Afléttingar leiði til frjálsræðis

Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef fjöldi daglegra smita verður áfram svipaður ætti hjarðónæmi að nást innan tveggja mánaða.

Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Auglýsing

1.597 smit greindust í gær, 1.539 inn­an­lands og 58 á landa­mær­un­um. 11.744 eru í ein­angrun með COVID-19. 37 eru á sjúkra­húsi. 25 eru með virkt smit en hinir með eft­ir­köst. Þrír eru á gjör­gæslu, allir í önd­un­ar­vél. Einn er á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri vegna COVID-19 og er staðan við­ráð­an­leg að sögn land­lækn­is.

Tölur um sótt­kví hafa ekki verið upp­færðar en sam­kvæmt reglum sem tóku gildi á mið­nætti þurfa ein­ungis þeir sem verða útsettir fyrir kór­ónu­veirusmiti innan heim­ilis þurfa að fara í sótt­kví, en aðrir í smit­gát. Í gær voru um 13 þús­und í sótt­kví og sú tala hefur því fækkað svo um munar eftir að nýju regl­urnar tóku gildi.

Auglýsing

Mik­il­vægt að aflétta í skrefum til að koma í veg fyrir bakslag

Sam­hliða breyttum reglum um sótt­kví munu stjórn­völd kynna aflétt­ingar á ýmsum tak­mörk­unum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í lok vik­unn­ar. Sótt­varna­læknir mun leggja fram til­lögur til stjórn­valda varð­andi aflétt­ingu tak­mark­ana í skrefum en það er svo í höndum stjórn­valda að taka loka­á­kvörð­un.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, benti á í upp­hafi upp­lýs­inga­fundar dags­ins, sem var sá 196. í röð­inni, að á morgun verða tvö ár frá því að óvissu­stigi var í fyrsta skipti lýst yfir vegna far­ald­urs­ins.

Sótt­varna­læknir segir stefnu­breyt­ingu í aðgerðum til að takast á við far­ald­ur­inn stafa af ýmsu, meðal ann­ars breyttu eðli far­ald­urs­ins sökum útbreiðslu ómíkron-af­brigð­is­ins. Rúm­lega 90% smita sem grein­ast þessa dag­ana eru af ómíkron-af­brigð­inu en 10% af delta-af­brigð­inu. Að sögn Þór­ólfs er örv­un­ar­bólu­setn­ing að reyn­ast vel, færri þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna COVID og færri veikj­ast alvar­lega.

„Þannig er nokkuð ljóst að alvar­leg veik­indi af völdum COVID-19 eru nú til muna fátíð­ari en við höfum áður séð, en þó þufa um 0,2 pró­sent ein­stak­linga sem grein­ast að leggj­ast inn. Ný áskorun er hins vegar útbreidd smit hjá öðrum inniliggj­andi sjúk­lingum og önnur veik­indi og fjar­vistir starfs­fólks vegna COVID-19,“ sagði Þórólf­ur.

Aflétt­inga­á­ætlun stjórn­valda verður kynnt í lok vik­unnar og seg­ist Þórólfur vona að hún muni leiða til meira frjáls­ræð­is. Hann telur hins vegar mik­il­vægt að ekki verði farið of hratt í aflétt­ingar og þær verði gerðar í nokkrum skref­um. „Ann­ars er hætt við að bakslag komi í far­ald­ur­inn,“ sagði Þórólf­ur. Helstu áhyggj­urn­ar, að hans mati, fel­ast í auknum fjölda smita í sam­fé­lag­inu og fjölgun alvar­legra veik­inda með til­heyr­andi áhrifum á heil­brigð­is­kerf­ið, en einnig auknum veik­indum hjá heil­brigð­is­starfs­fólki og öðru starfs­fólki í umönn­un­ar­störf­um.

„Ekki langt í land þar til far­aldr­inum fari að slota“

Þórólfur reyndi einnig að svara spurn­ingu sem brennur á mörg­um, það er hvenær megi búast við að far­aldr­inum muni ljúka? „Þessu er auð­vitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í sam­fé­lag­inu sem við erum að sjá þá stytt­ist í að við förum að sjá fyrir end­ann á hon­um.“

Þórólfur vís­aði meðal ann­ars í skimun Íslenskrar erfða­grein­ingar eftir mótefnum gegn kór­ónu­veirunn­ar, en sam­kvæmt nið­ur­stöðu hennar gæti veiran verið búin að smita um 130 þús­und Íslend­inga. „Ef þessar for­sendur eru not­aðar og reiknað er með að um 80 pró­sent lands­manna þurfi að smit­ast til að ná hjarð­ó­næmi má búast við að það geti tekið enn um einn og hálfan til tvo mán­uði að ná því marki ef fjöldi dag­legra smita verður svip­aður og verið hef­ur,“ sagði Þórólf­ur, en bætti við:

„Vissu­lega þarf að taka þessum útreikn­ingum með fyr­ir­vara en þessi hug­ar­leik­fimi sýnir þó að lík­lega er ekki langt í land þar til far­aldr­inum fari að slota. Við þurfum hins vegar að vera undir það búin að eitt­hvað óvænt komi upp, eins og ný afbrigði veirunn­ar, sem geta breytt okkar spá og okkar áætl­un­um. Ég held hins vegar að við ættum að vera von­góð um að betri tíð sé innan seil­ing­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent