Vilja draga úr skaðlegum áhrifum þess að sami lífeyrissjóður eigi í samkeppnisaðilum

Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af því að sami lífeyrissjóður eigi stóran eignarhlut í fleiri en einum keppinauti á sama markaði og kallar eftir umræðu um þá stöðu. Sömu sjóðir eiga oft í öllum skráðum félögum sem bjóða sambærilega eða sömu þjónustu.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið kallar eftir því að tekin verði „dýpri umræða“ um það hvort hægt sé að gera breyt­ingar umgjörð lög­gjafans og ann­arra stjórn­valda um starf­semi líf­eyr­is­sjóða, sem til þess væru fallnar „að draga úr mögu­legum skað­legum áhrifum þess á sam­keppni að sami líf­eyr­is­sjóður eigi veiga­mik­inn eign­ar­hlut í fleiri en einum keppi­nauti á sama mark­að­i.“

Þetta kemur fram í umsögn eft­ir­lits­ins um drög að frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um að hækka hlut­fall þeirra eigna sem líf­eyr­is­sjóðir mega eiga erlend­is. Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá stendur til að hækka hlut­fallið úr 50 í 65 pró­sent yfir langt tíma­bili – frá byrjun árs 2024 til loka árs 2038 – en djúp­stæð óánægja er innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins yfir því hversu hæg skref á að taka. Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða hafa varað við ruðn­ings­á­hrifum og bólu­myndun ef stærri skref verði ekki tekin í því að hleypa sjóð­unum út til fjár­fest­ing­ar.

Eiga stóra hluti í fyr­ir­tækjum sem keppa við hvort annað

Gagn­rýni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er hins vegar að öðrum toga. Það styður rýmkun á heim­ildum sjóð­anna til fjár­fest­inga erlendis en fjallar að uppi­stöðu um þær áhyggjur sínar að umgjörð lög­gjafans og ann­arra stjórn­valda um starf­semi líf­eyr­is­sjóða, sem til þess væru fallnar að draga úr mögu­legum skað­legum áhrifum þess á sam­keppni að sami líf­eyr­is­sjóður eigi veiga­mik­inn eign­ar­hlut í fleiri en einum keppi­nauti á sama mark­aði. Þannig er staðan í dag, en sjóðir eiga stóra hlut í bönk­um, smá­sölu­fyr­ir­tækj­um, trygg­inga­fé­lög­um, fjar­skipta­fyr­ir­tækjum og fast­eigna­fé­lög­um, svo fátt eitt sé nefnt, sem eiga að vera í sam­keppni sín á milli.

Auglýsing
Eftirlitið seg­ist sakna þess að nánar sé fjallað um sam­keppn­is­leg áhrif af víð­tæku eign­ar­haldi líf­eyr­is­sjóða á atvinnu­fyr­ir­tækjum og segir tíma­bært að taka dýpri umræðu um hvernig hægt sé að draga úr mögu­legum skað­legum áhrifum þeirrar stöðu. „Slíkar aðgerðir geta t.d. falist í því að gera breyt­ingar á hámarks­fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í hverju ein­stöku fyr­ir­tæki, gera breyt­ingar á stjórn­skipu­lagi líf­eyr­is­sjóða, útfæra lög eða reglu­gerðir er lotið gætu að hvata­kerfi stjórn­enda í slíkum hluta­fé­lögum eða rýmka heim­ildir til fjár­fest­ingar erlend­is. Í fyr­ir­liggj­andi frum­varps­drögum er ein­ungis fjallað um síð­asta atrið­ið, en athygli vekur að í fram­komnum umsögnum við frum­varps­drögin eru sett fram sjón­ar­mið um að hækka þau mörk enn frekar og flýta breyt­ing­unn­i.“

Ótt­ast bólu­myndun og ruðn­ings­á­hrif

Kjarn­inn greindi frá því í gær að í umsögn Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða um frum­varps­drögin segi að æski­legt sé að byrja að hækka heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fara út til að fjár­festa strax um næstu ára­mót og hækka hana um tvö til þrjú pró­sentu­stig á ári þangað til að 65 pró­sent mark­inu yrði náð. Ef farið yrði að ítr­ustu kröfum sjóð­anna myndi það tak­mark nást í árs­lok 2027 að óbreyttu.

­Full­trúar þeirra sjóða sem eru næst hámarks­hlut­falli eigna erlendis telja ein­fald­lega að boðuð skref séu allt of var­færin og ná yfir of langt tíma­bil. Afar brýnt sé að fara hraðar í breyt­ingar „með hags­muni sjóð­fé­laga að leið­ar­ljósi“.

Í umsögn sam­tak­anna sagði að ef „hömlur á fjár­fest­ingar í erlendum gjald­miðlum gera það að verkum að stórir sjóðir neyð­ast til að fjár­festa í inn­lendum eignum umfram það sem þeir telja æski­legt út frá hags­munum sinna sjóð­fé­laga verður að sama skapi tals­verð hætta á ruðn­ings­á­hrifum og bólu­myndun á inn­lendum eigna­mark­aði sem getur leitt til þess að inn­lend eigna­söfn líf­eyr­is­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­bær til fram­tíð­ar“.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru á meðal ann­arra sem skil­uðu umsögn um frum­varps­drögin og styðja þar nálgun fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að hækka þakið á erlendum fjár­fest­ingum líf­eyr­is­sjóða var­færn­is­lega og yfir langt tíma­bil.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent