Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX

Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.

Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Auglýsing

Er 1,1 milljón skammta af bólu­efni gegn COVID-19 kom til Rúanda á laug­ar­dag komst fjöldi skammta sem afhentur hefur verið í gegnum sam­starfs­vett­vang­inn COVAX loks í millj­arð. Landið er það eina í Afr­íku sem búið er að bólu­setja 40 pró­sent íbú­anna.

COVAX var sett á stofn fljót­lega eftir að heims­far­ald­ur­inn skall á og fjöldi þjóða skuld­batt sig til að gefa skammta eða kaupa skammta inn í sam­starfið til að koma til fátæk­ari ríkja heims. Skömmtum hefur nú verið útdeilt til 144 landa í gegnum COVAX.

Auglýsing

Þetta er vissu­lega áfangi á þeirri veg­ferð að bólu­setja allan heim­inn, líkt og lagt var upp með er stofnað varð til bólu­efna­sam­starfs­ins. Hins vegar er enn gríð­ar­leg gjá á milli efna­meiri þjóða og þeirra fátæk­ari þegar kemur að bólu­setn­ing­um.

Í síð­ustu viku höfðu 36 aðild­ar­þjóðir Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) ekki enn náð því tak­marki að bólu­setja tíu pró­sent íbúa sinna. Og 88 þjóðir höfðu ekki kom­ist yfir 40 pró­senta múr­inn sem var hið upp­runa­lega mark­mið sem átti að ná fyrir árs­lok 2021 í öllum þjóðum heims.

WHO segir mark­miðið ekki hafa náðst þar sem rík­ustu þjóð­irnar hafi frá upp­hafi hamstrað bólu­efni. Þá kennir stofn­unin því einnig um að lyfja­fyr­ir­tækin hafi ekki viljað gefa eftir einka­leyfi sín og því ekki hægt að fram­leiða bólu­efnin hvar sem er.

Þurftu að farga miklu magni

COVAX leggur áherslu á að um leið og bólu­efni koma inn í sam­starfið séu þau send af stað á leið­ar­enda. Það vill þó brenna við að skammtar sem eru við það að kom­ast á síð­asta notk­un­ar­dag séu gefnir til fátæk­ari ríkja. Í síð­ustu viku varð t.d. að farga 400 þús­und skömmtum af bólu­efni frá Moderna og Astr­aZeneca í Úganda. Skammt­ana átti að nota í norð­ur­hluta lands­ins þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er enn gríð­ar­lega lágt. En þegar bólu­efnin komu voru inn­við­irnir ekki til­búnir en hefja þurfti bólu­setn­ingu þar sem hluti skammt­anna var að renna út.

Fram­kvæmda­stjóri WHO sagði nýverið að nú virt­ist endir­inn á far­aldr­inum vera í sjón­máli en ítrek­aði að það myndi aðeins takast eftir að bólu­setn­ingar alls staðar nái ákveðnu hlut­falli.

Rétt tæp 60 pró­sent jarð­ar­búa hafa fengið að minnsta kosti einn bólu­efna­skammt. Það hljómar mjög vel. En þegar hlut­fallið er skoðað milli heims­hluta blasir mis­réttið við. Aðeins 9,5 pró­sent af íbúum fátæk­ustu land­anna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent