Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum

Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Auglýsing

Stjórn Land­verndar gagn­rýnir ýmis­legt sem finna má í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og segir að áform sem þar birt­ist um að „ganga gegn áliti fag­að­ila um röðun í flokka ramma­á­ætl­unar III“ séu í raun „stríðs­yf­ir­lýs­ing“. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem barst frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­unum í dag.

„Al­menn sam­staða hefur verið um að ramma­á­ætl­un, byggð á fag­legum for­send­um, væri for­senda víð­tæk­ari sáttar um nátt­úr­vernd og virkj­an­ir. Gangi rík­is­stjórnin gegn þess­ari sátt er sú sátta­við­leitni einskis virði. Í inn­gangi sátt­mál­ans er talað um sátt um auð­linda­nýt­ingu. Hún verður að byggj­ast á sam­tali og gagn­sæi og byggja á fag­legum vinnu­brögð­um, nátt­úru­vernd­ar­lögum og alþjóða­sam­þykkt­u­m,“ segir í yfir­lýs­ingu Land­vernd­ar.

Ótt­ast sam­slátt umhverf­is- og orku­mála

Stjórn Land­verndar segir enn fremur ótt­ast þá ákvörðun að fella orku­mál og nátt­úru­vernd undir sama ráðu­neyti, en Guð­laugur Þór Þórð­ar­son mun fara með þau mál í nýrri rík­is­stjórn.

Land­vernd segir að það sé nauð­syn­legt að nátt­úru­vernd eigi sæti við rík­is­stjórn­ar­borðið og að með því að slá þessum mála­flokkum saman sé „mikil hætta á að fjár­sterkir aðilar sem sækj­ast eftir að virkja og spilla íslenskri nátt­úru fái mun meira vægi í ákvarð­ana­töku.“

„Mik­il­vægu jafn­vægi í stjórn­sýslu er raskað með þess­ari ákvörðun og hvetur Land­vernd rík­is­stjórn­ina til að end­ur­skoða þessa ákvörð­un,“ segir í yfir­lýs­ingu Land­vernd­ar. Þar segir einnig að erfitt verði „fyrir einn ráð­herra að gæta hags­muna umhverf­is­ins um leið og hann er ráð­herra orku­mála“.

Stjórn Land­verndar gagn­rýnir fleiri skipu­lags­breyt­ingar í stjórn­ar­ráð­inu og segir að það sé „mjög slæmt“ að slíta skipu­lags­mál úr sam­hengi við nátt­úru­vernd og færa þau yfir í ráðu­neyti inn­viða. Þá séu land­græðsla og skóg­rækt einnig gríð­ar­stór umhverf­is­mál sem verði að skoða heild­stætt í sam­hengi við nátt­úru­vernd og lofts­lags­mál.

Var­huga­verð vind­orku­lög

Stjórn Land­verndar seg­ist einnig telja að það eigi að fara „mjög var­lega í upp­bygg­ingu vind­orku­vera á Íslandi og að þau eigi skil­yrð­is­laust að falla undir ramma­á­ætl­un.“

Auglýsing

Stjórnin telur í þvi ljósi að fyr­ir­ætl­anir um að greiða götu vind­orku­vera með sér­lögum eins og talað er um í stjórn­ar­sátt­mál­anum séu mjög var­huga­verð­ar, en í stjórn­ar­sátt­mál­anum segir að sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku verði sett „með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku.“

Til­greina þurfi aðgerð­ir, ekki bara mark­mið, í lofts­lags­málum

Stjórnin seg­ist fagna áformum rík­is­stjórn­ar­innar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 55 pró­sent árið 2030 miðað við 2005 og mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi og full orku­skipti eigi síðar en árið 2040. Hins vegar sé það eitt að setja sér fram­sækið mark­mið og annað að til­greina nauð­syn­legar aðgerðir til að ná því mark­miði.

„Fá­ein ár eru til stefnu og því mik­il­vægt að upp­færa fyr­ir­liggj­andi aðgerð­ar­á­ætlun fljótt og vel og leggja fram sann­fær­andi tíma­settar aðgerðir og áfanga að þessum mark­mið­um. Rík­is­stjórnin verður einnig að útskýra hvað felst í „kolefn­is­hlut­leysi“ Íslands gagn­vart land­nýt­ingu og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá land­i,“ segir í yfir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

Þar er það einnig sagt „fagn­að­ar­efni“ að for­sæt­is­ráðu­neytið skuli fá það hlut­verk að sam­ræma allar stjórn­valds­á­kvarð­anir sem lúta að mark­miðum um losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þar sem lofts­lag­málin snerti marga mála­flokka.

Harma „und­an­hald“ með hálend­is­þjóð­garð

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er horfið frá þeim fyr­ir­ætl­unum sem voru mót­aðar um hálend­is­þjóð­garð á síð­asta kjörtima­bili, en ekki reynd­ist sátt um málið þegar á reyndi. Þess í stað á að breyta lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og gera þegar frið­lýst svæði á hálend­inu að hluta hans.

Stjórn Land­verndar seg­ist harma það „und­an­hald“ sem rík­is­stjórnin skipu­leggi í verndun hálend­is­ins. „Víð­tæk sam­staða er um það í sam­fé­lag­inu að vernda beri hálendið fyrir virkj­unum og öðrum mann­virkj­um. Þá þarf að bæta verndun ein­stakra svæða, auka fræðslu og bæta öryggi þeirra sem vilja njóta víð­erna, frelsis og nátt­úru á hálend­inu. Besta leiðin til þess er að stofna þjóð­garð,“ segir stjórn Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent