Einkafyrirtækin fá 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf

Á fyrstu 20 dögum nóvembermánaðar voru tekin ríflega 80 þúsund hraðpróf á landinu. Þrjú einkafyrirtæki fá greitt frá Sjúkratryggingum fyrir að taka slík próf og höfðu þau fengið 240 milljónir króna í lok nóvember.

Sýnataka
Auglýsing

Þrjú einka­fyr­ir­tæki upp­fylla skil­yrði reglu­gerðar heil­brigð­is­ráð­herra til greiðslna frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands fyrir töku hrað­prófa. Ekki er unnt að upp­lýsa um nákvæman kostnað vegna þess­ara prófa þar sem SÍ hafa ekki borist allir reikn­ingar en í lok nóv­em­ber höfðu fyr­ir­tækin fengið greiddar tæp­lega 240 millj­ónir króna, segir í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um kostnað vegna hrað­prófa. Að auki sér Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um töku hrað­prófa og einnig eru þau tekin á stofn­unum úti á lands­byggð­inni.

Ný reglu­gerð um fjölda­tak­mark­anir tók gildi 12. nóv­em­ber og sam­kvæmt henni má halda við­burði fyrir allt að 500 manns gegn því að nið­ur­stöðu úr hrað­prófum sé fram­vís­að.

Fram kemur í reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra um töku hrað­prófa að Sjúkra­trygg­ingar Íslands end­ur­greiða einka­að­ilum sem upp­fylla skil­yrði og hafa heim­ild til að ann­ast hrað­próf (antigeng-­próf) kostnað vegna þeirra sam­kvæmt gjald­skrá stofn­un­ar­inn­ar. Gjaldið nemur 4.000 krónum á hvert sýni og á að standa undir kostn­aði við prófin og fram­kvæmd þeirra. Þeir aðilar sem um ræðir eru Örygg­is­mið­stöð­in, Sam­eind og Arctic Ther­a­peut­ics. Mikil aðsókn hefur verið í prófin und­an­farið enda marg­vís­legir við­burðir í boði.

Auglýsing

Yfir 80 þús­und próf á þremur vikum

Heil­brigð­is­ráðu­neytið óskaði fyrir nokkru eftir upp­lýs­ingum um fjölda tek­inna hrað­prófa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í heil­brigð­is­um­dæmum Heil­brigð­is­stofn­unar Suð­ur­lands og Heil­brigð­is­stofn­unar Suð­ur­nesja en þorri allra hrað­prófa er tek­inn á þessu svæði. Upp­lýs­ing­arnar tóku til tíma­bils­ins 1. til 20. nóv­em­ber. og voru þetta sam­tals 81.815 hrað­próf.

Aðgengi að hrað­prófum var aukið í byrjun des­em­ber með lengdum opn­un­ar­tíma fyrir sýna­tökur hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins við Suð­ur­lands­braut, með það að mark­miði að koma betur til móts við menn­ing­ar­tengda við­burði á aðvent­unni.

Það er fag­legt mat sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­yf­ir­valda að notkun hrað­prófa til að sporna við útbreiðslu veirunnar sé mik­il­væg og hafi reynst árang­urs­rík, segir í svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins við spurn­ingu Kjarn­ans um árangur af notkun hrað­prófa sem tekin eru á vegum heilsu­gæsl­unnar og ann­arra aðila sem upp­fylla skil­yrði ráðu­neyt­is­ins við töku þeirra sam­kvæmt reglu­gerð.

Ráðu­neytið var einnig spurt hvort til greina kæmi að hvetja fólk til að taka COVID-­próf heima hjá sér sem lið í bar­átt­unni við útbreiðslu far­ald­urs­ins og benti ráðu­neytið þá á að þau próf sem fólk getur tekið sjálft, oft í dag­legu tali kölluð sjálfs­próf, veiti ekki und­an­þágu frá fjölda­tak­mörk­un­um, enda séu þau ekki talin mjög áreið­an­leg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent