Ísland raðgreinir mest í heimi

Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.

Kórónuveiran
Auglýsing

Ísland: Fyrsta sæti.

Dan­mörk: Annað sæti.

Ástr­al­ía: Þriðja sæti.

Þegar kemur að einu helsta tæki sem mann­kynið hefur til að fylgj­ast með þróun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og mögu­lega bregð­ast við með áhrifa­ríkum hætti á hverjum tíma er Ísland fremst í flokki. Hér hafa 56,2 pró­sent allra jákvæðra sýna verið rað­greind. Danir sem koma næstir hafa greint 46,6 pró­sent.

Um þetta er fjallað í frétta­skýr­ingu Was­hington Post.

Auglýsing

Mann­fjöldi og þar af leið­andi fjöldi sýktra er vissu­lega mis­jafn milli okkar Íslend­inga og t.d. Banda­ríkj­anna en þar í landi hafa aðeins 3,6 pró­sent jákvæðra sýna verið rað­greind. Þar hafa hins vegar greinst um 48 millj­ónir til­fella en hér eru þau 17.770 tals­ins.

Rað­grein­ing varpar ljósi á gerð veirunnar og breyt­ingar sem á henni verða. Veirur breyt­ast stöðugt en aðeins er farið að tala um ný afbrigði þegar þessar breyt­ingar eru orðnar umfangs­mikl­ar. Þannig hefur Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin skil­greint afbrigði og gefið þeim nafn: Alfa. Beta. Gamma. Delta.

Og nú Ómíkron.

Á þess­ari stundu er ekki vitað hvort að Ómíkron varð til í Suð­ur­-Afr­íku þó að það hafi fyrst upp­götvast þar líkt og þar­lendir vís­inda­menn til­kynntu opin­ber­lega í lok síð­ustu viku. Svo miklar og þess eðlis voru stökk­breyt­ing­arnar á veiru­af­brigð­inu, sem hafði fyrst og fremst greinst á ákveðnu svæði í land­inu en hefur nú greinst í löndum víðs­vegar um heim­inn, að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin ákvað að setja það þegar á lista yfir afbrigði sem valda áhyggj­um. Hvort að þær reyn­ist rétt­mætar á þó enn eftir að koma í ljós. Stór bylgja gengur nú yfir flest Evr­ópu­ríki sem og Banda­rík­in. Það hefur ekk­ert með Ómíkron að gera en ótt­inn felst í því að afbrigðið gæti enn aukið á þann vanda sem far­ald­ur­inn er nú að valda. Þess vegna ein­kennd­ust við­brögð margra ríkja af skelf­ingu – og ferða­bönn hafa aftur verið tekin upp, aðal­lega á ferða­lög frá ríkjum í sunn­an­verðri Afr­íku þar sem Ómíkrón greind­ist fyrst. Japan og Ísr­ael gengu skref­inu lengra og hafa skellt ferða­banni á alla erlenda rík­is­borg­ara, hvaðan svo sem þeir eru að koma.

Í næsta mán­uði verða tvö ár liðin frá því að kór­ónu­veiran greind­ist fyrst í Wuhan í Kína. Síðan þá hafa fjöl­mörg afbrigði skotið upp koll­in­um, nokkur orðið ráð­andi á ákveðnum svæðum eða um ákveð­inn tíma en ekk­ert þó í lík­ingu við Delta, afbrigðið sem fyrst greind­ist á Ind­landi fyrir um ári.

Veirur greindar og gögnum deilt með öðrum

Þekk­ing á afbrigðum fæst með rað­grein­ingu og slíkum upp­lýs­ingum er deilt með öðrum, m.a. í gegnum fyr­ir­bæri sem kall­ast GISAID. Í Suð­ur­-Afr­íku, þar sem Ómíkron var fyrst greint, eru rað­grein­ingar ekki stund­aðar af sama kappi og hér á landi. Þar hafa aðeins um 0,8 pró­sent allra jákvæðra sýna verið rað­greind en til­felli COVID-19 frá upp­hafi far­ald­urs­ins eru um þrjár millj­ón­ir.

Í grein­ingu Was­hington Post á gögnum um rað­grein­ingar kemur fram að þótt aðeins um 3,6 pró­sent af jákvæðum sýnum í Banda­ríkj­unum séu rað­greind sé það fram­för frá því fyrir tæpu ári er hlut­fallið var aðeins 0,3 pró­sent. Á Ind­landi er hlut­fallið aðeins um 0,2 pró­sent. Í apr­íl, er Delta-far­ald­ur­inn reis sem hæst, var það 0,06 pró­sent.

Þetta hlut­fall skiptir máli og vís­inda­menn telja að það verði að vera ákveðið hátt svo hægt sé að grípa til aðgerða tím­an­lega.

Auglýsing

Það er sama hvort horft er til rað­grein­inga eða bólu­efna­skammta. Fátæk­ustu ríki ver­aldar eru á botn­in­um. Á meðan örv­un­ar­skammtar eru gefnir á Vest­ur­löndum er aðeins búið að bólu­setja um 6 pró­sent þeirra 1.200 millj­óna manna sem búa í Afr­íku. Aðeins um 3 pró­sent íbúa fátæk­ustu ríkja heims hafa verið bólu­sett.

Vís­inda­menn og alþjóða­stofn­an­ir, m.a. WHO, hafa frá upp­hafi varað við því að mis­skipt­ingin ætti eftir að koma í bakið á þeim sem keyptu sig fremst í for­gangs­röð­ina. „Þangað til að við bólu­setjum nægi­lega marga mun þetta ger­ast aftur og aft­ur,“ hefur Was­hington Post eftir Glendu Gray, sem fer fyrir lækna­ráði Suð­ur­-Afr­íku. Óbólu­settir munu alltaf dreifa veirunni meira og hraðar en bólu­settir og eftir því sem veiran hefur fleiri lík­ama að sýkja mun hún halda áfram að stökk­breyt­ast – jafn­vel til hins verra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent