Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum

Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.

Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Auglýsing

Alls voru rúm 70 pró­sent af reglu­legum gjör­gæslu­rýmum hér­lendis und­ir­lögð af COVID-19 sjúk­lingum á hápunkti far­ald­urs­ins, en sam­bæri­legt hlut­fall var helm­ingi minna í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi. Fjöldi gjör­gæslu­rýma á hvern íbúa á Íslandi er einnig minni en á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um, en Land­spít­al­inn segir að skortur á sér­mennt­uðu starfs­fólki standi helst í vegi fyrir að þeim sé fjölg­að.

Fæst á Norð­ur­löndum

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri á skrif­stofu for­stjóra Land­spít­al­ans, að fjöldi gjör­gæslu­rýma sé sveigj­an­legur eftir atvik­um. Venju­lega séu rýmin 14 tals­ins, en hægt væri að fjölga þeim tíma­bundið þegar mikið álag er á spít­al­an­um. Á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri eru svo alla­jafna þrjú rými, hægt væri að fjölga upp í fimm þegar mikið liggur á.

Auglýsing

Sam­tals eru því reglu­leg gjör­gæslu­rými hér­lendis 17 tals­ins, eða um 4,5 á hverja 100 þús­und íbúa. Þetta er lægra hlut­fall en á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an. Í Finn­landi og Nor­egi eru í kringum fimm gjör­gæslu­rými á hverja 100 þús­und íbúa, en í Dan­mörku og Sví­þjóð eru þau sjö tals­ins, sem er helm­ingi meira en fjöld­inn hér­lend­is.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Danska fjármálaráðuneytið, Aftenposten, Dagens Medicin og Our World in Data.

Svipað álag og í Sví­þjóð

Vegna lít­ils fjölda gjör­gæslu­rýma hefur mikið álag verið á heil­brigð­is­kerfið hér­lendis í heims­far­aldr­in­um, þrátt fyrir að fjöldi smita hafi verið til­tölu­lega lít­ill. Alls voru 12 gjör­gæslu­rými und­ir­lögð af COVID-19 sjúk­lingum í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins, en það sam­svarar 71 pró­sent af reglu­legum gjör­gæslu­rým­um.

Þetta er mun hærra álag en mæld­ist á hápunkti far­ald­urs­ins í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi, en þar var hlut­fall COVID-19 sjúk­linga af reglu­legum gjör­gæslu­rýmum aldrei hærra en 35 pró­sent. Álagið var þó sam­bæri­legt í Sví­þjóð, þar sem fjöldi gjör­gæslu­rýma vegna COVID-19 var á tíma­punkti 77 pró­sent af heild­ar­fjölda reglu­legra gjör­gæslu­rýma í land­inu.

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eins og úran­íum

Sam­kvæmt Önnu Sig­rúnu þarf fjögur og hálft starfsí­gildi til að manna eitt gjör­gæslu­rými. Enn fremur þurfa hjúkr­un­ar­fræð­ingar að hafa sér­menntun til að geta unnið á deild­inni, en slík menntun tekur að minnsta kosti tvö ár.

Hún segir að hægt sé að fjölga gjör­gæslu­rýmum tíma­bundið með því að fá mann­skap frá skurð­stofum Land­spít­ala og svæf­ing­ar­deild­um, en slík til­færsla leiði hins vegar til að skurð­að­gerðum sé frestað. Land­spít­al­inn hafi svo fengið aðstoð frá hjúkr­un­ar­fæð­ingum frá Klíník­inni í Ármúla sem hjálp­aði til, en einnig náði spít­al­inn að fá til sín fyrrum starfs­menn með við­eig­andi hæfni, tíma­bund­ið.

Þó bætir hún við að Land­spít­al­inn stefni að því að fjölga reglu­legum gjör­gæslu­rýmum sínum úr 14 í 15 á næst­unni, auk þess sem fjórum hágæslu­rým­um, þar sem sjúk­lingar þurfa ekki jafn­mikla ummönn­un, verður bætt við á næsta ári.

Anna Sig­rún segir að flösku­háls­inn í þessu öllu saman sé lít­ill fjöldi sér­mennt­aðra hjúkr­un­ar­fræð­inga. „Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru eins og úran­íum, bara mjög tak­mörkuð auð­lind,“ bætir hún við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent