Stærsta bylgjan hingað til

Sóttvarnalæknir segir COVID-bylgjuna sem nú stendur yfir þá stærstu hingað til. Hann hvetur almenning til að sýna samstöðu um hertar aðgerðir. „Við verðum að standa saman og taka enn eina brekkuna í þessari baráttu,“ segir Víðir Reynisson.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller komu saman á upplýsingafundi almannavarna í dag eftir tæplegar þriggja mánaða hlé.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller komu saman á upplýsingafundi almannavarna í dag eftir tæplegar þriggja mánaða hlé.
Auglýsing

Þrí­eyk­ið, Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn, Alma Möller land­læknir og Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, komu saman á ný á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna síð­degis eftir tölu­vert hlé en síð­asti upp­lýs­inga­fundur almanna­varna vegna COVID-19 fór fram 12. ágúst eða fyrir tæpum þremur mán­uð­um.

„Við­vör­un­ar­merkin eru skýr, smitum fjölgar mikið og það hefur áhrif á dag­legt líf fjöl­margra. Heil­brigð­is­kerfið er undir álagi og bognar smám sam­an,” sagði Víð­ir. 167 smit inn­an­lands­smit greindust í gær og hafa aldrei verið fleiri.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra til­kynnti um hertar sam­komu­tak­mark­anir að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Tak­­mark­­anir munu taka gildi næsta mið­viku­dag þegar fjölda­tak­­mark­­anir fara úr 2.000 manns í 500.

Grímu­­skylda verður tekin upp og sú aðgerð tekur gildi á morg­un. Opn­un­­ar­­tími veit­inga­­staða verður skertur enn á ný um tvær klukku­­stund­­ir. Opið verður til kl. 23 á kvöldin og síð­­­ustu gestir skulu vera farnir fyrir mið­­nætti. Þá verður eins metra nálægð­­ar­reglan aftur kynnt til sög­unn­­ar.

Fólki í sótt­kví vísað frá far­sótt­ar­hót­elum

Smitrakn­ing er þung þessa dag­ana að sögn Víðis sem hefur áhrif á gæði þeirrar þjón­ustu. Far­sótt­ar­hót­elin eru full og hefur fólk sem hugð­ist fara í sótt­kví á far­sótt­ar­hót­eli hafi þurf að leita ann­að.

„Við höfum staðið í þess­ari bar­áttu í 22 mán­uði og enn og aftur horfum við öll fram á verk­efni sem við eigum enga aðra kosta völ á en að takast á við. Við þekkjum þetta og við kunnum þetta og við getum vel gert þetta. Þegar við sýnum sam­stöðu þá gengur okkur vel,“ sagði Víðir og bætti við að það sé ekki í boði að hengja haus og vera fúll, staðan sé ein­fald­lega sú að það stefnir í að sjúkra­húsinn­lagnir verði fleiri en kerfið ráði við.

„Við verðum að standa saman og taka enn eina brekk­una í þess­ari bar­átt­u.“

Auglýsing

Til þeirra sem eru á móti hert­ari aðgerðum sagði Víðir að við berum líka ábyrgð á öðrum í sam­fé­lag­inu. „Nú hafa verið litlar tak­mark­anir í sam­fé­lag­inu um hríð og við sjáum samt hvernig staðan er.“

Að mati Þór­ólfs er það sem muna ráða úrslitum í bylgj­unni hvernig ein­stak­lingar standi sig í ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um. Þá hvatti hann fólk sem hefur fengið boð í bólu­setn­ingu en ekki mætt að láta bólu­setja sig en um 11 pró­sent þeirra sem boðuð hafa verið hafa ekki verið bólu­sett.

Þá sagði hann stöð­una á Land­spít­ala og sjúkra­hús­inu á Akur­eyri vera þunga og ljóst að ef fram heldur sem horfir mun neyð­ar­á­stand skap­ast á spít­öl­un­um.

Þórólfur sagð­ist vona að aðgerð­irnar sem boð­aðar voru í dag skili árangri. „Við vitum hvað virkar og þurfum ekki að finna upp hjól­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent