Ekki útlit fyrir fæðuskort fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári

Þjóðaröryggisráð vinnur að því að skilgreina nauðsynlegar birgðir í landinu hvað varðar fæðuöryggi. Þingmaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvort til greina komi að ríkið kaupi hrávöru til að tryggja fæðuöryggi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag hvort rík­is­stjórnin og þjóðar­ör­ygg­is­ráð væru með plan til að bregð­ast við efna­hags­legum áhrifum inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Sig­mundur vís­aði meðal ann­ars í orð Joes Biden Banda­ríkja­for­seta á NATO-­þingi í lið­inni viku þar sem hann sagði að vænta mætti fæðu­skorts á Vest­ur­lönd­um.

Sig­mundur sagð­ist von­ast eftir alvöru umræðu um fæðu­ör­yggi í fram­hald­inu, máli sem sam­flokks­mönnum hans hafi verið mjög hug­leik­ið. Annað mál á þing­fundi dags­ins er einmitt sér­stök umræða um fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Aðgerðir til skamms og lengri tíma nauð­syn­legar

For­sæt­is­ráð­herra sagði mik­il­vægt að bregð­ast við fæðu­ör­yggi til skemmri og lengri tíma. Nú þegar er hafin vinna við að skil­greina nauð­syn­legar birgðir í land­inu. „Ekki bara þegar kemur að fæðu­ör­yggi heldur líka þegar kemur að öðrum þátt­um; lyfj­um, íhlut­um, eins og hátt­virtur þing­maður nefndi, sem skipta máli fyrir fram­leiðslu­grein­ar, sem og olíu.“

Katrín sagði mat líkt og þetta fara reglu­lega fram en að það liggi fyrir að Ísland sé við­kvæmara fyrir á sumum stöðum en öðr­um. „Ég get nefnt sem dæmi að við sjáum okkur sjálfum ein­ungis fyrir um 1% af því korni sem við neyt­um. Það er auð­vitað það sem við sjáum fram á nú, að þessi inn­rás geti haft gríð­ar­leg áhrif á korn­fram­leiðslu í heim­in­um,“ sagði Katrín. Ekki sé þó útlit fyrir að fæðu­skorts sé að vænta á því sviði fyrr en á næsta ári, sé litið til upp­lýs­inga frá alþjóð­legum stofn­unum á þessu sviði.

Varð­andi lang­tíma­stefnu í þessum málum sagði Katrín að núver­andi rík­is­stjórn vilji efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu og vís­aði hún í auk­inn stuðn­ing til garð­yrkju­bænda. „Lang­tíma­stefnan á að vera sú að við séum í auknum mæli sjálfum okkur nóg þegar kemur að mat­væla­fram­leiðslu til að tryggja hér fæðu­ör­yggi. Í því fel­ast mikil sókn­ar­færi, að ég tel, fyrir Ísland, að horfa til auk­innar mat­væla­fram­leiðslu hér á landi, ekki bara fyrir okkar eigin neyslu heldur líka til útflutn­ings,“ sagði Katrín.

Ástandið hvatn­ing til að flýta orku­skiptum

Sig­mundur sagð­ist ánægður með stefnu for­sæt­is­ráð­herra. „En vand­inn hefur oft verið sá að stefn­unni fylgja ekki alltaf aðgerð­ir,“ sagði Sig­mund­ur, sem ítrek­aði spurn­ingu sína um til hvaða aðgerða rík­is­stjórnin hyggst grípa til og hvort lækkun á olíu­verði, þó ekki nema tíma­bund­in, kæmi til greina?

Þá spurði hann einnig hvort for­sæt­is­ráð­herra sé til í að að minnsta kosti velta því upp að íslenska ríkið kaupi hrá­vöru til að treysta stöð­una enn frek­ar.

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði því ekki beint en sagði rík­is­stjórn­ina hafa sýnt að hún sé reiðu­búin til að grípa til ýmissa aðgerða til að bregð­ast við óvæntum atburðum á borð við stríðið í Úkra­ínu. Varð­andi hækk­andi olíu­verð sagði for­sæt­is­ráð­herra það vera hvatn­ingu til að flýta orku­skipt­um. „En ég tel líka mik­il­vægt að við mætum þessum afleið­ingum með aðgerðum sem bein­ast að til­teknum hóp­um, ekki endi­lega flötum aðgerðum sem dreifast jafnt á alla heldur einmitt svona mark­miðs­settum aðgerð­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent