Úkraína gæti endað í tveimur hlutum líkt og Kórea

Talið er að Rússland gæti haft hug á því að skipta Úkraínu í tvennt í ljósi þess að hertakan gengur ekki eins vel og vonast var til. Hvorki virðist ganga né reka í árásum Rússa á höfuðborgina Kænugarð, sem staðið hafa yfir í rúmlega mánuð.

Budanov segir hætta á að sköpuð verði eins konar Kórea í Úkraínu, þar sem landinu verði skipt á milli hernumdra og óhernumdra svæða.
Budanov segir hætta á að sköpuð verði eins konar Kórea í Úkraínu, þar sem landinu verði skipt á milli hernumdra og óhernumdra svæða.
Auglýsing

Yfir­maður leyni­þjón­ustu úkra­ínska hers­ins hefur varað við því að Rússar gætu haft áætl­anir uppi um að skipta Úkra­ínu í tvennt í ljósi þess að verr gangi að her­nema landið allt en von­ast var til. Þannig virð­ist rúss­neskar her­sveitir nú ein­beita sér að svæðum í aust­ur- og suð­ur­hluta Úkra­ínu og hörfa frá þar sem verr geng­ur, svo sem í höf­uð­borg­inni Kænu­garði.

Kyrylo Buda­nov segir því hættu á að sköpuð verði eins konar Kórea í Úkra­ínu, þar sem land­inu verði skipt á milli hernumdra og óhernumdra svæða. Úkra­ína ætlar þó ekki að láta þar við sitja, og er haft eftir Buda­nov að fljót­lega eigi að hefja skæru­liða­hernað á þeim svæðum sem Rússar hafa þegar náð á sitt vald.

Auglýsing

Rúm­lega mán­uður er síðan inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu hóf­st, en er hún talin ganga mun hægar og erf­iðar fyrir sig en ráða­menn í Kreml höfðu von­að. Sér­fræð­ingar telja að um sé að kenna meðal ann­ars bágum und­ir­bún­ingi her­manna og lélegum tækja­bún­aði, og er þol­in­mæði Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta sögð á þrot­um, en hann er til að mynda sagður hafa rekið fjöl­marga her­for­ingja og kennt þeim um hæga­gang­inn.

Nú eru hins vegar teikn á lofti um að hann sé hættu að eygja von um algjöra yfir­töku og ætli þess í stað að ein­beita sér að svæðum í aust­ur- og suð­ur­hluta Úkra­ínu sem þegar eru að miklu leyti komin undir stjórn Rússa.

Fregnir hafa til að mynda borist af því að her­sveitir Rússa sem staddar voru norðan við höf­uð­borg­ina Kænu­garð séu að horfa í gegnum Cherno­byl, sem Rússar náðu á sitt vald snemma í inn­rásinni, og til Hvíta-Rúss­lands. Þó er ekki úti­lokað að um sé að ræða ein­hvers konar end­ur­skipu­lagn­ingu og að her­sveit­irnar snúi tví­efldar til baka til að halda áfram árás­unum á Kænu­garð, sem hingað til hafa borið tak­mark­aðan árang­ur. Í öllu falli er ljóst að tals­verðra áherslu­breyt­inga er þörf ef halda á áfram áætl­unum um að her­taka Úkra­ínu í heild sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent