Um þrír milljarðar jarðarbúa hafa ekki fengið einn einasta skammt

Á síðustu mánuðum hefur framleiðsla á bóluefnum og dreifing þeirra aukist til muna. Það eru hins vegar ekki fátækustu ríki heims sem eru að fá skammtana, líkt og stefnt var að.

Ávaxtasali fer um götur Kampala með varning sinn á reiðhjóli.
Ávaxtasali fer um götur Kampala með varning sinn á reiðhjóli.
Auglýsing

Aðeins lít­ill hluti þess bólu­efnis sem dreift hefur verið um heims­byggð­ina hefur ratað til fátæk­ustu íbú­anna. Gjáin milli ríkra og fátækra, sem var djúp fyr­ir, hefur því dýpkað enn meira vegna far­ald­urs COVID-19. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rann­sókn Þró­un­ar­á­ætl­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UND­P).

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum setti Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) fram það metn­að­ar­fulla mark­mið að 70 pró­sent allra jarð­ar­búa yrðu bólu­settir um mitt árið 2022. Þá höfðu aðeins rétt rúm­lega þrjú pró­sent íbúa fátæk­ustu ríkj­anna fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni en yfir 60 pró­sent íbúa þeirra efna­meiri.

Nú, sex mán­uðum síð­ar, erum við ekki einu sinni að nálg­ast það að ná þessu mark­miði WHO.

Auglýsing

Fram­leiðsla á bólu­efnum hefur auk­ist stór­kost­lega á þessum tíma en einnig ójöfn­uður þegar kemur að dreif­ingu þeirra. Aðeins eitt pró­sent af þeim tæp­lega 11 millj­örðum skammta sem hefur verið dreift hefur ratað til efna­minni landa.

„Þetta þýðir að 2,8 millj­arðar manna í heim­inum eru enn að bíða eftir að fá sína fyrstu spraut­u,“ segir til­kynn­ingu UNDP. Stofn­unin segir að þessi mis­munun stefni öryggi og heilsu allra í hættu. Ekki aðeins auki þetta hætt­una á því að far­ald­ur­inn drag­ist á lang­inn heldur hægi einnig á efna­hags­bata heilu land­anna – landa sem geta þá ekki greitt af lánum sínum eða fjár­fest í grunn­þjón­ustu. Atvinnu­leysi er enn útbreitt og skuldir fólks og heim­ila hækka.

Ríkin sunnan Sahara verst sett

Rann­sókn UNDP leiddi í ljós að Afr­íku­ríki sunnan Sahara, m.a. Búrúndi og Aust­ur-­Kongó eru verst sett. Þar er innan við eitt pró­sent íbúa bólu­sett. Utan Afr­íku eru Haítí og Jemen í verstu stöð­unni en þar eru innan við tvö pró­sent íbúa bólu­sett.

UNDP segir að ef efna­minni ríki hefðu haft sama bólu­setn­ing­ar­hlut­fall og þau efna­meiri í sept­em­ber á síð­asta ári (um 54 pró­sent) hefði verg lands­fram­leiðsla þeirra verið 16 millj­örðum Banda­ríkja­dala meiri í fyrra en raun bar vitni. Þau ríki sem töp­uðu mest af órétt­látri dreif­ingu bólu­efna í far­aldr­inum sam­kvæmt grein­ingum UNDP eru Eþíópía, Aust­ur-­Kongó og Úganda.

Auglýsing

Þótt far­ald­ur­inn og aðgerðir vegna hans hafi komið illa niður á vinn­andi fólki alls staðar í heim­inum er him­inn og haf á milli áhrif­anna sem fólk í efna­meiri ríkjum varð fyrir og þeirra efna­minni. Rík­ari lönd fóru í rík­is­kass­ann og greiddu út alls konar bætur og styrki en því var og er almennt ekki fyrir að fara í fátæk­ari lönd­um. Raunin er sú að bóta­greiðsl­ur, ef ein­hverjar voru, dróg­ust saman enda engir djúpir rík­is­kassar að grafa í.

Brýnt er að leið­rétta þessa órétt­látu dreif­ingu bólu­efna sem fyrst og auka á sama tíma aðgang að fjár­magni, svo sem í gegnum Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­inn, að mati UNDP.

„Ef ekki verður tekið á ójafnri dreif­ingu bólu­efna sem fyrst þá verða afleið­ing­arnar grafal­var­leg­ar,“ segir í skýrslu UNDP. Líkt og Michelle Bachel­et, yfir­maður mann­rétt­inda­mála hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum seg­ir, þá þarf að auka sam­vinnu ríkja til að dreifa bólu­efnum til að ná því sam­eig­in­lega mark­miði að stöðva fram­gang far­ald­urs­ins alls stað­ar. Áfram­hald­andi ójöfn­uður mun ýta undir mis­rétti, átök og ofbeldi og upp­bygg­ing hag­kerfa efna­minni landa, sem náðst hefur árangur í síð­ustu ár, tap­ast.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent