Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif

Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.

Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem er nýr ráð­herra umhverf­is-, lofts­lags- og orku­mála í rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, mun ekki fara með mála­flokka lista og menn­ingar í rík­is­stjórn­inni. Inn­slátt­ar­villa á vef Stjórn­ar­tíð­inda gerði það að verkum að tölu­liðir í birtum for­seta­úr­skurði um hlut­verka­skipan innan rík­is­stjórn­ar­innar riðl­uð­ust er úrskurð­ur­inn var birtur í gær­kvöldi.

Þetta segir Róbert Mars­hall upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar í sam­tali við Kjarn­ann, en hann hafði sam­band til þess að benda á að það væri alrangt sem fram kom í frétt Kjarn­ans í morgun að Guð­laugur Þór væri að fara að taka við lista- og menn­ing­ar­málum í rík­is­stjórn­inni.

Hér má sjá tvö skjáskot úr forsetaúrskurðum um verkaskiptingu ráðuneyta af vef Stjórnartíðinda, einum röngum og einum réttum. Guðlaugur Þór á að taka við 6. töluliðnum.

Hann segir enn fremur að villan sem slædd­ist inn á vef Stjórn­ar­tíð­inda hafi ekki haft nein lög­form­leg áhrif, skjalið sjálft sem var und­ir­ritað á Bessa­stöðum á rík­is­ráðs­fundi í gær hafi verið rétt.

Lilja fer með menn­ingu og listir

Mál­efni lista og menn­ingar munu heyra undir Lilju D. Alfreðs­dóttur sem titluð er ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn.

Auglýsing

Guð­laugur Þór mun hins vegar taka við mála­flokki menn­ing­arminja yfir í umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið, en þau verk­efni heyrðu áður undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið.

Þetta eru meðal ann­ars verk­efni sem varða varð­veislu menn­ing­ar­arfs, skil menn­ing­ar­verð­mæta til ann­arra landa, vernd­ar­svæði í byggð og Minja­stofnun Íslands.

Eins og greint var frá í gær eru tengslum verða gerðar umfangs­miklar breyt­ingar á skipu­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins sam­fara myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Ráð­herrum fjölgar um einn og verða þeir nú tólf og ráðu­neyt­unum sjálfum verður fjölgað úr tíu í tólf og verk­efni færð milli ráðu­neyta.

Ný ráðu­neyti munu taka til starfa um eða eftir ára­mót, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent