„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
Auglýsing

Neyð­ar­stigi vegna COVID-19 var lýst yfir 11. jan­úar og er þetta í fjórða sinn sem hæsta háska­stigi almanna­varna er lýst yfir frá því að far­ald­ur­inn braust út í lok febr­úar 2020. Sál­fræð­ingur sem Kjarn­inn ræddi við segir að vani og þreyta á sam­fé­lags­að­stæðum vegna far­ald­urs­ins kunni að skýra breytt mat almenn­ings á hættu­stigi almanna­varna.Víðir Reyn­is­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn almanna­varna­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra, tekur ekki í sama streng.

„­Þrátt fyrir að þetta sé í fjórða skiptið sem neyð­ar­stigi er lýst yfir vegna COVID-19 þá tel ég ekki að almenn­ingur taki því af meiri léttúð en áður,“ segir Víð­ir, en bendir á að í þetta sinn er neyð­ar­stigi lýst yfir fyrst og fremst til að virkja fyr­ir­tæki, stofn­anir og við­bragðs­að­ila sem hlut­verki hafa að gegna í við­bragðs­á­ætlun almanna­varna og sótt­varna­lækn­is. Áhrif neyð­ar­stigs­ins nú hefur því tak­mark­aðri áhrif á dag­legt líf almenn­ings, rétt eins og Dr. Tómas Krist­jáns­son sál­fræð­ingur sagði í við­tali við Kjarn­ann fyrr í vik­unni.

Neyð­ar­stigi vegna COVID-19 var fyrst lýst yfir 6. mars 2020 og varði í um 12 vik­ur. Í októ­ber sama ár var neyð­ar­á­standi aftur lýst yfir og varði til 12. febr­úar eða í rúma fjóra mán­uði. Neyð­ar­á­standi var í þriðja sinn lýst yfir 24.mars 2021 og var í gildi til 12. maí. Neyð­ar­á­standi var svo lýst yfir 11. jan­úar síð­ast­lið­inn vegna fjölda smita en í til­kynn­ingu almanna­varna segir að bjart­ari tímar séu fram und­an.

Auglýsing
Víðir bendir á að á þeim tveimur árum sem far­ald­ur­inn hefur staðið yfir hafa aðstæður verið mis­mun­andi þegar neyð­ar­stigin hafa verið sett á og mis mikil óvissa, hún hafi til að mynda verið meiri í byrjun far­ald­urs­ins. Þá segir hann sam­spil margra þátta hafa áhrif á ákvörðun um neyð­ar­stig hverju sinni, svo sem fjöldi smita þegar ný bylgja hóf­st, ný afbrigði, inn­lagnir á sjúkra­húsum og fjöldi starfs­manna heil­brigð­is­stofn­anna i ein­angrun eða sótt­kví.

Munur á almanna­varna­stigi vegna veð­urs ann­ars vegar og heims­far­ald­urs hins vegar

Almanna­varn­ar­stig vegna veð­urs, nátt­úru­vár eða ann­arra atburða eru ólík almanna­varn­ar­stigi vegna COVID-19 að sögn Víðis að því leytu að þau hafa bein áhrif á líf fólks og lýs­ingu stig­anna er því frekar beint til almenn­ings.

„Það er vissu­lega öðru­vísi í heims­far­aldri eins og COVID-19, en þrátt fyrir það höfum ekki áhyggjur að almenn­ingur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almanna­varna­stig er sett á. Almenn­ingur getur treyst því að Almanna­varnir lýsa ekki yfir almanna­varn­ar­stigi af létt­uð, þvert á móti, þau eru alltaf sett á að vel athug­uðu máli,“ segir Víð­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent