Erfitt að vinna gegn orkuverðshækkunum

Vonir standa til um að nýtt samkomulag á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um viðskipti á jarðgasi ásamt meiri olíuframleiðslu vestanhafsmuni lægja öldurnar á orkumörkuðum. Hins vegar er framtíðarþróunin bundin mikilli óvissu.

Olíudæla
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð á olíu og jarð­gasi hefur tekið miklum sveiflum í kjöl­far inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu. Verðið hækk­aði skarpt á fyrstu dögum stríðs­ins, en hefur svo lækkað aftur að hluta til, eftir að Banda­ríkin og aðrir orku­fram­leið­endur til­kynntu að þau ætl­uðu að fram­leiða meiri olíu og selja jarð­gas til Evr­ópu­ríkja.

Þrátt fyrir það virð­ast verð­sveifl­urnar ekki vera á und­an­haldi, en sér­fræð­ingar telja að orku­verðið geti hækkað enn frekar í fram­tíð­inni vegna flösku­hálsa og óvissu um áfram­hald stríðs­ins.

Meiri útflutn­ingur og fram­leiðsla

BBC greindi frá því síð­ast­lið­inn föstu­dag að Banda­ríkin hefðu náð sam­komu­lagi náð við Evr­ópu­sam­bandið um auk­inn útflutn­ing á jarð­gasi. Sam­kvæmt því munu Banda­rík­in, ásamt öðrum ríkj­u­m,flytja um 15 millj­arða rúmmetra af jarð­gasi auka­lega til Evr­ópu í ár, til við­bótar við 22 millj­arða rúmmetra sem sam­bandið flutti inn frá þeim í fyrra.

Auglýsing

Samn­ing­ur­inn er kær­kom­inn fyrir Evr­ópu­sam­band­ið, sem stefnir að því að draga úr þörf sinni á inn­flutn­ingi gass frá Rúss­landi vegna inn­rás­ar­inn­ar. Auk­inn inn­flutn­ingur á jarð­gasi frá öðrum löndum er liður í þeirri áætl­un, en sam­bandið hyggst einnig ætla að auka fjár­fest­ingar sínar í grænum orku­gjöf­um.

Banda­ríkja­stjórn hefur einnig þrýst á olíu­fyr­ir­tæki þar í landi að auka fram­leiðslu sína eftir að heims­mark­aðs­verðið á hrá­olíu fór upp í met­hæðir fyrr í mán­uð­in­um. Önnur olíu­fram­leiðslu­lönd, líkt og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin og Sádi Arabía, hafa einnig til­kynnt að þau munu bregð­ast við þessum verð­hækk­unum með meiri fram­leiðslu.

Mynd: Kjarninn. Heimildir: Business insider og Yahoo Finance.

Líkt og sést á mynd að ofan hefur heims­mark­aðs­verð hrá­ol­íu, ásamt verð á jarð­gasi á evr­ópskum mörk­uð­um, lækkað nokkuð á allra síð­ustu dög­um. Þó er verðið enn langt frá því sem það var í byrjun árs.

Flösku­hálsar og óvissa um stríðið

Þó er óvíst hversu mikil áhrif þessi við­brögð munu hafa á orku­verð til lengri tíma. Líkt og kemur fram í frétt BBC jafn­gildir umsam­inn auka­inn­flutn­ingur Evr­ópu­sam­bands­ins á jarð­gasi frá Banda­ríkj­unum í ár ein­ungis tíu pró­sentum af því magni jarð­gass sem það flytur inn frá Rúss­landi.

Til lengri tíma stefna Banda­ríkin þó að auka gas­út­flutn­ing sinn enn meira, en efa­semdir eru uppi um hversu mikið þau geta aukið fram­leiðslu sína.

Svip­aðar efa­semdir eru uppi um fram­leiðslu Banda­ríkj­anna á olíu, en sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times eru flösku­hálsar byrj­aðir að mynd­ast í olíu­fram­leiðslu þar í landi. Mið­ill­inn segir flösku­háls­ana vera marg­þætta, erfitt hafi reynst að fá rétt aðföng fyrir fram­leiðsl­una í tæka tíð, en einnig séu vanda­mál með að finna starfs­fólk.

Aðrir sér­fræð­ingar hafa einnig bent á að verðið gæti hækkað enn meira vegna óvissu um fram­gang stríðs­ins til lengri tíma. Nadia Wig­gen, orku­sér­fræð­ingur hjá norska fyr­ri­tæk­inu Par­eto, seg­ist í sam­tali við Dag­ens Nær­ingsliv telja að fjár­festar hafi ekki að fullu tekið slíka óvissu með inn í reikn­ing­inn.

Sam­kvæmt Wiggen gæti stríðið varað mun lengur en vonir standa um þessa stund­ina og gæti það hækkað verðið á olíu og jarð­gasi á næstu árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent