Þórlindur ráðinn til að aðstoða Þórdísi Kolbrúnu

Báðir aðstoðarmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur frá síðasta kjörtímabili ákváðu að leita á önnur mið. Nú hefur hún ráðið einn nýjan í þeirra stað.

Þórlindur Kjartansson
Auglýsing

Þór­lindur Kjart­ans­son hefur verið ráð­inn aðstoð­ar­maður Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra.

Báðir aðstoð­ar­menn Þór­dísar Kol­brúnar frá síð­asta kjör­tíma­bili hafa látið af störf­um. Ólafur Teitur Guðna­son ákvað að leita á önnur mið og Hildur Sverr­is­dóttir var kjörin á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Með ráðn­ingu Þór­linds hefur Þór­dís Kol­brún því fyllt upp í helm­ing þess aðstoð­ar­manna­kvóta sem hún má ráða sér sam­kvæmt lög­um. 

Þór­lindur er með BA-gráðu í hag­fræði frá Háskóla Íslands og ML-gráðu í lög­fræði með sér­staka áherslu á alþjóða­lög frá Háskól­anum í Reykja­vík. Hann var for­maður Vöku-­fé­lags lýð­ræð­is­sinn­aðra stúd­enta, stjórn­ar­for­maður Félags­stofn­unar stúd­enta og for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna

Auglýsing
Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að hann hafi starfað sjálf­stætt und­an­farin ár og veitt fjölda fyr­ir­tækja og stofn­ana marg­vís­lega þjón­ustu, einkum á sviði stefnu­mót­unar og alþjóð­legra samn­inga­mála. „Hann var fram­kvæmda­stjóri rekstrar hjá Meniga á árunum 2012-2015 og stjórn­ar­for­maður Innovit-ný­sköp­un­ar­set­urs á árunum 2009-2012. Þar áður starf­aði hann meðal ann­ars við mark­aðs­mál hjá Lands­bank­an­um, sem blaða­maður hjá Frétta­blað­inu, ráð­gjafi fjár­mála­ráð­herra, texta­smiður hjá Íslensku aug­lýs­inga­stof­unni og við eigin atvinnu­rekstur á sviði upp­lýs­inga­tækni og miðl­un­ar.“

Þór­lindur hefur auk þess fjöl­miðla­reynslu, en hann var um ára­bil fastur pistla­höf­undur á Frétta­blað­inu. Auk þess hefur hann skrifað hund­ruð pistla um marg­vís­leg mál­efni á vefritið Deigl­una og þrjár bækur um íþrótt­ir, í félagi við Egg­ert Þór Aðal­steins­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent