Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum

Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.

Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Auglýsing

Alls voru rúm 70 pró­sent af reglu­legum gjör­gæslu­rýmum hér­lendis und­ir­lögð af COVID-19 sjúk­lingum á hápunkti far­ald­urs­ins, en sam­bæri­legt hlut­fall var helm­ingi minna í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi. Fjöldi gjör­gæslu­rýma á hvern íbúa á Íslandi er einnig minni en á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um, en Land­spít­al­inn segir að skortur á sér­mennt­uðu starfs­fólki standi helst í vegi fyrir að þeim sé fjölg­að.

Fæst á Norð­ur­löndum

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri á skrif­stofu for­stjóra Land­spít­al­ans, að fjöldi gjör­gæslu­rýma sé sveigj­an­legur eftir atvik­um. Venju­lega séu rýmin 14 tals­ins, en hægt væri að fjölga þeim tíma­bundið þegar mikið álag er á spít­al­an­um. Á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri eru svo alla­jafna þrjú rými, hægt væri að fjölga upp í fimm þegar mikið liggur á.

Auglýsing

Sam­tals eru því reglu­leg gjör­gæslu­rými hér­lendis 17 tals­ins, eða um 4,5 á hverja 100 þús­und íbúa. Þetta er lægra hlut­fall en á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an. Í Finn­landi og Nor­egi eru í kringum fimm gjör­gæslu­rými á hverja 100 þús­und íbúa, en í Dan­mörku og Sví­þjóð eru þau sjö tals­ins, sem er helm­ingi meira en fjöld­inn hér­lend­is.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Danska fjármálaráðuneytið, Aftenposten, Dagens Medicin og Our World in Data.

Svipað álag og í Sví­þjóð

Vegna lít­ils fjölda gjör­gæslu­rýma hefur mikið álag verið á heil­brigð­is­kerfið hér­lendis í heims­far­aldr­in­um, þrátt fyrir að fjöldi smita hafi verið til­tölu­lega lít­ill. Alls voru 12 gjör­gæslu­rými und­ir­lögð af COVID-19 sjúk­lingum í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins, en það sam­svarar 71 pró­sent af reglu­legum gjör­gæslu­rým­um.

Þetta er mun hærra álag en mæld­ist á hápunkti far­ald­urs­ins í Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi, en þar var hlut­fall COVID-19 sjúk­linga af reglu­legum gjör­gæslu­rýmum aldrei hærra en 35 pró­sent. Álagið var þó sam­bæri­legt í Sví­þjóð, þar sem fjöldi gjör­gæslu­rýma vegna COVID-19 var á tíma­punkti 77 pró­sent af heild­ar­fjölda reglu­legra gjör­gæslu­rýma í land­inu.

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eins og úran­íum

Sam­kvæmt Önnu Sig­rúnu þarf fjögur og hálft starfsí­gildi til að manna eitt gjör­gæslu­rými. Enn fremur þurfa hjúkr­un­ar­fræð­ingar að hafa sér­menntun til að geta unnið á deild­inni, en slík menntun tekur að minnsta kosti tvö ár.

Hún segir að hægt sé að fjölga gjör­gæslu­rýmum tíma­bundið með því að fá mann­skap frá skurð­stofum Land­spít­ala og svæf­ing­ar­deild­um, en slík til­færsla leiði hins vegar til að skurð­að­gerðum sé frestað. Land­spít­al­inn hafi svo fengið aðstoð frá hjúkr­un­ar­fæð­ingum frá Klíník­inni í Ármúla sem hjálp­aði til, en einnig náði spít­al­inn að fá til sín fyrrum starfs­menn með við­eig­andi hæfni, tíma­bund­ið.

Þó bætir hún við að Land­spít­al­inn stefni að því að fjölga reglu­legum gjör­gæslu­rýmum sínum úr 14 í 15 á næst­unni, auk þess sem fjórum hágæslu­rým­um, þar sem sjúk­lingar þurfa ekki jafn­mikla ummönn­un, verður bætt við á næsta ári.

Anna Sig­rún segir að flösku­háls­inn í þessu öllu saman sé lít­ill fjöldi sér­mennt­aðra hjúkr­un­ar­fræð­inga. „Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru eins og úran­íum, bara mjög tak­mörkuð auð­lind,“ bætir hún við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent