Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif

Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.

Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem er nýr ráð­herra umhverf­is-, lofts­lags- og orku­mála í rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, mun ekki fara með mála­flokka lista og menn­ingar í rík­is­stjórn­inni. Inn­slátt­ar­villa á vef Stjórn­ar­tíð­inda gerði það að verkum að tölu­liðir í birtum for­seta­úr­skurði um hlut­verka­skipan innan rík­is­stjórn­ar­innar riðl­uð­ust er úrskurð­ur­inn var birtur í gær­kvöldi.

Þetta segir Róbert Mars­hall upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar í sam­tali við Kjarn­ann, en hann hafði sam­band til þess að benda á að það væri alrangt sem fram kom í frétt Kjarn­ans í morgun að Guð­laugur Þór væri að fara að taka við lista- og menn­ing­ar­málum í rík­is­stjórn­inni.

Hér má sjá tvö skjáskot úr forsetaúrskurðum um verkaskiptingu ráðuneyta af vef Stjórnartíðinda, einum röngum og einum réttum. Guðlaugur Þór á að taka við 6. töluliðnum.

Hann segir enn fremur að villan sem slædd­ist inn á vef Stjórn­ar­tíð­inda hafi ekki haft nein lög­form­leg áhrif, skjalið sjálft sem var und­ir­ritað á Bessa­stöðum á rík­is­ráðs­fundi í gær hafi verið rétt.

Lilja fer með menn­ingu og listir

Mál­efni lista og menn­ingar munu heyra undir Lilju D. Alfreðs­dóttur sem titluð er ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn.

Auglýsing

Guð­laugur Þór mun hins vegar taka við mála­flokki menn­ing­arminja yfir í umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið, en þau verk­efni heyrðu áður undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið.

Þetta eru meðal ann­ars verk­efni sem varða varð­veislu menn­ing­ar­arfs, skil menn­ing­ar­verð­mæta til ann­arra landa, vernd­ar­svæði í byggð og Minja­stofnun Íslands.

Eins og greint var frá í gær eru tengslum verða gerðar umfangs­miklar breyt­ingar á skipu­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins sam­fara myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Ráð­herrum fjölgar um einn og verða þeir nú tólf og ráðu­neyt­unum sjálfum verður fjölgað úr tíu í tólf og verk­efni færð milli ráðu­neyta.

Ný ráðu­neyti munu taka til starfa um eða eftir ára­mót, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent