Búið að taka út 32 milljarða króna af séreignarsparnaði í kórónuveirufaraldrinum

Upphaflegar áætlanir stjórnvalda reiknuðu með að úttektir á séreignarsparnaði í kórónuveirufaraldrinum myndu skila ríkissjóði um 3,5 milljarða króna í tekjur. Raunveruleikinn er sá að tekjur hans vegna þessa verða um 11,5 milljarðar króna.

Fyrsti efnahagspakki stjórnvalda var kynntur til leiks í mars 2020.
Fyrsti efnahagspakki stjórnvalda var kynntur til leiks í mars 2020.
Auglýsing

Landsmenn hafa alls tekið út um 32 milljarða króna af séreignarsparnaði sínum síðan slíkar úttektir voru kynntar til leiks sem hluti af fyrsta aðgerðarpakka stjórnvalda til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Úttektirnar áttu að hjálpa fólki til að takast á við skammtímafjárhagsvanda. 

Aðgerðin, sem er tímabundin og stendur til boða fram í mars á næsta ári, var þó líka tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð á erfiðum tímum, enda þurftu allir sem nýttu sér úrræðið að greiða skatt af sparnaðinum þegar hann var greiddur út. 

Þegar aðgerðin var kynnt til leiks kom fram að ríkisstjórnin reiknaði með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna af séreignarsparnaðinum, en upphaflega hugmyndin í kringum hann var sú að slíkur sparnaður myndi auka ráðstöfunarfé fólks þegar það fer á eftirlaun. Það hefði skilað ríkissjóði um 3,5 milljörðum króna í nýjar tekjur. 

Nú liggur fyrir að eftirspurnin eftir því að nýta úttekt á séreignarsparnaði var langt umfram væntingar stjórnvalda, er þegar komin í 32 milljarða króna og mun samkvæmt áætlun enda í að minnsta kosti 32,7 milljörðum króna. Því munu úttektir vera vel rúmlega þrisvar sinnum það sem upphaflega var áætlað og því má gera ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs vegna skattgreiðslna af nýtingu séreignarsparnaðar sem hluta af aðgerðapakka til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldurs verði um 11,5 milljarðar króna. 

Fjórðungur launafólks átti í erfiðleikum með að ná endum saman

Ekki hefur verið birt neitt niðurbrot á þeim hópi sem hefur nýtt sér þetta úrræði en ætla má að þar sé, að minnsta kosti að hluta, um að ræða fólk sem hefur átt í greiðsluerfiðleikum vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19. Þeir sem fóru úr vel launuðum störfum á atvinnuleysisbætur eru líklegri til að tilheyra þessum hópi en aðrir, þar sem tekjuhærri hafa almennt verið líklegri til að spara séreign en tekjulægri.

Auglýsing
Sú ályktun fær stoð í fjölmörgum samtölum sem Kjarninn hefur átt við fólk sem hefur misst vinnu eða tekjur síðan að faraldurinn hófst og í könnun sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, gerði og var lögð var fyrir félaga í aðild­ar­fé­lögum Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóv­em­ber og des­em­ber 2020 þar sem staða launa­fólks var könn­uð. Í niðurstöðum hennar kom fram að um fjórð­ungur launa­fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og fimmt­ungur þess gat ekki mætt óvæntum útgjöld­um. Um helmingur atvinnulausra átti erfitt með að láta enda ná saman og um 40 prósent þeirra gat ekki mætt óvæntum útgjöldum.

Þar er um að ræða þá hópa hérlendis sem verða fyrir mestum neikvæðum efnahagslegum áhrifum af yfirstandandi heimsfaraldri.

Ekki greiddur skattur af annars konar nýtingu

Á meðan að þeir sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum búsifjum vegna kórónuveirufaraldursins þurfa að greiða skatt af nýtingu heimildar til að taka út séreignarsparnað á þurfa þeir sem nýta sama sparnað til að greiða niður húsnæðislán ekki að greiða neinn skatt. Tímabundin heimild til að gera slíkt hefur verið í gildi í lögum frá sumrinu 2014 og síðan verið framlengd þrívegis. Hún er nú í gildi til loka júnímánaðar 2023. 

Kjarninn greindi frá því um miðjan mars síðastliðinn að frá 2014 og fram til loka janúar 2021 hefðu alls 62.952 einstaklingar, um 17 prósent allra landsmanna og um 30 prósent allra sem eru á vinnumarkaði, nýtt sér hið skattfrjálsa úrræði. Þar er um að ræða bæði þá sem hafa nýtt sér almenna úrræðið og úrræðið „Fyrsta fasteign“, sem kynnt var til sögunnar sumarið 2016. 

Samkvæmt tölum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið tók saman fyrir Kjarnann nam umfang nýtingar Íslendinga á úrræðunum tveimur á tímabilinu alls 92 milljörðum króna. Í þeim tölum kom einnig fram að áætluð lækkun tekjuskatts og útsvars frá því að úrræðin buðust fyrst og fram til síðustu áramóta sé 21,1 milljarður króna. 

Því hefur þessi hópur fengið 21,1 milljarða króna í meðgjöf úr ríkissjóði sem öðrum hefur ekki boðist á umræddu tímabili. Um er að ræða tekjutap sem ríki og sveitarfélög þurfa ekki að takast á við nú, þar sem skattur af séreignarsparnaði er vanalega borgaður þegar fólk fer á eftirlaun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent