Ísland raðgreinir mest í heimi

Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.

Kórónuveiran
Auglýsing

Ísland: Fyrsta sæti.

Dan­mörk: Annað sæti.

Ástr­al­ía: Þriðja sæti.

Þegar kemur að einu helsta tæki sem mann­kynið hefur til að fylgj­ast með þróun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og mögu­lega bregð­ast við með áhrifa­ríkum hætti á hverjum tíma er Ísland fremst í flokki. Hér hafa 56,2 pró­sent allra jákvæðra sýna verið rað­greind. Danir sem koma næstir hafa greint 46,6 pró­sent.

Um þetta er fjallað í frétta­skýr­ingu Was­hington Post.

Auglýsing

Mann­fjöldi og þar af leið­andi fjöldi sýktra er vissu­lega mis­jafn milli okkar Íslend­inga og t.d. Banda­ríkj­anna en þar í landi hafa aðeins 3,6 pró­sent jákvæðra sýna verið rað­greind. Þar hafa hins vegar greinst um 48 millj­ónir til­fella en hér eru þau 17.770 tals­ins.

Rað­grein­ing varpar ljósi á gerð veirunnar og breyt­ingar sem á henni verða. Veirur breyt­ast stöðugt en aðeins er farið að tala um ný afbrigði þegar þessar breyt­ingar eru orðnar umfangs­mikl­ar. Þannig hefur Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin skil­greint afbrigði og gefið þeim nafn: Alfa. Beta. Gamma. Delta.

Og nú Ómíkron.

Á þess­ari stundu er ekki vitað hvort að Ómíkron varð til í Suð­ur­-Afr­íku þó að það hafi fyrst upp­götvast þar líkt og þar­lendir vís­inda­menn til­kynntu opin­ber­lega í lok síð­ustu viku. Svo miklar og þess eðlis voru stökk­breyt­ing­arnar á veiru­af­brigð­inu, sem hafði fyrst og fremst greinst á ákveðnu svæði í land­inu en hefur nú greinst í löndum víðs­vegar um heim­inn, að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin ákvað að setja það þegar á lista yfir afbrigði sem valda áhyggj­um. Hvort að þær reyn­ist rétt­mætar á þó enn eftir að koma í ljós. Stór bylgja gengur nú yfir flest Evr­ópu­ríki sem og Banda­rík­in. Það hefur ekk­ert með Ómíkron að gera en ótt­inn felst í því að afbrigðið gæti enn aukið á þann vanda sem far­ald­ur­inn er nú að valda. Þess vegna ein­kennd­ust við­brögð margra ríkja af skelf­ingu – og ferða­bönn hafa aftur verið tekin upp, aðal­lega á ferða­lög frá ríkjum í sunn­an­verðri Afr­íku þar sem Ómíkrón greind­ist fyrst. Japan og Ísr­ael gengu skref­inu lengra og hafa skellt ferða­banni á alla erlenda rík­is­borg­ara, hvaðan svo sem þeir eru að koma.

Í næsta mán­uði verða tvö ár liðin frá því að kór­ónu­veiran greind­ist fyrst í Wuhan í Kína. Síðan þá hafa fjöl­mörg afbrigði skotið upp koll­in­um, nokkur orðið ráð­andi á ákveðnum svæðum eða um ákveð­inn tíma en ekk­ert þó í lík­ingu við Delta, afbrigðið sem fyrst greind­ist á Ind­landi fyrir um ári.

Veirur greindar og gögnum deilt með öðrum

Þekk­ing á afbrigðum fæst með rað­grein­ingu og slíkum upp­lýs­ingum er deilt með öðrum, m.a. í gegnum fyr­ir­bæri sem kall­ast GISAID. Í Suð­ur­-Afr­íku, þar sem Ómíkron var fyrst greint, eru rað­grein­ingar ekki stund­aðar af sama kappi og hér á landi. Þar hafa aðeins um 0,8 pró­sent allra jákvæðra sýna verið rað­greind en til­felli COVID-19 frá upp­hafi far­ald­urs­ins eru um þrjár millj­ón­ir.

Í grein­ingu Was­hington Post á gögnum um rað­grein­ingar kemur fram að þótt aðeins um 3,6 pró­sent af jákvæðum sýnum í Banda­ríkj­unum séu rað­greind sé það fram­för frá því fyrir tæpu ári er hlut­fallið var aðeins 0,3 pró­sent. Á Ind­landi er hlut­fallið aðeins um 0,2 pró­sent. Í apr­íl, er Delta-far­ald­ur­inn reis sem hæst, var það 0,06 pró­sent.

Þetta hlut­fall skiptir máli og vís­inda­menn telja að það verði að vera ákveðið hátt svo hægt sé að grípa til aðgerða tím­an­lega.

Auglýsing

Það er sama hvort horft er til rað­grein­inga eða bólu­efna­skammta. Fátæk­ustu ríki ver­aldar eru á botn­in­um. Á meðan örv­un­ar­skammtar eru gefnir á Vest­ur­löndum er aðeins búið að bólu­setja um 6 pró­sent þeirra 1.200 millj­óna manna sem búa í Afr­íku. Aðeins um 3 pró­sent íbúa fátæk­ustu ríkja heims hafa verið bólu­sett.

Vís­inda­menn og alþjóða­stofn­an­ir, m.a. WHO, hafa frá upp­hafi varað við því að mis­skipt­ingin ætti eftir að koma í bakið á þeim sem keyptu sig fremst í for­gangs­röð­ina. „Þangað til að við bólu­setjum nægi­lega marga mun þetta ger­ast aftur og aft­ur,“ hefur Was­hington Post eftir Glendu Gray, sem fer fyrir lækna­ráði Suð­ur­-Afr­íku. Óbólu­settir munu alltaf dreifa veirunni meira og hraðar en bólu­settir og eftir því sem veiran hefur fleiri lík­ama að sýkja mun hún halda áfram að stökk­breyt­ast – jafn­vel til hins verra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent