Það þarf að fremja jafnrétti strax

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að róttækar og afdráttarlausar aðgerðir þurfi til svo hægt sé að vinna á þeirri stöðu að aukin menntun kvenna gagnast þeim ekki til tekna.

Auglýsing

„Við erum stöðnuð í jafn­rétt­is­mál­um. Það er engin raun­veru­leg fram­þró­un,“  sagði for­maður BSRB, Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, fyrir nokkrum dög­um. Hún lét þessi stóru orð falla í fréttum um þann slá­andi tekjumun sem mælist á tekjum kvenna og karla í nýupp­færðri tekju­sögu stjórn­valda. Þar kemur fram svart á hvítu að aukin menntun kvenna gagn­ast þeim ekki til tekna. Því meira sem konur mennta sig, því meiri munur verður á launum þeirra og karla. Háskóla­mennt­aðar konur eru með langtum lægri tekjur en háskóla­mennt­aðir karl­ar. Þeirra menntun er ekki metin til fjár og laun mennt­aðra kvenna eru sam­bæri­leg við minna mennt­aða karla. 

Þungu orðin sem for­maður stétt­ar­fé­lags opin­bera starfs­manna lætur falla í ljósi þess­ara upp­lýs­inga eru því miður hár­rétt. Þegar kemur að því að meta störf kvenna að verð­leikum er munur á heild­ar­launum kynj­anna gríð­ar­leg­ur. Jafn­réttisparadísin Ísland er stöðnuð þegar kemur að launa­mun og okkur hefur ekki tek­ist að vinna bug á kyn­skipt­ingu vinnu­mark­að­ar­ins. Þessu þarf að breyta strax og þó fyrr hefði ver­ið. 

COVID og kvenna­störf­in 

Þessar fréttir koma ofan í það mikla álag sem starfs­fólk í fram­línu­störfum hefur verið undir í rúmt ár vegna heims­far­ald­urs­ins.  Far­ald­ur­inn sýndi okkur hvaða störf eru í raun verð­mæt­ust. Það eru störfin sem snú­ast um að sinna mann­eskj­um, hjúkra fólki og kenna börn­um. Þetta eru störfin sem kveikt hafa verð­skuldað þakk­læti í huga almenn­ings, störfin sem fólkið okkar í fram­lín­unni hefur sinnt. Og það þarf varla að minna á að mann­eskj­urnar bak­við störfin í heil­brigð­is­kerf­inu, í leik – og grunn­skólum og umönn­un­ar­störfin á hjúkr­un­ar­heim­ilum eru að miklum meiri­hluta kon­ur. Konur sem margar hverjar hafa mikla mennt­un, en margar líka sem sinna lág­launa­störf­um. Konur sem hafa í mörg ár og ára­tugi fyrir heims­far­ald­ur­inn barist fyrir betri kjörum og virð­ing­unni sem í því felst.

Auglýsing
En hver eru við­brögð stjórn­valda við þessum mikla stað­festa launa­mun kynj­anna? Í við­tali við RÚV um nið­ur­stöður tekju­sög­unnar minnt­ist for­sæt­is­ráð­herra – sem er líka jafn­rétt­is­ráð­herra – hvergi á að upp­lýs­ing­arnar kalli á við­brögð, eða að rík­is­stjórnin væri til­búin með aðgerðir til að mæta þessu ójafn­rétti, heldur var bara rýnt í töl­urn­ar. 

Rík­is­stjórnin skip­aði að vísu starfs­hóp þriggja ráðu­neyta og full­trúa sam­taka launa­fólks og sam­taka atvinnu­lífs­ins um launa­mun kynj­anna í tengslum við gerð kjara­samn­inga í mars á síð­asta ári. Hópnum er ætlað að skila til­lögum til aðgerða til að útrýma launa­mun sem stafar af kyn­skiptum vinnu­mark­aði nú í maí. Einu ári og tveimur mán­uðum síð­ar. Ég tel mjög brýnt að flýta þeirri vinnu svo hægt verði að fjalla um til­lögur til aðgerða í þessu risa­stóra jafn­rétt­is­máli í þing­inu og í sam­fé­lag­inu áður en kjör­tíma­bilið klár­ast. 

Þurfa konur bara að vera dug­legri að mennta sig ?

Það er ljóst öllum sem vilja sjá að okkur hefur ekki tek­ist að sveigja af þeirri leið sem hefur svo lengi verið rót­gróin í sam­fé­lagi okk­ar, að þótt við höfum séð mik­il­vægar fram­fari, þá eru störf kvenna ekki metin ekki að verð­leikum á atvinnu­mark­aði. Við þurfum varla fleiri flóknar rann­sóknir og fleiri launa­kerf­is­út­reikn­inga til að reikna það út. Það er kyn­bund­inn munur á atvinnu­tekjum bæði á almennum vinnu­mark­aði og opin­berum vinnu­mark­aði. Mun­ur­inn á heild­ar­tekjum karla og kvenna er hróp­andi og þó að mun­ur­inn sé minni á grunn­launum þá er mun­ur­inn á yfir­vinnu, öðrum launum og fríð­indum sem bæt­ast ofan á þau, allt of mik­ill. Svig­rúmið til að hækka karla í launum virð­ist alltaf vera meira en til að hækka konur í laun­um. Mantran um að konur þurfi bara að mennta sig til að fá hærri laun til jafns við karla, hefur því miður reynst blekk­ing og það er í raun óskilj­an­legt hvernig stendur á því að kjara­barátta fyrir háskóla­mennt­aðar konur er ekki komin lengra. 

Efna­hags­að­gerðir fyrir karla­störf

Til að bæta gráu ofan á svart, er ljóst að við­spyrnu­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að mæta efna­hags­á­fall­inu vegna heims­far­ald­urs­ins, er mið­aðar á hefð­bundin karla­störf í vega­gerð og bygg­ing­ar­iðn­aði en á þau störf sem harð­ast hafa farið út úr krepp­unni. Þetta ger­ist þrátt fyrir að þau sem misst hafa vinn­una og lent í vanda, séu að stórum hluta kon­ur; ungar og erlendar kon­ur. Þetta hefur und­ir­rituð og fleiri þing­menn bent á og rann­sóknir stað­festa. Félagið Fem­inísk fjár­mál bendir líka á þetta með nýj­um, ítar­legum grein­ingum sínum á mót­væg­is­að­gerð­unum sem sýna að kynja­sjón­ar­mið hafi ekki verið höfð að leið­ar­ljósi við mótun aðgerð­anna, heldur verið gripið til dæmi­gerða kreppu­við­bragða og rykið ein­fald­lega dustað af við­brögð­unum við fjár­málakrepp­unni 2008 sem þó var allt ann­ars eðlis en Covid-kreppan nú. 

Konur lifa ekki á þakk­læt­inu einu sam­an 

Til að bregð­ast við því ójafn­rétti sem blasir við okkur í tekju­sög­unni um mik­inn launa­mun mennt­aðra kvenna og karla, þarf að hrista veru­lega upp í hugs­un­inni um launa­mun­inn. Það þarf að bjóða nýjar leiðir sem snú­ast um að verð­meta upp á nýtt almenn kvenna­störf, konur fái við­ur­kenndar álags­greiðslur fyrir til­finn­inga­legt og and­legt álag sem er mikið í heil­brigð­is­störf­um, umönn­unar – og kennslu­störfum og bæt­ist við kynja­hall­ann í umönn­un­ar­byrði á ætt­ingjum sem er meiri á Íslandi í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd. Flýta þarf vinnu starfs­hóps­ins um til­lögur til að vinna að og upp­ræta launa­mun kynj­anna. Og til­lög­urnar þurfa að vera rót­tækar og afdrátt­ar­laus­ar. 

Síðan þegar kemur að efna­hags­við­brögðum við Covid-19 efna­hag­skrepp­unni, þarf að hafa kjark til að end­ur­skoða þær í takt við hvar þörfin er mest. 

Við­brögðin þurfa að vera bæði styðj­andi við hópana sem hafa orðið verst úti en líka fram­sæknar og fram­sýn­ar. Það þarf póli­tískt hug­rekki til að end­ur­skoða efna­hags­við­brögðin út frá jafn­rétt­is­vinkl­inum enda bráð­nauð­syn­legt. Í Ábyrgu leið Sam­fylk­ing­ar­innar er að finna til­lögur að atvinnu­sköpun og fjölgun starfa í bæði opin­bera geir­an­um, eins og í heil­brigð­is­kerf­inu og vel­ferð­ar­þjón­ustu, en líka með mark­vissum stuðn­ingi við fyr­ir­tæki. Þær til­lögur eru í takt við þörf­ina og raun­veru­leik­ann í íslensku sam­fé­lagi. Við þurfum fjöl­breytt­ari lausnir til að skapa fjöl­breytt­ari störf en nú hefur verið gert.                                

Stjórn­völd þurfa að sýna raun­veru­legt þakk­læti í garð kvenna­starfa og við­ur­kenn­ingu á því sem fram hefur komið í heims­far­aldr­in­um, að þau störf eru ómissandi. Stjórn­völd þurfa að sýna vilja til umbóta og við­ur­kenn­ingar á þessum störfum með sýni­legum áhrifum á launa­umslög kvenna og starfs­um­hverfi þeirra. Konur lifa nefni­lega ekki á þakk­læt­inu einu sam­an. 

Það hefur aldrei dugað neinum að bíða eftir jafn­rétti, það hefur alltaf þurft að fremja jafn­rétti og krefj­ast rót­tækra breyt­inga. Þessar upp­lýs­ingar úr tekju­sög­unni og af grein­ingu á efna­hags­að­gerð­unum sýna svo ekki verður um vill­st, að svo það verði ekki hjá­kát­legt þegar við montum okkur í enn eitt sinn af jafn­réttisparadís­inni okk­ar, verður bar­áttan að halda áfram.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar