Segir ágætt svigrúm til launahækkana

Stefán Ólafsson segir miklar arðgreiðslur fyrirtækja og launahækkanir forstjóra sýna að svigrúm til bættra kjara starfsmanna þeirra sé ágætt.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Auglýsing

Stað­hæf­ingar atvinnu­rek­enda um að ekk­ert svig­rúm sé til launa­hækk­ana er óvenju langt frá veru­leik­anum í kom­andi kjara­samn­ing­um, líkt og miklar launa­hækk­anir for­stjóra fyr­ir­tækja hér­lendis og arð­greiðslur til hlut­hafa sýna. Þetta skrifar Stefán Ólafs­son, pró­fessor emeritus í félags­fræði við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Víða veisla í atvinnu­líf­inu

Sam­kvæmt Stef­áni eru þjóð­hags­spár bæði Seðla­bank­ans og Hag­stofu bjartar og að gera mætti ráð fyrir upp­sveiflu þrátt fyrir að eitt­hvað gæti hægt á henni vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Hann segir að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn árið 2019 hafi verið gerður við óhag­stæð­ari skil­yrði, þar sem þá hafi verið búist við minnk­andi hag­vexti.

Að und­an­tek­inni ferða­þjón­ust­unni, sem gæti þó lag­ast hratt þegar ferða­mönnum fer að fjölga á ráði, segir Stefán að staða flestra fyr­ir­tækja sé nú með miklum ágæt­um. Því til stuðn­ings bendir hann að búist sé við metári í arð­greiðslum í ár, auk þess sem stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna hafi hækkað mikið í laun­um. „Það er því víða veisla í atvinnu­líf­in­u,“ bætir hann við.

Auglýsing

Stefán segir með­al­laun for­stjóra í skráðum fyr­ir­tækjum hafa hækkað um 8,5 pró­sent á milli ára, sem sé vel umfram hækk­anir á almennum vinnu­mark­aði. Alls hækk­uðu mán­að­ar­laun þeirra um 444 þús­und krónur á mán­uði í fyrra, á meðan almenn hækkun launa­fólks hafi verið tæp 16 þús­und krónur á ári.

Þar að auki bætir Stefán við að stjórn­endur hafi verið að taka stærri hluta launa sinna sem bónusa og kaup­rétt­ar­samn­inga, en algengt sé að bónusar geti bætt allt að fjórð­ungi ofan á árs­l­unin og að kaup­réttir geti skilað tug­millj­örðum í hagn­aði.

Launa­hækk­anir til lág­tekju­fólks og sem vörn gegn verð­bólgu

Stefán ber einnig saman þróun ráð­stöf­un­ar­tekna eftir tekju­tí­undum á síð­ustu ára­tug­um, en þar segir hann blasa við að hagur tekju­hæstu tíund­ar­innar hafi batnað mest, bæði í góð­ær­inu fyrir hrun og í efna­hags­upp­sveifl­unni eftir árið 2012. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hafi bætt hlut þeirra lægst laun­uðu, en ein­ungis að hluta, og því sé ástæða til að ganga enn lengra í kom­andi kjara­samn­ingum með krónu­tölu­hækk­un­um.

Sam­kvæmt Stef­áni er einnig mik­il­vægt að hækka þurfi laun í kom­andi kjara­samn­ingum til að vinna gegn hækk­andi verð­bólgu, sem sé að stærstum hluta vegna mis­heppn­aðrar hag­stjórnar á sviði hús­næð­is­mála.

Aðrar leiðir mögu­legar

Ef hlífa á fyr­ir­tækjum við miklum launa­hækk­unum segir Stefán að stjórn­völd geti einnig bætt kjör lægri tekju­hópa á aðra vegu. Sem dæmi um slíkt nefnir hann auknar milli­færslur úr vel­ferð­ar­kerf­inu – þ.e.a.s. hærri barna­bæt­ur, vaxta­bætur og húsa­leigu­bætur – en sam­kvæmt Stef­áni hafa þessar bóta­greiðslur veikst veru­lega á síð­ustu árum og alls ekki haldið í við þarf­ir.

Stefán bendir á að barna­bætur á Íslandi séu langt fyrir neðan það sem almennt er í Norð­ur­löndum og á meg­in­landi Evr­ópu. Einnig hafi vaxta­bætur því sem næst horfið á síð­ustu átta árum, sem gerir eigna­myndun í íbuð­ar­hús­næði hæg­ari og eykur þannig mis­skipt­ingu í eign­um. Þar að auki segir Stefán að draga þurfi úr „of­ur­skerð­ing­um“ líf­eyris í almanna­trygg­ingu með umtals­verðri hækkun frí­tekju­marks.

Hægt er að lesa grein Stef­áns í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent