Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn

Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.

Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra mun skipa sjö manna stjórn yfir Land­spít­ala, til tveggja ára í senn, sam­kvæmt frum­varps­drögum sem lögð hafa verið fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Skipun stjórnar yfir Land­spít­ala var á meðal þeirra mála sem ákveðið var að ganga í, í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Sam­kvæmt frum­varps­drög­un­um, sem samin voru í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, skulu tveir stjórn­ar­menn hafa sér­þekk­ingu á rekstri og áætl­ana­gerð og tveir sér­þekk­ingu á heil­brigð­is­þjón­ustu og vís­inda­rann­sóknum á heil­brigð­is­sviði eða menntun heil­brigð­is­stétta. Til við­bótar skal skipa tvo stjórn­ar­menn „sem full­trúa starfs­manna með mál­frelsi og til­lögu­rétt, án atkvæð­is­rétt­ar“

Hægt verði að kalla nýtt fólk inn með nýjum verk­efnum

Í grein­ar­gerð með drög­unum er þess getið að tvö ár séu „nokkuð stutt­ur“ skip­un­ar­tími í stjórn sem þess, en einnig að áherslur varð­andi stjórn spít­al­ans geti breyst nökkuð hratt talið og því sé „talið mik­il­vægt að hægt verði að skipa í stjórn­ina nokkuð ört nýja ein­stak­linga með fag­þekk­ingu á því áherslu­sviði sem helst stendur til að vinna að hverju sinn­i“.

Tekið er dæmi af því að nú standi yfir inn­leið­ing á nýju fjár­mögn­un­ar­kerfi fyrir spít­al­ann, fram­leiðslu­tengdri fjár­mögn­un, og því megi ætla að fag­þekk­ing á slíkri fjár­mögnun sé mik­il­væg á næstu árum, en þegar þeirri inn­leið­ingu verði að mestu lok­ið, á næstu 1-2 árum, verði fremur þörf á sér­þekk­ingu á öðrum svið­um.

Auglýsing

Hlut­verk stjórn­ar­innar á að vera það að marka Land­spít­ala „lang­tíma­stefnu í sam­ræmi við stefnu­mörkun ráð­herra í heil­brigð­is­mál­um“ og stað­festa skipu­lag stofn­un­ar­inn­ar, árlega starfs­á­ætlun og fjár­hags­á­ætl­un. Stjórnin skal einnig bera ábyrgð á fram­kvæmd innra eft­ir­lits og taka ákvörðun um veiga­mikil atriði sem varða rekstur spít­al­ans og starf­semi hans.

Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum skal for­maður stjórnar reglu­lega gera ráð­herra grein fyrir starf­semi, stöðu og árangri Land­spít­ala og sömu­leiðis gera ráð­herra grein fyrir veiga­miklum frá­vikum í rekstri, rekstr­ar­legum eða fag­leg­um.

„Á vissan hátt“ verið að stíga til baka

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum er rakið að með þeim breyt­ingum sem lagðar eru til sé nú „á vissan hátt“ verið að stíga til baka í það fyr­ir­komu­lag sem var við lýði áður en Alþingi ákvað að leggja niður stjórn Land­spít­ala með breyt­ingum á lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu árið 2007.

Í grein­ar­gerð­inni segir að talið sé að sú ákvörðun Alþingis „eigi að ein­hverju leyti rætur að rekja til umfangs­mik­illa breyt­inga sem gerðar voru á rík­is­rekstri á ára­tug­unum á und­an.“

„Víð­tækar stjórn­un­ar­heim­ildir voru færðar til stofn­ana og talið er að með auk­inni dreif­stýr­ingu hafi komið fram ýmsir van­kantar í stjórn­sýslu­kerf­inu. Upp höfðu komið vanda­mál tengd stjórnun stofn­ana þar sem erfitt virt­ist vera vegna óskýrrar ábyrgðar að greina orsök vand­ans og grípa til við­eig­andi aðgerða. Var talið aug­ljóst að til­færsla stjórn­un­ar­heim­ilda til stofn­ana gæti ekki skilað til­ætl­uðum árangri nema ljóst væri hver bæri ábyrgð á því að þeim væri beitt á árang­urs­ríkan hátt og í sam­ræmi við heim­ild­ir. Var til­gangur breyt­ing­anna því sú að und­ir­strika að staða for­stöðu­manna heil­brigð­is­stofn­ana, þ.m.t. Land­spít­ala, væru sú sama og almennt gilti um for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana, þ.e. að þeir bæru ótví­rætt óskipta ábyrgð gagn­vart ráð­herra, bæði á rekstri og þjón­ustu sinnar stofn­un­ar, en fag­legir yfir­stjórn­endur bæru ábyrgð á fag­legri þjón­ustu gagn­vart for­stjóra,“ segir í grein­ar­gerðinni.

Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að breyt­ingar verði á hlut­verki og ábyrgð for­stjóra Land­spít­ala með til­komu nýrrar stjórn­ar, þó að enn muni það gilda að for­stjóri Land­spít­al­ans beri ábyrgð á að stofn­unin starfi í sam­ræmi við lög, stjórn­valds­fyr­ir­mæli og erind­is­bréf.

Í frum­varps­drög­unum segir að gera megi ráð fyrir því að kostn­aður vegna stjórnar spít­al­ans verði um 20 milj­ónir króna árlega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent