Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum

Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Auglýsing

Stjórn Land­verndar gagn­rýnir ýmis­legt sem finna má í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og segir að áform sem þar birt­ist um að „ganga gegn áliti fag­að­ila um röðun í flokka ramma­á­ætl­unar III“ séu í raun „stríðs­yf­ir­lýs­ing“. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem barst frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­unum í dag.

„Al­menn sam­staða hefur verið um að ramma­á­ætl­un, byggð á fag­legum for­send­um, væri for­senda víð­tæk­ari sáttar um nátt­úr­vernd og virkj­an­ir. Gangi rík­is­stjórnin gegn þess­ari sátt er sú sátta­við­leitni einskis virði. Í inn­gangi sátt­mál­ans er talað um sátt um auð­linda­nýt­ingu. Hún verður að byggj­ast á sam­tali og gagn­sæi og byggja á fag­legum vinnu­brögð­um, nátt­úru­vernd­ar­lögum og alþjóða­sam­þykkt­u­m,“ segir í yfir­lýs­ingu Land­vernd­ar.

Ótt­ast sam­slátt umhverf­is- og orku­mála

Stjórn Land­verndar segir enn fremur ótt­ast þá ákvörðun að fella orku­mál og nátt­úru­vernd undir sama ráðu­neyti, en Guð­laugur Þór Þórð­ar­son mun fara með þau mál í nýrri rík­is­stjórn.

Land­vernd segir að það sé nauð­syn­legt að nátt­úru­vernd eigi sæti við rík­is­stjórn­ar­borðið og að með því að slá þessum mála­flokkum saman sé „mikil hætta á að fjár­sterkir aðilar sem sækj­ast eftir að virkja og spilla íslenskri nátt­úru fái mun meira vægi í ákvarð­ana­töku.“

„Mik­il­vægu jafn­vægi í stjórn­sýslu er raskað með þess­ari ákvörðun og hvetur Land­vernd rík­is­stjórn­ina til að end­ur­skoða þessa ákvörð­un,“ segir í yfir­lýs­ingu Land­vernd­ar. Þar segir einnig að erfitt verði „fyrir einn ráð­herra að gæta hags­muna umhverf­is­ins um leið og hann er ráð­herra orku­mála“.

Stjórn Land­verndar gagn­rýnir fleiri skipu­lags­breyt­ingar í stjórn­ar­ráð­inu og segir að það sé „mjög slæmt“ að slíta skipu­lags­mál úr sam­hengi við nátt­úru­vernd og færa þau yfir í ráðu­neyti inn­viða. Þá séu land­græðsla og skóg­rækt einnig gríð­ar­stór umhverf­is­mál sem verði að skoða heild­stætt í sam­hengi við nátt­úru­vernd og lofts­lags­mál.

Var­huga­verð vind­orku­lög

Stjórn Land­verndar seg­ist einnig telja að það eigi að fara „mjög var­lega í upp­bygg­ingu vind­orku­vera á Íslandi og að þau eigi skil­yrð­is­laust að falla undir ramma­á­ætl­un.“

Auglýsing

Stjórnin telur í þvi ljósi að fyr­ir­ætl­anir um að greiða götu vind­orku­vera með sér­lögum eins og talað er um í stjórn­ar­sátt­mál­anum séu mjög var­huga­verð­ar, en í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku verði sett „með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku.“

Til­greina þurfi aðgerð­ir, ekki bara mark­mið, í lofts­lags­málum

Stjórnin seg­ist fagna áformum rík­is­stjórn­ar­innar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 55 pró­sent árið 2030 miðað við 2005 og mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi og full orku­skipti eigi síðar en árið 2040. Hins vegar sé það eitt að setja sér fram­sækið mark­mið og annað að til­greina nauð­syn­legar aðgerðir til að ná því mark­miði.

„Fá­ein ár eru til stefnu og því mik­il­vægt að upp­færa fyr­ir­liggj­andi aðgerð­ar­á­ætlun fljótt og vel og leggja fram sann­fær­andi tíma­settar aðgerðir og áfanga að þessum mark­mið­um. Rík­is­stjórnin verður einnig að útskýra hvað felst í „kolefn­is­hlut­leysi“ Íslands gagn­vart land­nýt­ingu og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá land­i,“ segir í yfir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

Þar er það einnig sagt „fagn­að­ar­efni“ að for­sæt­is­ráðu­neytið skuli fá það hlut­verk að sam­ræma allar stjórn­valds­á­kvarð­anir sem lúta að mark­miðum um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þar sem lofts­lag­málin snerti marga mála­flokka.

Harma „und­an­hald“ með hálend­is­þjóð­garð

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er horfið frá þeim fyr­ir­ætl­unum sem voru mót­aðar um hálend­is­þjóð­garð á síð­asta kjörtima­bili, en ekki reynd­ist sátt um málið þegar á reyndi. Þess í stað á að breyta lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og gera þegar frið­lýst svæði á hálend­inu að hluta hans.

Stjórn Land­verndar seg­ist harma það „und­an­hald“ sem rík­is­stjórnin skipu­leggi í verndun hálend­is­ins. „Víð­tæk sam­staða er um það í sam­fé­lag­inu að vernda beri hálendið fyrir virkj­unum og öðrum mann­virkj­um. Þá þarf að bæta verndun ein­stakra svæða, auka fræðslu og bæta öryggi þeirra sem vilja njóta víð­erna, frelsis og nátt­úru á hálend­inu. Besta leiðin til þess er að stofna þjóð­garð,“ segir stjórn Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent