Einkennalausir þurfa ekki að fara í einangrun

Miklar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hafa verið gerðar í Suður-Afríku enda talið að um 60-80 prósent íbúanna hafi fengið COVID-19. Enn er of snemmt að svara því hvort ómíkrón muni marka endalok faraldurs kórónuveirunnar.

16,6 miljónir Suður-Afríkubúa eru fullbólusettir eða um 28 prósent landsmanna.
16,6 miljónir Suður-Afríkubúa eru fullbólusettir eða um 28 prósent landsmanna.
Auglýsing

Frá og með deg­inum í dag verður allt skóla­hald í Suð­ur­-Afr­íku án tak­mark­ana í fyrsta sinn frá því að far­ald­ur­inn braust út fyrir tveimur árum. Rík­is­stjórnin hefur einnig ákveðið að fólk sem grein­ist með veiruna en er ein­kenna­laust þurfi ekki að sæta ein­angr­un. Þá hefur ein­angrun þeirra sem finna ein­hver ein­kenni verið stytt úr tíu dögum í sjö.

Síð­ustu miss­eri hefur skóla­hald verið skert með ýmsum hætti í land­inu og nem­endur á öllum skóla­stigum ekki fengið fullan skóla­dag- eða viku eða þurft að vera í fjar­námi. Því tíma­bili er nú lok­ið.

„Grunn­skól­ar, fram­halds­skólar og sér­skólar verða aftur í dag­legu stað­námi,“ segir í yfir­lýs­ingu frá rík­is­stjórn­inni. „Reglan um eins metra fjar­lægð milli nem­enda verður einnig afnum­in.“

Auglýsing

Rík­is­stjórn Suð­ur­-Afr­íku hélt auka­fund í gær þar sem ákvarð­anir um miklar aflétt­ingar í sam­fé­lag­inu voru tekn­ar. Fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far sam­ráðs við sér­staka nefnd sem hefur haft við­brögð við far­aldr­inum á sinni könnu. Nokkrar rann­sóknir sem gerðar hafa verið und­an­farið á útbreiðslu far­ald­urs­ins í land­inu benda allar til að um 60-80 pró­sent Suð­ur­-Afr­íku­manna hafi fengið COVID-19 og ónæmi því orðið mjög útbreitt.

Við­bún­aður í land­inu vegna far­ald­urs­ins er því komið á lægsta stig.

Meira en 3,6 millj­ónir Suð­ur­-Afr­íku­manna hafa greinst með veiruna og yfir 9.000 hafa lát­ist. Ómíkron afbrigð­ið, sem er ráð­andi í heim­inum í dag, upp­götv­að­ist fyrst í Suð­ur­-Afr­íku og nágranna­rík­inu Botsvana í lok nóv­em­ber.

Heila­brot vegna und­ir­af­brigðis

Und­ir­af­brigði ómíkron sem nú hefur greinst í mörgum löndum og hefur fengið ein­kenn­is­staf­ina BA.2, er enn að valda vís­inda­mönnum heila­brot­um. Í sumum ríkjum virð­ist það orðið ráð­andi afbrigði en í öðrum alls ekki – og skýr­ingin á því er enn á huldu. Ísra­elskir vís­inda­menn tóku t.d. eftir því að stór hluti Nepala sem komið hefur til Ísr­ael síð­ustu daga hefur greinst með einmitt þetta und­ir­af­brigði. Heil­brigð­is­ráðu­neytið í land­inu segir í yfir­lýs­ingu að vitað sé að BA.2 sé enn meira smit­andi en ómíkron en að sama skapi valdi það ekki alvar­legri ein­kenn­um.

Und­ir­af­brigðið hef­ur, að sögn ísra­el­skra vís­inda­manna, haft þau áhrif að ekki hefur hægt jafn mikið á ómíkron-­bylgj­unni í Evr­ópu og virt­ist vera að eiga sér stað. Í Dan­mörku við­ist afbrigðið vera að valda nýrri smit­bylgju en eins og fyrr segir þá fylgir henni ekki aukn­ing í alvar­legum veik­ind­um.

Anthony Fauci, ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í faraldrinum. Mynd: EPA

Ant­hony Fauci, sér­fræð­ingur í smit­sjúk­dómum og helsti ráð­gjafi banda­rískra stjórn­valda í far­aldr­in­um, sagði í við­tali í síð­ustu viku að enn væri ekki hægt að full­yrða að ómíkron-­bylgjan yrðu enda­lok far­ald­urs­ins. „Svarið er ekki enn komið á hreint og ég held að við verðum að vera hrein­skilin hvað það varð­ar.“

Hann sagði að þegar veiru­af­brigði á borð við ómíkron kæmi til sög­unn­ar, afbrigði sem væri mjög smit­andi en ekki eins hættu­legt og þau fyrri, þá væri vissu­lega hægt að vona að far­ald­ur­inn væri að líða undir lok. „En það verður aðeins til­fellið ef við fáum ekki annað afbrigði sem kemst fram­hjá þeim vörnum lík­am­ans sem fyrri afbrigði hafa vak­ið.“

Hann segir það „heppni“ að ómíkron hefði komið fram á sjón­ar­sviðið miðað við alvar­legri eig­in­leika fyrri afbrigða. Hins vegar sé ekki á þessu stigi hægt að full­yrða að ómíkron verði til þess að útbreitt hjarð­ó­næmi við nýju kór­ónu­veirunni náist – allt standi það og falli með því hvort að annað afbrigði komi fram og hverjir eig­in­leikar þess verða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar