Auglýsing

Í lok jan­úar voru 26.403 manns án atvinnu á Íslandi að öllu leyti eða hluta. Af þeim voru 21.809 að öllu leyti atvinnu­lausir og 11.780 þeirra höfðu verið á atvinnu í sex mán­uði eða leng­ur. þeim hefur fjölgað um 200 pró­sent á einu ári. Af þeim sem voru atvinn­u­­lausir höfðu 4.508 verið án atvinnu í meira en eitt ár, sem er aukn­ing um 155 pró­­sent frá því í jan­úar í fyrra. Þeim sem hafa verið atvinn­u­­lausir í sex til tólf mán­uði hefur fjölgað um 240 pró­­sent á einu ári. 

Atvinnu­leysi er mun hærra hér­lendis en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Það er í fyrsta skipti síðan að mæl­ingar hófust sem það ger­ist. Í Evr­ópu­sam­band­inu er atvinnu­leysi 7,5 pró­sent. Í Banda­ríkj­unum 6,3 pró­sent. Sam­an­lagt atvinnu­leysi hér er 12,8 pró­sent sam­kvæmt Vinnu­mála­stofnun og 8,2 pró­sent sam­kvæmt Hag­stofu Íslands.

Alls eru 19.947 ein­stak­lingar á örorku á Íslandi sam­kvæmt mæla­borði Trygg­inga­stofn­un­ar. Til við­bótar eru 3.150 ein­stak­lingar á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Í höf­uð­borg­inni Reykja­vík voru 1.057 að þiggja fjár­hags­að­stoð til fram­færslu á árinu 2019. Áætlað er að þeir hafi verið 1.376 í fyrra að jafn­aði á mán­uði og spár gera ráð fyrir að með­al­fjöldi not­enda fjár­hags­að­stoðar fari upp í 1.852 á mán­uði á yfir­stand­andi ári. Þeim sem þiggja þá aðstoð hefur mun sam­kvæmt því fjölga um 75 pró­sent á tveimur árum. Atvinnu­þátt­taka á Íslandi hefur aldrei mælst minni en í fyrra og fór undir 80 pró­sent í fyrsta sinn í sög­unn­i. 

Sam­an­lagt eru, miðað við með­al­tals­fjöld­ann sem fékk fjár­hags­að­stoð hjá Reykja­vík í fyrra, því 50.876 ein­stak­lingar atvinnu­laus­ir, á örorku, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri eða að þiggja fjár­hags­að­stoð hjá stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins hjá þjóð sem taldi alls 368.590 manns um síð­ustu ára­mót. 

Ungt og erlent fólk í fátækt

Atvinnu­leysið bitnar sér­stak­lega illa á ungu fólki og erlendum rík­is­borg­ur­um. Alls voru 2.449 manns á aldr­inum 18 til 24 ára atvinnu­lausir í jan­ú­ar, sem er 103 pró­sent fleiri en í sama mán­uði í fyrra. 

Alls voru 51.367 erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar skráðir á Íslandi í byrjun des­em­ber 2020. Í lok síð­­asta mán­aðar mæld­ist atvinn­u­­­leysi á meðal þeirra um 24 pró­­­sent, enda 8.794 erlendir atvinn­u­­leit­endur án atvinnu, á meðan að almennt atvinn­u­­­leysi í land­inu var 11,6 pró­­­sent. Að teknu til­­liti til þeirra sem voru á hluta­bótum var heild­­ar­at­vinn­u­­leysi erlendra rík­­is­­borg­­ara nálægt 26 pró­­sent. Rúm­­­lega 40 pró­­­sent allra sem voru atvinn­u­­­lausir að öllu leyti voru því erlendir rík­­­is­­­borg­­­ar­­­ar.

Auglýsing
Varða, rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, greindi frá því í byrjun febr­úar að könnun sem hún gerði í nóv­em­ber og des­em­ber 2020 sýndi að um fjórð­ungur launa­­­fólks á erfitt með að láta enda ná saman sem stendur og fimmt­ungur þess getur ekki mætt óvæntum útgjöld­­­um. Þeir sem eru atvinn­u­­­lausir eiga erf­ið­­­ast með að láta enda ná sama og fleiri í hópi þeirra hafa þegið mat­­­ar- eða fjár­­­hags­að­­­stoð og líða efn­is­­­legan skort en í öðrum hóp­­­um.  

Fjár­­­hags­­­staða inn­­­flytj­enda er verri en þeirra sem telj­­­ast til inn­­­­­fæddra Íslend­inga. Þeir eiga erf­ið­­­ara með að láta enda ná sam­an, líða frekar efn­is­­­legan skort en inn­­­­­fæddir og hafa þegið mat­­­ar- og/eða fjár­­­hags­að­­­stoð í meira mæli. Þeir eiga líka margir hverjir erf­ið­ara með að skilja kerf­in, sækja sér bjargir og eru ekki með sama félags­lega net í kringum sig og flestir inn­fædd­ir. 

And­­­legt heilsu­far inn­­­flytj­enda mæld­ist líka verra en inn­­­­­fæddra en lík­­­am­­­legt heilsu­far þeirra betra. Þá sýndi könn­unin að atvinn­u­­­lausir inn­­­flytj­endur sýni almennt meiri virkni og sveigj­an­­­leika en inn­­­­­fæddir og að það eigi sér­­­stak­­­lega við atvinn­u­­­lausar kon­­­ur.

Stór hluti þessa hóps sem er í mestu erf­ið­leik­unum er að neita sér um heil­brigð­is­þjón­ustu vegna þess að hann á ekki fyrir henn­i. 

Búum ekki til „réttu“ störfin

Þessi staða er afleið­ing af ákvörð­unum sem teknar voru und­an­farin rúman ára­tug í efna­hags­mál­um, þótt COVID-19 hafi auð­vitað ýkt hana gríð­ar­lega. Á upp­gangs­tímum síð­ustu ára var öll áhersla hér­lendis lögð á að búa til þjón­ustu­störf tengd ferða­þjón­ustu sem Íslend­ingar voru flestir ekki að mennta sig til að vinna, og mönn­uðum þau með inn­fluttu vinnu­afli í stað­inn. Skamm­tíma­hags­munir þeirra sem voru að hagn­ast voru teknir fram fyrir lang­tíma­hags­muni íslensks efna­hags­kerf­is. 

Nán­ast ekk­ert var gert sem neinu nemur til að stuðla að auk­inni fjöl­breytni í atvinnu­lífi þjóð­ar­inn­ar, eða aðlaga það að þörfum og vænt­ingum íbú­ana, á þessu tíma­bili. Við rekum nefni­lega mennta­stefnu sem skilar okkur þús­undum sér­fræð­inga á hverju ári með millj­óna-fjár­fest­ing­ar­kostn­aði fyrir skatt­greið­end­ur, en atvinnu­líf sem gerir ekki ráð fyrir þeim nema að hluta. 

Skoðum töl­ur. Frá árinu 2008, þegar banka­hrunið varð, hefur það ein­ungis gerst tvisvar að fleiri Íslend­ingar flytji heim en burt innan alm­an­aks­árs. Það gerð­ist 2017 þegar 352 fleiri flutti til lands­ins en frá því og það gerð­ist árið 2020, þegar heims­far­aldur kór­ónu­veiru lok­aði heim­in­um. 

Hvorki Hag­­­stofa Íslands né Þjóð­­­skrá Íslands hafa safnað saman upp­­­lýs­ingum um mennt­un­­­ar­­­stig þeirra Íslend­inga sem kjósa að flytja af landi brott. Því liggur ekki fyrir svart á hvítu hvort um sé að ræða lang­­­skóla­­­gengið fólk eða ekki.

En það er lík­legt. Á meðal þeirra sem hafa viðrað þá skoðun í gegnum tíð­ina er Ásgeir Jóns­son, núver­andi seðla­banka­stjóri. Hann sagði í við­tali við Morg­un­blaðið í nóv­em­ber 2015 að vís­bend­ingar væru um að margt háskóla­gengið fólk væri að flytja úr landi. Karl Sig­­­urðs­­­son, sér­­­fræð­ingur hjá Vinn­u­­­mála­­­stofn­un, sagði svip­aða sögu við Morg­un­­­blað­ið. Vís­bend­ingar væru um að margir finni ekki atvinnu sem henti námi þeirra og bak­grunni.

Þess vegna væru vís­bend­ingar uppi um svo­­kall­aðan speki­­leka. Þ.e. að vel menntað fólk frá Íslandi, sem íslenska ríkið hefði fjár­­­fest veru­­lega í með fjár­­fram­lögum til mennt­un­­ar, væri að fara frá land­inu þrátt fyrir að efna­hags­lífið væri á fleyg­i­­ferð upp á við flest þess­ara ára. Ísland væri ein­fald­­lega ekki að búa til réttu störfin sem unga fólkið okkar væri að mennta sig fyr­­ir.

Veðj­uðu hús­inu á eina atvinnu­grein

Strax árið 2019 var þessi stefna farin að bíta í okk­ur. Þá lentu mörg ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki í vand­ræðum í kjöl­far gjald­þrots WOW Air og Pri­mera Air, sem leiddu til fækk­unar í komu ferða­manna til lands­ins. Offjár­fest­ingar gætti í grein­inni og aug­ljóst var að þar þurfti að fara í gegnum leið­rétt­ing­ar­ferli. Sumir þurftu að fá að fara í þrot, aðrir þyrftu að sam­ein­ast og ýmsir að end­ur­skipu­leggj­ast. En flestir ætl­uðu samt að þrá­ast við og sjá hvort að árið 2020 myndi ekki bjarga þeim úr hol­unn­i. 

Svo skall COVID-19 á og ljóst að ekk­ert yrði af þeim áform­um. 

Rík­is­stjórnin tók hins vegar þá ákvörðun að veðja hús­inu á þessa einu atvinnu­grein, í stað þess að fjár­festa í fólki og fjöl­breytni. Allt var lagt undir til að halda ferða­þjón­ust­unni lif­andi í gegnum far­ald­ur­inn svo hægt yrði að byggja end­ur­reisn­ina á baki henn­ar. Tugum millj­arða króna var dælt til hennar í gegnum ýmis úrræði til að verja kenni­tölur og hlutafé svo hægt yrði að vekja fyr­ir­tækin af svefn­inum þegar á þurfti að halda. Rauði dreg­ill­inn var dreg­inn út fyrir sum fyr­ir­tæk­in, aðal­lega Icelandair Group, sem fékk allra fyr­ir­tækja mest í allskyns fyr­ir­greiðslu. 

Auglýsing
Forsendur fjár­laga árs­ins 2021 gengu enda út frá því að 900 þús­und ferða­menn myndu heim­sækja landið á því herr­ans ári. Þau áform eru nær örugg­lega ekki að fara að ganga eft­ir, jafn­vel þótt var­færin skref verði stigin til aflétt­ingar á sótt­varn­ar­að­gerðum á landa­mærum 1. maí, líkt og rík­is­stjórnin stefnir að. Í jan­úar voru brott­farir um Kefla­vík­ur­flug­völl til að mynda 4.362 tals­ins, og 28 pró­sent þeirra voru frá Pól­landi. Alls dróst fjöld­inn saman um 96,4 pró­sent milli ára. 

Allar líkur eru á því að veð­málið hafi ekki gengið upp. 

Fólk sat fyrir vikið eftir

Sára­lítil áhersla hefur verið lögð á að skapa virkni fyrir þá tug­þús­undir sem hafa nú lítið sem ekk­ert að gera, og enn minna á milli hand­anna. Meira að segja opin­ber fjár­fest­ing hefur látið á sér standa og er langt undir þeim áætl­unum sem kynntar hafa ver­ið. Það ger­ist þrátt fyrir að upp­söfnuð þörf fyrir fjár­fest­ingar í innviðum til að koma þeim í skikk­an­legt horf sé 420 millj­arðar króna. Þá á enn eftir að telja til sneypu­lega áherslu á nýsköpun og sprota­starf­semi árum sam­an, sem allir í þeim geira segja í tveggja manna tali að sé langt undir því sem þarf, en vilja helst ekki gagn­rýna opin­ber­lega vegna þess að það þykir af ein­hverjum sökum ekki við­eig­andi þegar ráð­herr­arnir sjálfir eru ítrekað að hrósa sjálfum sér fyrir að gera mik­ið. 

Öll áhersla stjórn­valda virð­ist ein­fald­lega vera á að dæla fjár­magni til afmark­aðs hluta atvinnu­lífs­ins og vona að hann taki við sér þegar um losn­ar. Á meðan er dauða­færi til að auka fjöl­breytni, fjölga stoð­un­um, eggj­un­um, tæki­fær­unum eða hvað sem við viljum kalla það, sleppt. 

Fullt af fólki hefur hagn­ast á COVID-19 ástand­inu

Fjár­magns­eig­endur hafa hins vegar hagn­ast veru­lega á kór­ónu­veiru­á­stand­inu. Þeir sem eiga nægt við­bót­arfé til að fjár­festa til að mynda í hluta­bréfum hafa séð skatt­frelsi fjár­magnstekna hækka og hluta­bréfa­verð hefur hækkað um 84 pró­sent frá 23. mars í fyrra, án þess að nokkuð í und­ir­liggj­andi rekstri skráðra fyr­ir­tækja útskýri þá hækk­un. Í árs­lok 2019 átti sú tíund lands­manna sem var ríku­st, alls tæp­lega 23 þús­und fjöl­skyld­ur, 86 pró­sent allra verð­bréfa sem voru í beinni eigu ein­stak­linga. Allt bendir til þess að hinir ríku hafi orðið rík­ari í heims­far­aldr­in­um.

Það sama á við um þann hluta þjóð­ar­innar sem hélt vinnu, og gat unnið heiman frá sér. Tekju­skattur hefur verið lækk­að­ur, hús­næð­is­verð hækk­aði um 7,7 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fyrra, kaup­máttur launa þeirra sem eru enn í vinnu jókst um tæp sex pró­sent í fyrra og launa­vísi­talan hækkað um rúm­lega tíu pró­sent. Stýri­vextir hafa hríð­lækkað niður í 0,75 pró­sent, og eru þeir lægstu í sög­unni. Það þýðir að þeir sem geta tekið sér lán fá þau nú mun ódýr­ara en nokkru sinni áður á Íslandi. Þar er að uppi­stöðu um fólk sem á eignir eða hélt vinnu að ræða, ekki atvinnu­lausa eða þá sem eru á örorku. Þessi nýju ódýru lán getur það notað til að kaupa sér betra hús­næði og greiða svo niður lánið með skatt­frjálsri nýt­inu á sér­eign­ar­sparn­aði, á meðan að þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman taka út tugi millj­arða króna af slíkum sparn­aði til að fleyta sér í gegnum erf­ið­leikana, og borga svo skatta af því. Milli- og yfir­stéttin fær svo allskyns skatta­af­slátt af þessu öllu sam­an. Skatt­frelsi fjár­magnstekna hefur verið auk­ið, tekju­skattur lækk­aður og þeir 5,8 millj­arðar króna sem hafa verið end­ur­greiddir af virð­is­auka­skatti síð­ast­liðið tæpt ár hafa að uppi­stöðu endað í vas­anum á þeim sem nýttu COVID til að kaupa sér nýtt eld­hús eða gera upp gamla bað­her­berg­ið. 

Rétta leið­in?

Efna­hagsend­ur­koman sem íslensk stjórn­völd hafa hlaðið undir verður mögu­lega K-laga. Það þýðir að þegar hlut­irnir taka að fullu við sér á ný munu þeir sem þegar hafa hagn­ast fjár­hags­lega á COVID-að­stæðum halda áfram að hagn­ast á því. Þeir sem ástandið bitn­aði verst á verða enn frek­ari eft­ir­bátar en áður og líkur á jað­ar­setn­ingu þeirra til fram­búð­ar, með til­heyr­andi erf­ið­leikum og sárs­auka fyrir allt sam­fé­lag­ið, aukast stór­kost­lega. 

Ljóst er að sitj­andi stjórn­völd telja sig hafa valið réttu leið­ina í þessum aðstæð­um.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skrif­aði til að mynda grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku og bar heitið „Rétta leið­in“. Þar sagði meðal ann­ars: „Leiðin fram á við felst í því að hlúa að einka­fram­tak­inu og gera heim­ilum og fyr­ir­tækjum kleift að sækja fram þegar léttir til. Við þurfum fleiri störf, meiri umsvif, aukna fram­leiðslu og fram­legð. Kakan þarf að stækka. Án þess getum við ekki varið þá góðu opin­beru þjón­ustu sem við höfum byggt upp. Rétta leiðin að þessu mark­miði er að treysta á fram­taks­semi fólks­ins sem byggir Ísland. Það gerum við með því að hið opin­bera skapi hvetj­andi umhverfi, styðji við og standi með þeim sem vilja láta til sín taka. Sýnum í verki trú okkar á að fram­tíðin sé í reynd í okkar hönd­um. Það eina sem þarf er að treysta á fólkið sem byggir landið okk­ar. Veita því mögu­leika á að grípa tæki­fær­in. Það hefur okkur reynst best í for­tíð og þangað skulum við stefna til fram­tíð­ar.“

Þessi tæki­færi virð­ast vera fyrir fólk eins og mig og Bjarna. Fólk sem hélt vinnu. Fólk sem að jafn­aði stendur mun betur fjár­hags­lega eftir COVID-19 en fyr­ir. Fólk sem getur nýtt tæki­færin sem skatt­kerf­is­breyt­ing­ar, end­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti, lægri fjár­magns­kostn­aður og hærri laun færa þeim. 

Það má hins vegar slá því föstu að meiri­hluti þeirra sem eru að uppi­stöðu ekki í virkni í íslensku sam­fé­lagi sem stend­ur, þeir sem eiga í erf­ið­leikum með að ná endum sam­an, þeir sem synja sér um heil­brigð­is­þjón­ustu vegna þess að þeir eiga ekki fyrir henni, glíma við verra and­legt heilsu­far og hafa verið atvinnu­lausir í lengri tíma, telji erfitt er að sjá hvaða tæki­færi það eru sem verið er að bjóða þeim að grípa. 

Við erum að auka ójöfn­uð. Það var póli­tísk ákvörðun að gera það. Og nú blasa afleið­ing­arnar við. 

Alls 50.876 afleið­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari