Neyðarástand á bráðamóttöku og gjörgæslurýmum fækkað á síðustu árum

Verði ekki brugðist við verður sjúklingum „áfram stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans því þar ríkir neyðarástand,“ segir stjórn Sjúkraliðafélags Íslands. Gjörgæslurýmum hefur fækkað á síðustu árum þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna.

Í gær lágu 13 sjúklingar með COVID-19 á Landspítalanum og tveir á gjörgæsludeild.
Í gær lágu 13 sjúklingar með COVID-19 á Landspítalanum og tveir á gjörgæsludeild.
Auglýsing

Stjórn Sjúkra­liða­fé­lags Íslands skorar á for­menn stjórn­ar­flokk­anna að taka á mál­efnum bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem nú standa yfir. Í gær birtu tugir sjúkra­liða sem starfa á bráða­mót­tök­unni opið ákall til stjórn­valda. Þar var lýst starfs­um­hverfi sem eng­inn starfs­maður á að þurfa að starfa í, segir í ályktun stjórnar Sjúkra­liða­fé­lags­ins. „Þegar öryggi sjúk­linga og vel­ferð þeirra er stefnt í hættu skulu stjórn­völd hlusta. Sjúkra­lið­ar, lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ingar og annað starfs­fólk er sam­mála um að ástandið er óboð­leg­t.“

Auglýsing

Stjórn félags­ins segir að allir lands­menn njóti góðs af öfl­ugri bráða­mót­töku en að sama skapi bitni það á þeim öllum þegar neyð­ar­á­stand ríki á deild­inni.

Almenn­ingur á Íslandi vill að tekið verði á mál­efnum bráða­mót­tök­unnar „og allir stjórn­mála­flokkar lands­ins hafa talað fyrir slíkum aðgerð­u­m,“ segir í ályktun Sjúkra­liða­fé­lags­ins. „Fyrst og fremst vantar meira fjár­magn til að tryggja nauð­syn­lega mönnun og rétt flæði innan spít­al­ans til fram­tíð­ar.“

Rík ástæða til að bregð­ast við

Þar segir enn fremur að þegar sjúk­lingar fái ekki þá fag­legu þjón­ustu sem þeim beri sam­kvæmt lögum sé „rík ástæða til að bregð­ast við, ann­ars verður sjúk­lingum áfram stefnt í hættu á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans því þar ríkir neyð­ar­á­stand“. Stjórnin segir að nú er nóg komið og brýnna aðgerða þörf.

Staðan á bráða­mót­tök­unni er ekki sú eina sem um hefur verið fjallað í fjöl­miðlum upp á síðkast­ið. Ástandið á gjör­gæsl­unni, nú þegar COVID-­sjúk­lingum er enn einu sinni að fjölga á spít­al­anum vegna upp­sveiflu í far­aldr­in­um, hefur einnig verið í kast­ljós­inu.

Ólíku saman að jafna

Far­sótt­ar­nefnd Land­spít­al­ans sá sig knúna til að birta sam­an­burð á aðstöð­unni á Land­spít­al­anum nú og árið 2009 í kjöl­far orða Svan­hildar Hólm, fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs, í við­tali við RÚV um helg­ina. Í við­tal­inu bar hún saman ástandið á Land­spít­al­anum núna og fyrir tólf árum er svínaflensan reið yfir.

„Hvers vegna þessir far­aldrar eru bornir saman er óljóst enda ólíku saman að jafn­a,“ segir í til­kynn­ingu far­sótt­ar­nefndar sem birt var á vef Land­spít­al­ans í gær. Þar er svo farið í gegnum marga þætti til sam­an­burð­ar. Eitt mest slá­andi atriðið sem far­sótt­ar­nefndin nefnir er að árið 2009 voru ríf­lega 900 rúm á Land­spít­ala (285/100.000 íbúa) og 18 gjör­gæslu­rými. Þau eru nú rúm 640 (175/100.000 íbúa) og gjör­gæslu­rýmin 14.

Auglýsing

Nefndin bendir einnig á að COVID-19 hefur staðið í 20 mán­uði en far­aldur svínaflensunnar var við­fangs­efni á Land­spít­ala í 75 daga.

Svínaflensa er inflú­ensa sem er vel þekktur sjúk­dómur en COVID-19 er nýr og áður óþekktur sjúk­dóm­ur. Bólu­setn­ing við svínaflensu hófst strax með góðum árangri en bólu­setn­ingar við COVID-19 hófust tæpu ári eftir að far­ald­ur­inn hófst og árang­ur­inn er ekki jafn góður af þeim bólu­setn­ing­um.

Við svínaflensu var svo unnt að nota veiru­lyfið Tamiflu sem dró úr veik­indum og kom jafn­vel í veg fyrir þau. Slík lyf eru ekki fáan­leg við COVID-19, bendir far­sótt­ar­nefndin á.

Í svínaflensu­far­aldr­inum lögð­ust um 130 sjúk­lingar inn á spít­al­ann og þurfti 21 gjör­gæslu­með­ferð. Það sem af er COVID-19 far­aldri hafa 492 sjúk­lingar lagst inn á Land­spít­ala og 87 þeirra þurft gjör­gæslu­með­ferð, sumir oftar en einu sinni.

Nefndin segir enn fremur að áhrif svínaflensunnar á sam­fé­lagið hafi verið mun minni en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakn­ingu, ein­angrun og sótt­kví. „Þessi stað­reynd hefur umtals­verð áhrif á starf­semi Land­spít­ala nú.“

Þá segir nefndin að það sé ekki rétt munað hjá Svan­hildi að ekki hafi þurft að fara í sér­stakar ráð­staf­anir á Land­spít­ala vegna svínaflensunn­ar. „Starf­semi spít­al­ans tók þeim breyt­ingum þá sem nauð­syn­legt var í far­sótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fáeinar vik­ur, sem kann að skýra að ein­hverjir muni ekki þá alvar­legu stöðu sem uppi var á þeim tíma.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent