Búið að taka út 32 milljarða króna af séreignarsparnaði í kórónuveirufaraldrinum

Upphaflegar áætlanir stjórnvalda reiknuðu með að úttektir á séreignarsparnaði í kórónuveirufaraldrinum myndu skila ríkissjóði um 3,5 milljarða króna í tekjur. Raunveruleikinn er sá að tekjur hans vegna þessa verða um 11,5 milljarðar króna.

Fyrsti efnahagspakki stjórnvalda var kynntur til leiks í mars 2020.
Fyrsti efnahagspakki stjórnvalda var kynntur til leiks í mars 2020.
Auglýsing

Lands­menn hafa alls tekið út um 32 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði sínum síðan slíkar úttektir voru kynntar til leiks sem hluti af fyrsta aðgerð­ar­pakka stjórn­valda til að takast á við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Úttekt­irnar áttu að hjálpa fólki til að takast á við skamm­tíma­fjár­hags­vanda. 

Aðgerð­in, sem er tíma­bundin og stendur til boða fram í mars á næsta ári, var þó líka tekju­öfl­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð á erf­iðum tím­um, enda þurftu allir sem nýttu sér úrræðið að greiða skatt af sparn­að­inum þegar hann var greiddur út. 

Þegar aðgerðin var kynnt til leiks kom fram að rík­is­stjórnin reikn­aði með að teknir yrðu út tíu millj­arðar króna af sér­eign­ar­sparn­að­in­um, en upp­haf­lega hug­myndin í kringum hann var sú að slíkur sparn­aður myndi auka ráð­stöf­un­arfé fólks þegar það fer á eft­ir­laun. Það hefði skilað rík­is­sjóði um 3,5 millj­örðum króna í nýjar tekj­ur. 

Nú liggur fyrir að eft­ir­spurnin eftir því að nýta úttekt á sér­eign­ar­sparn­aði var langt umfram vænt­ingar stjórn­valda, er þegar komin í 32 millj­arða króna og mun sam­kvæmt áætlun enda í að minnsta kosti 32,7 millj­örðum króna. Því munu úttektir vera vel rúm­lega þrisvar sinnum það sem upp­haf­lega var áætlað og því má gera ráð fyrir því að tekjur rík­is­sjóðs vegna skatt­greiðslna af nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar sem hluta af aðgerða­pakka til að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs verði um 11,5 millj­arðar króna. 

Fjórð­ungur launa­fólks átti í erf­ið­leikum með að ná endum saman

Ekki hefur verið birt neitt nið­ur­brot á þeim hópi sem hefur nýtt sér þetta úrræði en ætla má að þar sé, að minnsta kosti að hluta, um að ræða fólk sem hefur átt í greiðslu­erf­ið­leikum vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19. Þeir sem fóru úr vel laun­uðum störfum á atvinnu­leys­is­bætur eru lík­legri til að til­heyra þessum hópi en aðr­ir, þar sem tekju­hærri hafa almennt verið lík­legri til að spara sér­eign en tekju­lægri.

Auglýsing
Sú ályktun fær stoð í fjöl­mörgum sam­tölum sem Kjarn­inn hefur átt við fólk sem hefur misst vinnu eða tekjur síðan að far­ald­ur­inn hófst og í könnun sem Varða, rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, gerði og var lögð var fyrir félaga í aðild­­ar­­fé­lögum Alþýð­u­­sam­­bands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóv­­em­ber og des­em­ber 2020 þar sem staða launa­­fólks var könn­uð. Í nið­ur­stöðum hennar kom fram að um fjórð­ungur launa­­fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og fimmt­ungur þess gat ekki mætt óvæntum útgjöld­­um. Um helm­ingur atvinnu­lausra átti erfitt með að láta enda ná saman og um 40 pró­sent þeirra gat ekki mætt óvæntum útgjöld­um.

Þar er um að ræða þá hópa hér­lendis sem verða fyrir mestum nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum af yfir­stand­andi heims­far­aldri.

Ekki greiddur skattur af ann­ars konar nýt­ingu

Á meðan að þeir sem hafa orðið fyrir fjár­hags­legum búsifjum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins þurfa að greiða skatt af nýt­ingu heim­ildar til að taka út sér­eign­ar­sparnað á þurfa þeir sem nýta sama sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán ekki að greiða neinn skatt. Tíma­bundin heim­ild til að gera slíkt hefur verið í gildi í lögum frá sumr­inu 2014 og síðan verið fram­lengd þrí­veg­is. Hún er nú í gildi til loka júní­mán­aðar 2023. 

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan mars síð­ast­lið­inn að frá 2014 og fram til loka jan­úar 2021 hefðu alls 62.952 ein­stak­ling­ar, um 17 pró­sent allra lands­manna og um 30 pró­sent allra sem eru á vinnu­mark­aði, nýtt sér hið skatt­frjálsa úrræði. Þar er um að ræða bæði þá sem hafa nýtt sér almenna úrræðið og úrræðið „Fyrsta fast­eign“, sem kynnt var til sög­unnar sum­arið 2016. 

Sam­kvæmt tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið tók saman fyrir Kjarn­ann nam umfang nýt­ingar Íslend­inga á úrræð­unum tveimur á tíma­bil­inu alls 92 millj­örðum króna. Í þeim tölum kom einnig fram að áætluð lækkun tekju­skatts og útsvars frá því að úrræðin buð­ust fyrst og fram til síð­ustu ára­móta sé 21,1 millj­arður króna. 

Því hefur þessi hópur fengið 21,1 millj­arða króna í með­gjöf úr rík­is­sjóði sem öðrum hefur ekki boð­ist á umræddu tíma­bili. Um er að ræða tekju­tap sem ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa ekki að takast á við nú, þar sem skattur af sér­eign­ar­sparn­aði er vana­lega borg­aður þegar fólk fer á eft­ir­laun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent