Hring eftir hring

Freyr Eyjólfsson skrifar um matvælaframleiðslu í hringrásarhagkerfi.

Auglýsing

Hvernig geta íbúar í sömu götu, ásamt gróð­ur­húsi, brugg­húsi og skrif­stofu í hverf­inu unnið saman í hringrás­ar­hag­kerf­inu? Mat­ar­leifar frá íbú­un­um, og malt, humlar frá brugg­hús­inu eru úrvals­efni í moltu sem hægt er að nota í gróð­ur­húsi sem fram­leiðir mat fyrir skrif­stofu­fólk­ið. Gróð­ur­húsið getur þess vegna verið í skrif­stofu­hús­inu sjálfu. Hringrás­ar­hag­kerfið snýst um sam­vinnu, sjá tæki­færin í kringum sig, hag­ræða rekstri, nýta hrá­efnin betur og leng­ur, minnka akstur og fækka kolefn­is­spor­um. Hringrás­ar­hugsun í mat­væla­fram­leiðslu gæti skipti sköpum í bar­átt­unni við hlýnun jarð­ar. 

Út um allan heim er fólk og fyr­ir­tæki að til­einka sér þessa hugsun og nýta betur það sem finnst í nágrenn­inu, finna hrá­efni og úrgang sem hægt er að nýta í jarð­gerð, orku­fram­leiðslu, mat­væla­fram­leiðslu og fleira. Slík sam­vinna skilar sér marg­falt; minni sóun, minni mengun betri rekstur og betri nýtni.

Okkar fjölgar hratt á sama tíma og loft­lags­vand­inn eykst. Það eru fleiri munnar að metta á meðan gerð er sú krafa að mat­væla­fram­leið­endur dragi úr loft­lags­á­hrifum sín­um. Eitt mik­il­væg­asta skrefið í þessa átt er að búa til sam­vinnu­fé­lög í mat­væla­fram­leiðslu sem geta nýtt hrá­efni og úrgang sem fellur til. Á Íslandi geta bænd­ur, fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, mat­væla- og drykkja­fram­leið­end­ur, sprota­fyr­ir­tæki og fleiri unnið saman til þess að nýta betur allan líf­rænan úrgang í mat­væla­fram­leiðslu, dýra­fóð­ur, jarð­gerð, metangas, líf­dísil og til áburð­ar. Mögu­leik­arnir eru óþrjót­and­i. 

Auglýsing
Víða erlendis eru slík sam­vinnu­fé­lög rekin með góðum árangri. Brugg­hús, sund­laug, smíða­verk­stæði, kaffi­versl­un, þör­unga­rækt­un, súkkulaði­fram­leið­andi, gróð­ur­hús, sem öll eru í nágrenni við hvert ann­að, samnýta líf­rænan úrgang sem hrá­efni til að hámarka verð­mætin og draga úr umhverf­is­á­hrif­um. 

Kaffi­korgur úr eld­hús­inu, og soðið bygg og malt úr brugg­hús­inu í bland við trjá­flísar er fyr­ir­taks hrá­efni í jarð­gerð. Heitt vatn frá sund­laug­inni hitar upp molt­una eða þör­unga­rækt­ina. Moltan er notuð sem jarð­vegs­bætir í gróð­ur­hús­inu þar sem rækt­aðar eru ýmsar mat­jurtir. Koldí­oxíð sem mynd­ast í jarð­gerð­inni er notað í þör­unga­rækt. Hér er lítill matjurtagarður í skrifstofuhúsnæði. Lífrænn úrgangur frá ísframleiðanda í næsta húsi er nýttur sem jarðvegsbætir. Fallegt, hagkvæmt og umhverfisvænt.

Jarð­gerð er mik­il­vægt loft­lags­mál

Það er mjög mik­il­vægt loft­lags­mál að nýta líf­rænan úrgang í stað þess að urða hann. Með því að urða líf­rænan úrgang verða umbreyt­ingar í honum sem leiða til meng­unar vegna sig­vatns, hauggass og hita­mynd­un­ar; sig­vatn getur lekið út í umhverfið og mengað grunn- og yfir­borðs­vatn. Við urðun á líf­rænum úrgangi mynd­ast met­an  sem getur leitt til eld- og sprengi­hættu, gróð­ur­skemmda, lykt­ar- og loft­meng­un­ar. Metan er 20 sinnum virk­ari gróð­ur­húsa­loft­teg­und en koldí­oxíð, er sem sagt hættu­leg gróð­ur­húsa­loft­teg­und en með jarð­gerð í stað urð­unar komum við í veg fyrir þessa meng­un. Það spar­ast um eitt  tonn af koldí­oxíðí­gildum fyrir hvert tonn sem fer í jarð­gerð frekar en urð­un. Þessi kolefn­is­jöfnun eykst enn frekar þegar tekst að nýta molt­una í mat­væla­fram­leiðslu og land­græðslu, en þannig tökum við koltví­oxíð og bindum það við lífmassa í nátt­úr­unni. Líf­ræn efni og nær­ing­ar­sölt glat­ast ekki heldur mynda jarð­vegs­bæti, nátt­úru­legan áburð sem er auð­velt og ódýrt að fram­leiða.

Það eru margir mik­il­vægir kostir við jarð­gerð í sam­vinnu við mat­væla­fram­leiðslu. Það dregur úr mengun vegna flutn­ings, brennslu eða urð­unar heim­il­is­úr­gangs, sorp­flutn­ingar drag­ast saman og kostn­aður vegna sorp­eyð­ingar minnk­ar. Jarð­gerð gefur fleiri mögu­leika á að vinna að umhverf­is­málum og bera per­sónu­lega ábyrgð, og veitir fólki, ekki síst börn­um, skiln­ing og þekk­ingu á ​nátt­úru­legu hring­ferli líf­rænna efna.

Hringrásin er hag­kvæm­ari

Smærri félög og fyr­ir­tæki ættu að líta í kringum sig og leita að sam­starfs­að­ilum – samnýta krafta sína og sækja ekki vatnið yfir læk­inn. Þetta gerir nátt­úran með undra­verðum og fal­legum hætti: blómin bjóða upp á hun­ang fyrir flugur í skiptum fyrir fræ­dreif­ingu, smærri fiskar fylgja stærri –  þeir litlu fá vernd og fæði en þeir stóru húð­hreins­un, þetta er kallað hjálp­arat­ferli eða sam­lífi, allir fá eitt­hvað fyrir sinn snúð. 

Með sam­vinnu og nágranna­tengslum í mat­væla­fram­leiðslu er verslað og unnið saman í hér­aði, pen­ingar hald­ast innan svæð­is­ins sem kemur að góðu fyrir allt nær­sam­fé­lag­ið. Þetta gerðu íslenskir bændur á upp­hafs­dögum sam­vinnu­hreyf­ing­ar­innar með góðum árangri og það er áhuga­vert að skoða kraft­inn og verð­mæta­sköp­un­ina sem varð til á Íslandi á fyrstu ára­tugum tutt­ug­ustu ald­ar­.  

Nýr og vist­vænni matur

Hringrás­ar­hag­kerfið reynir á hug­vit og sköp­un. Frum­kvöðlar út um allan heim eru að þróa hug­myndir og tækni­lausnir og reyna að vinna með það sem finna má í nærum­hverf­inu. Það er mögu­legt að rækta ýmsar teg­undir af sveppum og þör­ungum úr líf­rænum úrgangi sem síðan er hægt að nýta í ýmis­konar mat­væla­fram­leiðslu, til að mynda kjöt­lausar vör­ur, sem er hratt vax­andi mark­að­ur.     Þörungarækt fer hratt vaxandi í matvælaiðnaði og hægt að búa til ýmsar hollar, bragðgóðar og próteinríkar matvörur úr þörungum.

Kjöt­fram­leiðsla hefur meiri áhrif á lofts­lagið en önnur mat­væla­fram­leiðsla og mann­kyn þarf að draga úr kjöt­neyslu hið snarasta og leita á ný mið og fram­leiða nýjar teg­undir af mat­vör­um. Af þeim gróð­ur­húsa­loft­teg­undum sem ber­ast út í and­rúms­loftið af manna­völdum og valda hlýnun og lofts­lags­breyt­ingum er hlutur kjöt­fram­leiðslu um 14-18%. Þess vegna þarf að minnka kjöt­átið en ýmsar kjöt­lausar vörur geta komið í stað kjöts, eins og kjöt­lausir ham­borg­ar­ar, sem njóta nú sívax­andi vin­sælda. Það eru óþrjót­andi mögu­leikar með sveppi og þör­unga, slík mat­væla­fram­leiðsla þarf ekki mikið pláss, getur farið fram í þétt­býli og nýtt sér hrá­efni úr nærum­hverf­inu. Það er kall tím­ans að reyna draga úr stór­felldum flutn­ingum á mat­vörum milli landa og heims­hluta og þessi tækni er svar við því. Gróð­ur­hús, gróð­ur­rækt sem hluti af íbúðum og atvinnu­hús­næði, þar sem fólk ræktar sitt eigið græn­meti, er orð­inn sjálf­sagður hluti í hús­hönnun og arki­tektúr. Hversu fal­legt væri það nú ef Smára­lind væri eitt risa­vaxið gróð­ur­hús sam­hliða versl­un­ar­rekstri?

Bar­áttan við ham­fara­hlýnun er krefj­andi og grafal­var­leg – en hún er líka spenn­andi áskor­un. Að hugsa hlut­ina upp á nýtt, skapa eitt­hvað nýtt og rækta nágranna­tengslin . 

Lítum okkur nær, hugsun hlut­ina upp á nýtt og ræktum nágranna­tengsl­in.  

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar