Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?

Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?

Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Auglýsing

Kína­veir­an. Breska afbrigðið og það suð­ur­a­fríska. Svo hið brasil­íska. Jafn­vel það franska. Þegar ný afbrigði SAR­S-CoV-2 kór­ónu­veirunnar fóru að dúkka upp er líða tók á far­aldur COVID-19, oft mögu­lega talin skæð­ari en þau sem á undan komu, voru þau bæði í fréttum og af tals­mönnum yfir­valda kennd við þau lönd sem þau fyrst upp­götv­uð­ust í. Það var vissu­lega þjálla að tala um breska afbrigðið en B.1.1.7, það suð­ur­a­fríska í stað B.1.351 og hið ind­verska en ekki B.1.617.2. Hin vís­inda­legu heiti sem vísa til upp­runa og eig­in­leika með tölum og bók­stöfum eru óskilj­an­leg í eyrum venju­legs fólks.

En að kenna veiru­af­brigði við lönd var ávísun á rugl­ing og jafn­vel reiði. Hvað ef annað afbrigði myndi upp­götvast á Bret­landi? Við hvað ætti að kenna það? Og hvað geta Ind­verjar gert að því að nýtt afbrigði fannst fyrst þar?

Auglýsing

Til að bregð­ast við þessu ákvað Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, að nefna afbrigði nýju kór­ónu­veirunnar eftir stöfum úr gríska staf­róf­inu. Þetta til­kynnti stofn­unin í lok maí á þessu ári. Þannig varð breska afbrigðið að Alfa, það suð­ur­a­fríska að Beta og það brasil­íska að Gamma. Þetta var gert um það leyti sem ljóst var að „ind­verska afbrigð­ið“ – B.1.617.2, yrði ráð­andi. Meira smit­andi en önn­ur. Hættu­legra. Það fékk líkt og hvert manns­barn veit nafnið Delta.

WHO valdi gríska staf­rófið því það er þekkt fyr­ir­bæri víð­ast í heim­inum og kerfið því nokkuð ein­falt. Á eftir Alfa kemur Beta og svo Gamma. Nið­ur­staðan var fengin eftir sam­ráð við fólk og stofn­anir frá mörgum lönd­um.

Kór­ónu­veiran er í stöðugri þró­un. Hún er stans­laust að breyt­ast. En það er þó ekki fyrr en stökk­breyt­ingar sem henni fylgja verða miklar og var­huga­verðar að WHO setur ný afbrigði undir sér­staka smá­sjá og gefur þeim nafn. Þau eru svo þegar við þykir eiga sett á tvo lista: Athygl­is­verð afbrigði (vari­ants of inter­est) eða afbrigði sem valda áhyggjum (vari­ants of concern).

Í augna­blik­inu eru tvö afbrigði, Mý og Lambda, talin athygl­is­verð og fimm til við­bótar á lista yfir þau sem valda sér­stökum áhyggj­um: Alfa, Beta, Gamma, Delta og nú nýverið Ómíkron.

Nokkur önnur afbrigði hafa fengið nöfn (Epsílon, Eta og fleiri) en er þó ekki að finna á list­unum tveim­ur. Þau ein­fald­lega eiga ekki heima þar, þrátt fyrir að hafa verið talin var­huga­verð í fyrstu.

Pí og Hró eru næstir í röð­inni

Meiri athygli hefur þó vakið að WHO ákvað að stökkva beint úr Mý og yfir í Ómíkron og sleppa tveimur bók­stöf­um. Engin afbrigði hafa fengið nöfnin Ný og Xí. Tals­maður WHO svar­aði því til spurður út í þetta að Ný hefði verið rugl­ings­legt. Ný-af­brigð­ið. Nýja afbrigðið (Nu, skrifað á ensku, lík­ist „new“ í fram­burð­i). Það var því fljót­afgreitt að sleppa því. Xí (stundum skrifað Ksí á íslensku) hefur valdið meiri heila­brotum og kenn­ingar verið settar fram um að það hafi verið gert til að hlífa for­seta Kína, Xi Jin­p­ing. Nóg var talað um „Kína­veiruna“ í upp­hafi þótt ekki væri svo farið að blanda nafni for­set­ans í afbrigði henn­ar. Tals­maður WHO segir hins vegar að Xí sé algengt eft­ir­nafn í Kína og því hafi verið tekin ákvörðun um að sleppa því. Hann bætti svo við að WHO legði sig fram við að reyna að kom­ast hjá því að móðga nokkurn mann eða hóp með nafn­giftum sín­um.

Sagan segir okkur að nafn­giftir geti verið vill­andi. Sjúk­dóm­ur­inn ebóla er t.d. kenndur við á sem rennur langt frá þeim stað þar sem veiran sem sjúk­dómnum veldur á upp­tök sín. Spænska veikin er annað dæmi. Sá skæði far­aldur átti ekki upp­tök á Spáni heldur lík­lega í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

En hvað mun næsta afbrigði kór­ónu­veirunnar heita?

Næsti stafur í gríska staf­róf­inu á eftir Ómíkron er Pí. Miðað við þróun far­ald­urs­ins hingað til og þeirrar stað­reyndar að enn er stór hluti heims­byggð­ar­innar óbólu­settur sem aftur er kjör­lendi fyrir kór­ónu­veiruna að fjölga sér og stökk­breytast, mun ekki líða á löngu þar til Pí-af­brigðið skýtur upp koll­in­um. Ef WHO leggur ekki blessun sína yfir Pí mun næsta afbrigðið heita Hró.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent