Þingheimur verði að átti sig á áhrifum ákvarðana á fjárhag sveitarfélaga

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að mörg sveitarfélög eigi í erfiðleikum með sín stærstu verkefni og sjái einfaldlega ekki fram á að ráða við þau þrátt fyrir góðan vilja.

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Ingi­björg Isak­sen þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins segir að fjöldi og umfang verk­efna sem flutt hafa verið yfir á sveit­ar­fé­lög séu farin að hafa mikil áhrif á fjár­hag þeirra og séu jafn­vel farin að vera þeim ofviða og þá sér­stak­lega smærri sveit­ar­fé­lög­um.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í síð­ustu viku.

Hún sagði að það kæmi fyrir að þing­heimur sam­þykkti frum­vörp sem auka kostn­að­ar- eða verk­efna­þunga sveit­ar­fé­laga með með­fylgj­andi kostn­að­ar­auka.

Auglýsing

Ingi­björg sagði að henni sem fyrrum sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa, en hún var í bæj­ar­stjórn Akur­eyrar áður en hún fór á þing, fynd­ist nauð­syn­legt að ræða hvað því fylgir þegar frum­vörp sem þessi fara í gegn án þess að þing­menn gerðu sér fulla grein fyrir hver áhrifin geta verið á ein­stök sveit­ar­fé­lög.

Sveit­ar­fé­lög neyðst til þess að stækka stjórn­sýsl­una trekk í trekk

„Mörg sveit­ar­fé­lög eiga í erf­ið­leikum með sín stærstu verk­efni og sjá ein­fald­lega ekki fram á að ráða við þau þrátt fyrir góðan vilja. Fjöldi og umfang verk­efna sem flutt hafa verið yfir á sveit­ar­fé­lög eru farin að hafa mikil áhrif á fjár­hag þeirra og eru jafn­vel farin að vera þeim ofviða og þá sér­stak­lega smærri sveit­ar­fé­lög­um. Sveit­ar­stjórn­ar­menn þvert yfir landið hafa ítrekað bent á þessa þróun og nei­kvæðu hlið­arn­ar,“ sagði Ingi­björg.

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga hefði einnig bent á þessa þróun en nýlega gerði sam­bandið sam­an­tekt á fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga þvert yfir land­ið. „Þar er því spáð að þau verði rekin með miklum halla og sam­an­lagðar skuldir komi til með að aukast veru­lega. Sá kostn­að­ar­liður sem fer síhækk­andi með hverju ári eru launa­út­gjöld og tengd gjöld til starfs­manna, en sveit­ar­fé­lög hafa neyðst til þess að fjölga starfs­mönnum og stækka stjórn­sýsl­una trekk í trekk til að mæta auknum verk­efna­þunga. Launa­kostn­aður verður því sífellt hærra hlut­fall útgjalda sveit­ar­fé­laga.

Á sama tíma hefur kostn­aður við fræðslu­mál auk­ist með nýjum reglu­gerðum og kröfum síð­ustu ár ásamt öðrum verk­efn­um. Sér­fræði­þjón­usta, NPA, skóli án aðgrein­ing­ar, mötu­neyti og fleira eru vissu­lega allt jákvæð verk­efni og mik­il­væg þróun en kostn­að­ur­inn þegar allt er lagt saman er orð­inn veru­legur fyrir sveit­ar­fé­lög­in,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Telur Ingi­björg það mik­il­vægt að þing­heimur átti sig á raun­veru­legum áhrifum ákvarð­ana hans á fjár­hag sveit­ar­fé­lag­anna ásamt afleiddum kostn­aði af þeim ákvörð­un­um. „Því mun ég leggja fram mál á næstu dögum sem fjallar um að umfjöllun um áhrif stjórn­ar­frum­varpa á fjár­hag sveit­ar­fé­laga skuli vera tekin fyrir í grein­ar­gerð­inni. Með því geta þing­menn unnið og tekið ákvarð­anir með fullri vit­und um slík áhrif.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent