Ráðuneytið tekur ekki undir með Landsvirkjun

Umhverfisráðuneytið telur það rangt sem Landsvirkjun heldur fram að Kjalölduveitu hafi verið raðað „beint í verndarflokk“ rammaáætlunar án umfjöllunar. Þá telur það verndun heilla vatnasviða, sem Landsvirkjun hefur gagnrýnt, standast lög.

Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Auglýsing

Umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neytið tekur ekki undir þá afstöðu Lands­virkj­unar að ákvörðun verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hvað varðar virkj­un­ar­kost­inn Kjalöldu­veitu hafi verið ólög­mæt. Telur ráðu­neytið full­yrð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins, sem fram eru settar í umsögn við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætl­un, um að Kjalöldu­veita hafi ekki fengið „lög­mæta skoðun fag­hópa“, ekki stand­ast skoð­un. Þar af leiði séu full­yrð­ingar Lands­virkj­unar um að stjórnin hafi ákveðið „ein­hliða að ekki skyldi fjallað um virkj­un­ar­kost­inn“ og að honum hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa“ einnig rang­ar. Að mati ráðu­neyt­is­ins hlaut virkj­un­ar­kost­ur­inn full­nægj­andi umfjöll­un.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar er nú komin til þing­legrar með­ferðar í fjórða sinn á rúm­lega fimm árum. Núgild­andi ramma­á­ætl­un, þar sem virkj­ana­hug­myndir eru flokk­aðar í nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk, er frá árinu 2013 og er því orðin níu ára göm­ul. Verk­efn­is­stjórnir næstu tveggja áfanga hafa lokið störfum og stjórn þess fimmta þegar hafið störf.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfang­ann. Því er hins vegar bætt við í sömu setn­ingu að fjölga eigi kostum í bið­flokki. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hefur ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Um 80 kostir í jarð­varma, vatns­afli og vind­orku eru flokk­aðir í þrennt í til­lög­unni sem nú er til umfjöll­unar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is, og byggir hún alfarið á nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar áætl­un­ar­innar sem skil­aði af sér loka­skýrslu í ágúst árið 2016.

Lands­virkjun telur hins vegar ákvörðun verk­efn­is­stjórn­ar­innar um að raða Kjalöldu­veitu í vernd­ar­flokk ekki í sam­ræmi við lög. Stjórnin hafi tekið stjórn­valds­á­kvörðun sem hún er ekki bær að lögum til að taka með því að raða kost­inum „beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa“. Var það gert á þeim rökum að Kjalöldu­veita væri breytt útfærsla Norð­linga­öldu­veitu sem væri þegar í vernd­ar­flokki, að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, væri undir í báðum til­vik­um.

Lands­virkjun óskar eftir því að Kjalöldu verði raðað í bið­flokk í með­förum Alþing­is.

Fjallað um kost­inn sam­kvæmt vel skil­greindri aðferða­fræði

Nú um miðjan mars var óskað eftir afstöðu umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­is­ins til tveggja kafla í umsögn Lands­virkj­unar við þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una. Ann­ars vegar um að afmörkun land­svæða væri ekki í sam­ræmi við lög og hins vegar um lög­mæti ákvörð­unar verk­efn­is­stjórnar um flokkun Kjalöldu­veitu.

Hvað varðar það síð­ar­nefnda rök­styður ráðu­neytið svar sitt, sem birt hefur verið á vef Alþingis, m.a. með vísan til bréfa for­manna fag­hópa verk­efn­is­stjórn­ar­innar frá árinu 2015. Þar kemur fram að þeir hafi tekið Kjalöldu til umfjöll­unar og metið hann sam­kvæmt við­ur­kenndri og vel skil­greindri aðferða­fræði. Rifjað er upp að fjöldi virkj­un­ar­kosta sem Orku­stofnun sendi verk­efn­is­stjórn­inni til umfjöll­unar hafi verið slíkur að hvorki tími né fjár­hagur hefðu nægt til að fjalla um þá alla.

Auglýsing

Verk­efn­is­stjórnin óskaði hins vegar eftir því að fag­hóp­arnir legðu mat á hvort líta bæri á Kjalöldu­veitu sem nýjan kost eða hvort þar væri fyrst og fremst um að ræða nýja útfærslu á Norð­linga­öldu­veitu.

Fag­hóp­arnir fóru yfir þau gögn sem fylgdu Kjalöldu­veitu, hver út frá sinni aðferða­fræði og skil­uðu að þeirri með­ferð lok­inni nið­ur­stöðum sínum til verk­efn­is­stjórn­ar.

„Í ljósi ofan­greinds og fyr­ir­liggj­andi gagna getur ráðu­neytið ekki tekið undir þá afstöðu Lands­virkj­unar að ákvörðun verk­efn­is­stjórnar hvað varðar Kjalöldu­veitu hafi verið ólög­mæt.“

Víð­tæk áhrif frið­unar vatna­sviða

Í umsögn Lands­virkj­unar um til­lögu að ramma­á­ætlun 3 kemur einnig fram að fyr­ir­tækið telji verk­efn­is­stjórn­ina ekki hafa heim­ild til að setja heil vatna­svið í vernd­ar­flokk og þar með alla virkj­un­ar­kosti á við­kom­andi vatna­sviði eins og gert var varð­andi kosti fyr­ir­tæk­is­ins í Skjálf­anda­fljóti ann­ars vegar og í Skaga­firði hins veg­ar. Þegar virkj­un­ar­hug­mynd­irnar voru hann­aðar og lagðar inn í ramma­á­ætlun hafi ekki verið gert ráð fyrir að áhrifin yrðu svo víð­tæk. Gera verði kröfu um að ákvarð­anir sem hafa slík áhrif séu byggðar á skýrum laga­á­kvæð­um.

Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti. Mynd: Landvernd

Ráðu­neytið bendir á í svari sínu að sam­kvæmt lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun sé það hlut­verk verk­efn­is­stjórnar að vinna drög að til­lögum um flokkun virkj­un­ar­kosta og afmörkun virkj­un­ar- og vernd­ar­svæða í sam­ræmi við flokk­un­ina. Þá segi einnig í lög­unum að verk­efn­is­stjórn fjalli um virkj­un­ar­kosti og þau land­svæði sem við­kom­andi virkj­un­ar­kostir hafa áhrif á að hennar mati. „Það kemur því skýrt fram í lög­unum að það er verk­efn­is­stjórnar að meta hvaða land­svæði virkj­un­ar­kostur hefur áhrif á og gera til­lögur að afmörkun virkj­un­ar- og vernd­ar­svæða,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins sem vísar m.a. í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem segir að virkj­un­ar­svæði í vatns­afli mið­ist almennt við allt vatna­svið fall­vatns­ins ofan þeirrar virkj­unar sem nýtir fallið neðan virkj­unar en að hins vegar kemur til álita að vernda heil vatna­svið.

„Verk­efn­is­stjórnin hefur því heim­ildir til að afmarka svæðin eins og hún telur nauð­syn­legt, þ.m.t. heil vatna­svið eða vatna­svið að hluta og leggja til að þau svæði verði sett í vernd­ar­flokk,“ segir í svari umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­is­ins. „Með vísan til ofan­greinds getur ráðu­neytið ekki tekið undir það mat Lands­virkj­unar að afmörkun land­svæð­anna sé ekki í sam­ræmi við lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un.“

Þeir virkj­ana­kostir sem Lands­virkjun áformar að virkja næst eru allir í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt núgild­andi ramma­á­ætl­un. Þetta eru Hvamms­virkjun í Þjórsá (93 MW), virkj­anir á veitu­leið Blöndu (28 MW) og stækkun Þeista­reykja­virkj­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent