Bjarni segist hafa trú á að ný ríkisstjórn verði mynduð í næstu viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé á lokametrunum. Hann vonast til að vinnan við það fari að klárast. Gengið út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist hafa trú á að það verði unnt að mynda nýja rík­is­stjórn flokks hans með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokki í næstu viku. Nýta þurfi kom­andi helgi og dag­anna þar á eftir vel og þá trúi hann því að vinnan fari að klár­ast. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag

Þar segir enn fremur að þótt tím­inn sé naumur muni ný rík­is­stjórn setja mark sitt á fjár­laga­frum­varp næsta árs, að sögn Bjarna. 

Í dag eru 39 dagar frá síð­­­ustu kosn­­ing­­um. Einu stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræð­­urnar sem átt hafa sér stað eftir þær eru á milli þeirra þriggja flokka sem störf­uðu saman í rík­­is­­stjórn á síð­­asta kjör­­tíma­bili. Við­ræður þeirra hafa nú staðið yfir í lengri tíma en það tók að mynda rík­­is­­stjórn eftir kosn­­ing­­arnar 2017, þrátt fyrir að reynt hafi verið við tvö mis­­mun­andi form þá. 

Yfir­stand­andi við­ræður eru orðnar þær næst lengstu sem staðið hafa yfir í 30 ár. Eina skiptið sem það hefur tekið lengri tíma að mynda rík­is­stjórn á því tíma­bili er eftir kosn­ing­arnar 2016, þegar reynt var við fjöl­mörg stjórn­ar­mynstur áður en rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar var mynduð 74 dögum eftir kosn­ing­ar.

Fengu skýran meiri­hluta

Sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar fengu góðan meiri­hluta í síð­ustu kosn­ingum og bættu sam­eig­in­lega við sig þing­mönn­um, en þeir voru alls 37 eftir kosn­ingar og urðu 38 eftir að Bigir Þór­ar­ins­son gekk óvænt í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Vinstri græn töp­uðu þó umtals­verðu fylgi milli kosn­inga og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­aði einnig lít­il­lega, en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætti vel við sig. Sú staða hefur kallað á breytt valda­hlut­föll milli flokk­anna og heim­ildir Kjarn­ans herma að búast megi við upp­stokkun í því hvaða ráðu­neyti hver flokkur fær og jafn­vel fjölgun ráðu­neyti, eða að minnsta kosti breyttum hlut­verkum sumra þeirra. 

Auglýsing
Fyrir liggur þó að Katrín Jak­obs­dóttir verður áfram for­sæt­is­ráð­herra í næstu rík­is­stjórn. 

Ólíkt því sem var eftir kosn­ing­arnar 2017 áttu flokk­arnir líka aðra nokkuð skýra mögu­leika í stjórn­ar­myndun sem gætu, að minnsta kosti á blaði, átt meiri hug­mynda­fræði­lega sam­leið. Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur gætu myndað rík­is­stjórn frá miðju til Vinstri með aðkomu Sam­fylk­ingar og Pírata. Sömu­leiðis væri hægt að mynda rík­is­stjórn frá miðju til hægri með Fram­sókn­ar­flokki, Sjálf­stæð­is­flokki og Við­reisn, eða jafn­vel Mið­flokki. Þessir kostir hafa þó ekki verið kann­aðir sem neinu nemur af sitj­andi stjórn­ar­liðum sem hafa ein­beitt sér að því að end­ur­nýja hið óvenju­lega sam­starf frá vinstri, yfir miðju og til hægri sem stofnað var til fyrir fjórum árum.

Lofts­lags­mál og aðgerðir vegna þeirra ásteyt­ing­ar­steinn

Í frétta­skýr­ingu sem Kjarn­inn birti á mánu­dag kom fram að stór og krefj­andi verk­efni væru framundan og það lit­aði við­ræð­urn­ar. End­­­ur­reisn efna­hags­lífs­ins eftir kór­ón­u­veiru­far­aldur og næsta stóra lota kjara­­­samn­inga­við­ræðna, sem hefst á fullu á næsta ári, skipta þar miklu.

Svo eru það skatta- og lofts­lags­­­mál og sam­­­spili þeirra við efna­hags­­­stefnu næstu rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar.

Þar eiga stjórn­­­ar­­flokk­­arnir erf­ið­­ara að ná saman en ann­ars­stað­ar. Hug­­myndir Vinstri grænna um aðgerðir til að bregð­­ast við loft­lags­vánni eru allt aðrar en hug­­myndir hinna flokk­anna tveggja, sem snú­­ast um að upp­i­­­stöðu um að virkja meira til að auka það magn af end­­ur­nýj­an­­legri orku sem Ísland getur nýtt, eða selt. Í stefn­u­­skrá Vinstri grænna er hins vegar sagt að neyð­­ar­á­­stand ríki vegna loft­lags­­mála, að flokk­­ur­inn vilji við­halda ramma­á­ætlun sem stjórn­­tæki til að ákveða hvað verði virkjað og ef það þurfi nýjar virkj­­anir þurfi að ríkja sátt um það hvernig orkunnar er afl­að. „Mestu skiptir að það verði gert af var­­færni gagn­vart við­­kvæmri nátt­úru lands­ins og í takti við vax­andi not­k­un, til að mæta fólks­­fjölgun og þörfum grænna og með­­al­stórra fyr­ir­tækja en ekki í ein­staka stórum stökk­­um.“

Uggur vegna loft­lags­­mála­­skýrslu

Það hversu við­­kvæm þessi mál eru sést vel á því að þegar íslensk stjórn­­­völd skil­uðu skýrslu sinni um lang­­­tíma­á­ætlun í loft­lags­­­málum til Lofts­lags­­­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) í aðdrag­anda COP26, lofts­lags­fundar Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem hefst í Glas­gow í Skotlandi í dag. Skýrslan var birt fyrir helgi og olli miklum titr­ingi á bak­við tjöld­in, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Í frétt stjórn­­­ar­ráðs­ins vegna birt­ingu skýrsl­unnar segir að hún byggi á fyr­ir­liggj­andi stefn­u­­mörkun og áætl­­unum og varpi „ljósi á þær ákvarð­­anir sem þarf að taka á næstu árum til að mark­mið Íslands um kolefn­is­hlut­­leysi náist. Í skýrsl­unni er greint frá þegar sam­­þykktum mark­miðum stjórn­­­valda og síðan fjallað um mög­u­­legar leiðir að kolefn­is­hlut­­leys­is.

Í skýrsl­unni, sem birt var af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­neyt­inu sem lýtur stjórn Guð­­mundar Inga Guð­brands­­son­­ar, vara­­for­­manns Vinstri grænna, var gerð grein fyrir fimm mis­­­mun­andi sviðs­­­myndum um þróun sam­­­fé­lags­ins og rýnt í áhrif þeirra á losun gróð­­­ur­húsa­­­loft­teg­unda og bind­ingu kolefnis fram til árs­ins 2040. Í einni sviðs­­mynd­inni er gert ráð fyrir að álf­ram­­leiðsla á Íslandi drag­ist saman um helm­ing og í annarri að hún hverfi alveg. Þetta hefur farið öfugt ofan í hags­muna­­sam­tök atvinn­u­lífs­ins, sér­­stak­­lega þau sem gæta hags­muna áliðn­­að­­ar­ins, og ýmsa innan stjórn­­­ar­­flokk­anna sem líta á orku­­skipti sem tæki­­færi til auk­ins hag­­vaxt­­ar, en ekki sem tæki­­færi til að draga úr starf­­semi meng­andi iðn­­aðar á Ísland­i. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þessar sviðs­­myndir hafi ekki verið ræddar sem neinu nemur milli stjórn­ar­­flokk­anna áður en þær voru settar fram.

Skatta­­mál, aukin kostn­aður og heil­brigð­is­­mál

Skatta­­mál verða líka erfið við­ur­­­eignar hjá næstu rík­­is­­stjórn. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn lof­aði til að mynda því að taka upp þrepa­­skipt trygg­inga­gjald og fleiri þrep í tekju­skatti fyr­ir­tækja þar sem hreinn hagn­aður fyr­ir­tækja umfram 200 millj­­­ónir króna verður skatt­lagður á móti lækkun til lít­illa og með­­­al­stórra fyr­ir­tækja.

Auglýsing
Vinstri græn lof­uðu því að taka upp þrepa­­­skiptan fjár­­­­­magnstekju­skatt, nota skatt­­­kerfið frekar til að jafna kjör og nýta það til að styðja við mark­mið í loft­lags­­­mál­­­um. 

Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn er enda með ólíkar áherslur en ofan­­­greindar í flestum þessum mála­­­flokk­­­um.

Heil­brigð­is­­málin eru líka flókið við­fangs­efni. Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn hefur mik­inn áhuga á að taka yfir heil­brigð­is­ráðu­­­neytið og hefur talað fyrir auknum einka­­rekstri innan þess kerf­­is.

Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn tók að hluta til undir þær áherslur í aðdrag­anda kosn­­inga og sagð­ist vilja skoða „hvort frek­­­ari til­­­efni sé til auk­ins einka­­­rekst­­­urs innan heil­brigð­is­­­geirans.“

Vinstri græn vilja hins vegar auka fjár­­­­­fest­ingu í innviðum heil­brigð­is­­­kerf­is­ins og auka geta opin­bera hluta þess, í stað þess að auka hluta einka­­­geirans. Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra þurfti að sæta mik­illi gagn­rýni frá Sjálf­­stæð­is­­flokknum á síð­­asta kjör­­tíma­bili vegna stefnu sinnar í mála­­flokknum og þykir ólík­­­leg til að sam­­þykkja kúvend­ingu innan hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent