Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni

Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.

Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Auglýsing

Ástæð­urnar fyrir því að orku­sölu­fyr­ir­tækið N1 Raf­magn ákvað að miða boð­aðar end­ur­greiðslur til hóps neyt­enda við 1. nóv­em­ber 2021, þrátt fyrir að ljóst sé að fyr­ir­tækið hafi allt frá sumr­inu 2020 verið með tvö­falda verð­lagn­ingu á raf­magni, eru enn nokkuð óskýrar þrátt fyrir að svör um málið hafi borist frá fyr­ir­tæk­inu.

Kjarn­inn beindi spurn­ingum til N1 í síð­ustu viku og spurði af hverju dótt­ur­fé­lagið N1 Raf­magn hefði ein­ungis ákveðið að end­ur­greiða neyt­endum mis­mun á þrauta­vara­verði og almennu verði á raf­orku frá 1. nóv­em­ber, þrátt fyrir að fyrir liggi að N1 Raf­magn, sem áður hét Íslensk orku­miðl­un, hafi allt frá sumr­inu 2020 rukkað við­skipta­vini sem eru í svoköll­uðum þrauta­vara­við­skiptum um hærra verð en almennt er aug­lýst hjá félag­inu.

„Í ljósi umræðu um auk­inn verð­mun eftir verð­hækk­anir á skamm­tíma­mark­aði vildi N1 Raf­magn koma til mót við þann hóp sem fær raf­magn eftir þrauta­vara­leið og miðum þess vegna við 1. nóv­em­ber en þá var N1 Raf­magn síð­ast val­inn orku­sali til þrauta­vara af Orku­stofn­un,“ segir í skrif­legu svari Hin­riks Arnar Bjarna­son­ar, fram­kvæmda­stjóra N1, til Kjarn­ans.

For­stjóri Festi segir félagið ekki telja þetta ofrukk­anir

Í skrif­legu svari Hin­riks Arn­ar, sem virð­ist að mestu leyti orð­rétt það sama og Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son for­stjóri Festi, móð­ur­fé­lags N1, veitti Stund­inni, er bent á að N1 Raf­magn hafi þurft að afla raf­orku handa þeim hópi sem beint var til fyr­ir­tæk­is­ins eftir þrauta­vara­leið á skamm­tíma­mark­aði „þar sem verð eru mun hærri og sveiflu­kennd­ari en þegar raf­orku­salar gera lang­tíma­samn­inga við raf­orku­birgja lengra fram í tím­ann.“

Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festi. Mynd: Aðsend

„Verð á þessum mark­aði eru í hámarki þessa dag­ana enda orku­skortur og aukin eft­ir­spurn á lands­vísu. Þrauta­vara­við­skipta­vinir hafa greitt með­al­tals­verð af því raf­magni sem N1 Raf­magn verslar á skamm­tíma­mark­aði á hverju tíma­bili fyrir sig,“ segir í svari Hin­riks, en vert að taka fram að N1 Raf­magn hafði hvergi látið þess getið að fyr­ir­tækið væri að rukka þrauta­vara­við­skipta­vini sína á öðrum taxta en aug­lýstur var í verð­skrá félags­ins.

Neyt­endur þurftu að fatta það sjálfir og hafa sam­band við N1 Raf­magn til þess að fá lægra orku­verð. Á síð­ustu vikum hefur verðið verið sagt allt að 75 pró­sentum yfir opin­ber­lega aug­lýstu verði N1 Raf­magns.

Í frétt Stund­ar­innar er haft eftir Egg­erti Þór að sam­kvæmt skiln­ingi Festi hafi ekki verið „um ofrukk­anir að ræða“.

Afsök­un­ar­beiðni og breytt verk­lag

Óljóst er því af hverju N1 Raf­magn fann sig knúið til þess að senda frá sér yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku um að til stæði að end­ur­greiða neyt­endum, sem félagið lítur ekki svo á að hafi verið ofrukk­að­ir.

Auglýsing

„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ sagði í þeirri yfir­lýs­ingu, en þar var einnig greint frá því að frá 1. jan­úar myndi félagið rukka alla við­skipta­vini eftir sama taxta fyrir raf­orku.

Eftir að þessi afsök­un­ar­beiðni var sett fram hafa hins vegar verið gerðar athuga­semdir við að N1 Raf­magn hygg­ist ein­ungis end­ur­greiða við­skipta­vinum mis­mun und­an­far­innar tveggja mán­aða, þegar ljóst er að fyr­ir­tækið hefur verið með tvö­falda verð­lagn­ingu á raf­magni um lengri tíma.

Fyr­ir­komu­lagið þurfi að end­ur­skoða – gert ráð fyrir 50 pró­sent álagi í fyrri reglum

Í svari Hin­riks segir að N1 Raf­magn hafi beðið um fund með Orku­stofn­un, þar sem fyr­ir­tækið muni meðal ann­ars „kalla eftir skýrum og rök­studdum upp­lýs­ingum frá Orku­stofnun um hvernig stofn­unin ætlar sér að koma til móts við N1 Raf­magn vegna stöðu fyr­ir­tæk­is­ins sem orku­sali til þrauta­vara“ og segir Hin­rik að um sé að ræða nýtt fyr­ir­komu­lag sem aug­ljós­lega þurfi að lag­færa.

Hin­rik Örn segir að minna megi á að í fyrra fyr­ir­komu­lagi um orku­sölu til þrauta­vara hafi verið skrifað inn í reglu­gerð að gert væri ráð fyrir því að neyt­endur sem ekki völdu sér raf­orku­sala sjálfir greiddu 50 pró­sentum meira fyrir ork­una en þeir sem voru með samn­ing við við­kom­andi orku­sala.

„Í dæmi Orku nátt­úr­unnar væri það 8,82kr + 50% = 13,32kr/kWst. Auk þess sáu veit­urnar um að sölu­fyr­ir­tækin í þeirra eigu fengu við­skipt­in,“ segir í svari Hin­riks Arn­ar.

Þrauta-vara-hvað?

Orku­­sala til þrauta­vara er kannski ekki eitt­hvað sem hinn almenni neyt­andi veltir fyrir sér í amstri hvers­­dags­ins, en það raf­­orku­­fyr­ir­tæki sem er með lægst með­­al­verð á til­­­teknu tíma­bili er útnefnt sem raf­­orku­­sali til þrauta­vara af Orku­­stofn­un.

Fyr­ir­tæki eru valin til að gegna þessu hlut­verki til sex mán­aða í senn og hefur N1 Raf­­­magn, sem áður hét Íslensk orku­mið­l­un, verið valið þrisvar sinnum í hlut­verkið frá því að valið fór fyrst fram með þessum hætti árið 2020.

Á þessa svoköll­uðu þrauta­vara­­leið fær­­ast síðan þeir raf­­orku­not­endur sem ekki hafa af ein­hverjum ástæðum valið sér til­­­tek­inn raf­­orku­­sala til að vera í við­­skiptum við. Þetta getur gerst þegar fólk flytur í nýtt hús­næði eða tekur við sem nýir við­­skipta­vinir á neyslu­veitu, til dæmis við frá­­­fall maka sem áður var skráður fyrir raf­­­magns­­reikn­ingn­­um. Eða ein­fald­­lega, þegar fólk hefur ekki hug­­mynd um að það eigi og þurfi að velja sér sér­­stak­­lega fyr­ir­tæki til að vera í við­­skiptum við um raf­­orku.

Núgild­andi reglu­­gerð um þetta fyr­ir­komu­lag var sett árið 2019, af Þór­­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dóttur fyrr­ver­andi ráð­herra orku­­mála. Ekki er skýrt af lestri þeirrar reglu­­gerðar hvort orku­­sali til þrauta­vara skuli að veita þeim sem koma í við­­skipti sjálf­krafa sama verð og öðrum not­end­­um. Þó er orku­sal­inn settur í það hlut­verk á grund­velli þess að vera með lægsta orku­verðið á land­inu.

Ekki fyr­ir­séð staða

Hanna Björg Kon­ráðs­dóttir lög­fræð­ingur hjá Orku­stofnun sagði í sam­tali við Kjarn­ann um þetta mál að það hefði ekki verið fyr­ir­séð að N1 Raf­magn myndi sem orku­sali til þrauta­vara rukka við­skipta­vini um hærra verð en félagið byði almennt upp á.

Hún lét þess sömu­leiðis getið að hún þekkti engin dæmi þess frá Evr­­ópu að orku­­sölu­­fyr­ir­tæki væru með tvö verð á raf­­orku eins og N1 hefði verið með, þ.e. einn opin­beran taxta fyrir neyt­endur sem velja sér að koma í við­­skipti og annan taxta, sem hvergi væri opin­ber­­lega upp­­­gef­inn, fyrir hina svoköll­uðu þrauta­vara­við­­skipta­vini.

Orku­­stofnun sendi í síð­ustu viku út upp­­­færðar leið­bein­ingar til sölu­­fyr­ir­tækja um að ekki væri hægt að selja orku til þrauta­varakúnna nema á birtu verði. Rann­­sókn Orku­­stofn­unar á mál­inu er enn í gangi og stofn­unin mun skera úr um hvort N1 Raf­­­magni hafi verið heim­ilt að rukka þrauta­vara­við­­skipta­vini um hærra verð en opin­ber­­lega var gefið upp af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent