„Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót“

Þingmaður Pírata spurði innviðaráðherra á Alþingi í dag hvort ekki væri bara best að viðurkenna að núverandi ríkisstjórn myndi aldrei afglæpavæða neysluskammta? Ráðherra sagði það óþarfi.

Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir segir ríkisstjórnina hafa enn eina ferðina „frestað því að afgreiða gríðarlega mikilvægt mannréttindamál, afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna.“
Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir segir ríkisstjórnina hafa enn eina ferðina „frestað því að afgreiða gríðarlega mikilvægt mannréttindamál, afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna.“
Auglýsing

„Er ekki bara best, er ekki bara heið­ar­leg­ast, að hætta þessum fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega að þessi rík­is­stjórn mun aldrei afglæpa­væða neyslu­skammta?“ spurði Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Spurn­ing­unni beindi hún að inn­við­a­ráð­herra, Sig­urði Inga Jóhanns­syni.

Þór­hildur Sunna vís­aði í orð ráð­herra í við­tali við Vísi um helg­ina þar sem hann sagði að bent hafi verið á að það þurfi að vera sterk­ari for­varnir og fleiri úrræði áður en afglæpa­væð­ing neyslu­skammta verði inn­leidd.

Auglýsing

Þór­hildur segir rík­is­stjórn­ina hafa enn eina ferð­ina „frestað því að afgreiða gríð­ar­lega mik­il­vægt mann­rétt­inda­mál, afglæpa­væð­ingu vörslu neyslu­skammta vímu­efna.“

Orð ráð­herra komu spánskt fyrir sjónir

Frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra um aflæpa­væð­ingu neyslu­skammta var fellt niður af þing­­mála­­skrá yfir­­stand­andi þings í síð­ustu viku. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er ástæðan sögð sú að ráð­herra ákvað að vinna að frek­­ari útfærslu á frum­varp­inu, meðal ann­­ars með skil­­grein­ingu á hug­tak­inu neyslu­­skammt­­ur. Fram kemur hjá ráðu­­neyt­inu að settur hafi verið á fót starfs­hópur um verk­efnið sem ráð­herra skip­aði þann 22. febr­­úar síð­­ast­lið­inn og sé hann tek­inn til starfa.

Þór­hildur Sunna segir þau orð Sig­urðar Inga að engin úrræði væru til­búin hafa komið henni spánskt fyrir sjónir þar sem heil­brigð­is­ráð­herra sagði ástæðu þess að frum­varpið hefði verið tekið af þing­mála­skrá allt aðra.

„Núna heyrum við afsak­anir í allar áttir um hvers vegna enn og aftur eigi að við­halda refsi­stefnu sem allir virð­ast þó sam­mála um að sé skað­leg og hafi mis­tek­ist. Enn og aftur skal einn við­kvæm­asti hópur lands­ins bíða eftir rétt­ar­bót,“ sagði Þór­hildur Sunna áður en hún spurði inn­við­a­ráð­herra hvort væri ekki „bara heið­ar­leg­ast að hætta þessum fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega að þessi rík­is­stjórn mun aldrei afglæpa­væða neyslu­skammta?“

„Nei, það er, held ég, óþarfi að vera með slíkar yfir­lýs­ing­ar,“ svar­aði Sig­urður Ingi. Hann benti á að hann væri ekki sér­fræð­ingur á þessu sviði en að hann kvaðst styðja Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hund­rað pró­sent.

„Hvað stendur í vegi fyrir að við hættum að refsa veiku fólki?“

Þór­hildur Sunna spurði Sig­urð Inga einnig hvar „öll þessi með­ferð­ar­úr­ræði sem hæst­virtur inn­við­a­ráð­herra talar um“ væru og af hverju væri ekki búið að ganga í það? Hún sagði úrræðin sem nú standa til boða vera að refsa ungu fólki. „Úr­ræðin sem við höfum núna er að koma þeim á saka­skrá. Úrræðin sem við höfum núna við­ur­kennir hæst­virtur ráð­herra sjálfur að virka ekki, við­ur­kennir Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að virka ekki. Hvað stendur í vegi fyrir að við hættum að refsa veiku fólki?“ spurði hún.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.

Sig­urður Ingi sagð­ist vera sam­mála því að ekki hafi gengið sér­stak­lega vel með þá stefnu sem er í þessum mál­um. Sagði hann Pírata hafa talað um að ekki væri vandað nóg til verla. „Kannski er það það sem við erum að gera núna, að vanda til verka. Ég hef heyrt þing­flokk Pírata öll þessi ár kalla hér á vönduð vinnu­brögð og að tryggja form og ferla þannig að kannski eigum við bara að gera það.“

Afglæpa­væð­ing neyslu­skammta var einnig til umræðu undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Þar sagði Þór­hildur Sunna það óeðli­legt af Sig­urði Inga að saka Pírata um óvönduð vinnu­brögð við gerð frum­varps um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta þar sem mikil umæða og vinna hafi farið í málið frá 2015 þegar það var fyrst sett á dag­skrá Alþingis af Píröt­um.

„Þau eru ófá málin sem hafa fengið að fara í gegn án þess að vera með nokkrum hætti und­ir­bú­in. Við erum upp­tekin við það í nefndum þings­ins, á hverjum degi liggur við, að laga illa búin mál aftur og aft­ur. En þetta mál er búið að vera til umræðu síðan 2015, það liggja að baki mjög ítar­legar grein­ingar og vinna og það er ekki sann­gjarnt gagn­vart þing­inu að segja að það hafi ekki und­ir­búið mál­ið. Þetta er ein­faldur fyr­ir­slátt­ur“ sagði Þór­hildur Sunna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent