Smitsprengja á Akranesi – skólar lokaðir á morgun

Fimmtíu manns greindust með COVID-19 á Akranesi í gær og 144 greindust samtals á landinu öllu. Fimm eru á gjörgæsludeildum á Akureyri og á Landspítalanum með sjúkdóminn.

Vel yfir hundrað smit greindust í gær samkvæmt upplýsingum Kjarnans.
Vel yfir hundrað smit greindust í gær samkvæmt upplýsingum Kjarnans.
Auglýsing

Vel á annað hund­rað smit greindust inn­an­lands í gær, eða alls 144 sam­kvæmt tölum á vefnum Covid.­is. Tala má um spreng­ingu í smitum á Akra­nesi, þar greindust 50 smit­aðir í gær og hefur bæj­ar­ráð Akra­ness ákveðið að fella niður alla starf­semi í skól­um, tón­list­ar­skóla og frí­stunda­starfi bæj­ar­ins á morg­un, segir í frétt Skaga­frétta um málið.

Fimm eru á gjör­gæslu með sjúk­dóminn, fjórir á Land­spít­ala og einn á Akur­eyri. Þrír þess­ara sjúk­linga eru í önd­un­ar­vél og einn í hjarta- og lungna­vél. Meiri­hluti þeirra sem liggur á gjör­gæslu Land­spít­al­ans nú er bólu­sett­ur. Yngsti sjúk­ling­ur­inn er á fer­tugs­aldri og sá elsti um sex­tugt.

Tólf COVID-­sjúk­lingar liggja á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­al­ans og er um helm­ingur þeirra óbólu­sett­ur.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst greindust um 130 full­orðnir með veiruna í sýna­tökum gær­dags­ins, aðal­lega ungt fólk og að auki um tutt­ugu börn. Eitt barn liggur á Land­spít­al­anum með COVID-19.

Síð­ustu daga hefur smit­fjöldi auk­ist hratt hér á landi. Í fyrra­dag greind­ist 91 inn­an­lands. Frá 1. októ­ber og þar til í fyrra­dag höfðu 1.932 greinst með veiruna. .

Fréttin hefur verið upp­færð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent