftur er kjör­lendi fyrir kór­ónu­veiruna að fjölga sér og stökk­breytast, mun ekki líða á löngu þar til Pí-af­brigðið skýtur upp koll­in­um. Ef WHO leggur ekki blessun sína yfir Pí mun næsta afbrigðið heita Hró.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent