Efast um að „þverklofinn Sjálfstæðisflokkur” sé stjórntækur til að leiða borgina

Borgarstjóri telur að í borgarstjórnarkosningum verði kosið um hvort „Nýja Reykjavík” verði að veruleika eða hvort snúa eigi borginni til baka í gráa og gamla átt undir forystu þess sem hann kallar þverklofinn Sjálfstæðisflokk.

Borgarstjóri fjallaði um ólíka sýn flokkanna varðandi framtíð borgarinnar í ræðu sinni á Reykjavíkurþingi Samfylkingarinnar
Borgarstjóri fjallaði um ólíka sýn flokkanna varðandi framtíð borgarinnar í ræðu sinni á Reykjavíkurþingi Samfylkingarinnar
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir átak­an­legt að eng­inn fram­bjóð­andi í nýaf­stöðnu próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík hafi lýst stuðn­ingi við þá nýju, grænu og spenn­andi Reykja­vík sem nú sé að taka á sig mynd, og að á meðan svo sé efist hann um að „þver­k­lof­inn Sjálf­stæð­is­flokk­ur” sé stjórn­tækur til að leiða borg­ina á næstu árum. Hildur Björns­dótt­ir, nýkjör­inn odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, segir flokk­inn hafa sína eigin stefnu.

Þetta kemur fram í færslum Dags og Hildar á Face­book, en þau þegar farin að skjóta föstum skotum hvort á annað í gegnum sam­fé­lags- og fjöl­miðla nú í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna.

Í umfjöllun um nið­ur­stöður könn­unar um við­horf til borg­ar­línu og þétt­ingu byggðar eftir stuðn­ingi við flokka, sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morgun, sakar Hildur borg­ar­stjóra um að hafa skapað menn­ing­ar­stríð þar sem fólki sé skipt í fylk­ingar eftir því hvernig það velji að lifa sínu lífi og að meiri­hluta­flokk­unum hafi „al­­gjör­­lega mis­­­tek­ist að skapa sátt um fram­­tíðar sam­­göngur og skipu­lag í borg­inni sem hefur leitt til van­­trausts og ó­á­nægju”.

Auglýsing

Þessu er Dagur ósam­mála og segir í fyrr­nefndri færslu á Face­book að meiri­hluta­flokk­arnir í borg­ar­stjórn séu sann­ar­lega sam­stíga í þessum efn­um, sem og nágranna­sveit­ar­fé­lög­in, sem öllum sé stjórnað af Sjálf­stæð­is­flokkn­um, og rík­is­stjórnin sem eigi heiður og aðild að sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Segir Dagur að klofn­ing­ur­inn sem Hildur talar um sé fyrst og fremst innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Borg­ar­stjóri fjall­aði einnig um ólíka sýn flokk­anna varð­andi fram­tíð borg­ar­innar í ræðu sinni á Reykja­vík­ur­þingi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar sem hann sagði að í hans huga væri aug­ljóst að í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum verði kosið um „Nýju Reykja­vík” og hvort hún eigi að vera fyrir alla, með jöfnu aðgengi að skemmti­legri borg hágæða­þjón­ustu fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins, eða hvort klof­inn Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái tæki­færi til að snúa borg­inni til baka í gráa og gamla átt.

Þannig hafi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagt til að selja eigi félags­legar íbúðir í stað þess að fjölga þeim, dreifa eigi byggð, sem Dagur segir muni auka umferð og taf­ar­tíma og grafa undan almenn­ings­sam­göngum og draga úr mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Þá vilji Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mis­læg gatna­mót inni í miðri borg í stað þess að setja umferð­ina undir yfir­borðið í stokk og setja þannig mann­líf, græn svæði og borg­ar­torg í for­gang í nýju og betra borg­ar­skipu­lagi.

Hús­næð­is­sátt­máli fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið

Þá kall­aði Dagur í ræðu sinni eftir hús­næð­is­sátt­mála fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið og sagði það ekki ganga lengur að Reykja­vík dragi ein vagn­inn í íbúða­upp­bygg­ingu og hús­næð­is­málum fyrir tekju­lága. „Við höfum líka fjölgað félags­legu hús­næði fyrir þá sem hafa minna á milli hand­anna en því miður aðrir ekki. Þar þurfum við að fá ríkið og nágranna­sveit­ar­fé­lögin með okkur eins og við gerðum í sam­göngu­mál­un­um,“ sagði Dagur í ræðu sinni og bætti við að með slíkum hús­næð­is­sátt­mála mætti tryggja nægt fram­boð af fjöl­breyttu hús­næði og íbúðum fyrir alla. Þá þurfi ríkið að koma að borð­inu með mun mark­viss­ari hús­næð­is­stuðn­ingi, ekki aðeins í átökum eða til skamms tíma, heldur stór­huga, jafnt og þétt og til lengri tíma.

„Heild­stæður hús­næð­is­sátt­máli til lengri tíma er það sem sam­fé­lagið þarf. Reykja­vík hafði frum­kvæði að sam­göngusátt­mál­anum sem er gríð­ar­lega mik­il­vægur fyrir inn­viða­upp­bygg­ingu. Nú þurfum við sömu sam­stöðu, sam­eig­in­lega fram­tíð­ar­sýn og vinnu­brögð til að gera brag­ar­bót á hús­næð­is­mál­un­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent