Gylfi: Hætta á ferðum í þjóðfélögum þegar enginn þorir að standa upp

Prófessor í hagfræði segir merkilegt að sjá það pláss sem talsmönnum hagsmunasamtaka er gefið í fjölmiðlum dag eftir dag til að halda uppi áróðri. Hann segir hagfræðilegt tómarúm hafa verið til staðar frá því að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
Auglýsing

„Það er hætta á ferðum í þjóðfélögum þegar enginn þorir að standa upp og benda á þær hættur sem eru fram undan eða það sem betur mætti fara. Í einræðisríkjum eru slíkir einstaklingar teknir í karphúsið svo að aðrir sitji kyrrir. Í lýðræðisþjóðfélögum geta hagsmunaaðilar eða miskunnarlaus meirihluti gengið hart að þeim sem fram stígur.“

Þetta skrifar Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, í grein í nýjustu útgáfu Vísbendingar sem barst áskrifendum í dag. 

Þar fjallar hann hann um það hagfræðilega tómarúm sem skapaðist þegar stjórnvöld ákváðu að leggja niður Þjóðhagsstofnun árið 2002. Gylfi segir að Alþingismenn, ríkisstjórn landsins og þjóðfélagið allt eigi það skilið að sett sé upp stofnun þar sem hagfræðileg greining sé framkvæmd svo að ákvarðanir séu vandaðar og umræða í samfélaginu upplýstari og minna lituð af þeim sem hafa sérhagsmuni sem fari ekki alltaf saman við almannahag. 

Engin greinarmunur gerður í fjölmiðlum

Með því að skapa og varðveita það hagfræðilega tómarúm sem skapaðist þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður fyrir 18 árum hafi stjórnvöld hér á landi búið til aðstæður þar sem hagsmunasamtök geta fyllt tómarúmið með einhliða málflutningi. „Greiningardeildir bankanna og stjórnendur þeirra fylltu tómarúmið fyrir 2008 og vitnað í talsmenn þeirra eins og þeir væru óháðir aðilar. Þau voru einungis að vinna vinnuna sína og gátu varla fjallað um allt sem þau vildu.“ 

Auglýsing
Í fjölmiðlum sé enn þá yfirleitt enginn greinarmunur gerður á þeim sem stöðu sinnar vegna geta verið óháðir og hinum sem starfa sinna vegna þurfa að vernda hagsmuni vinnuveitenda. „Það er merkilegt að sjá það pláss sem talsmönnum hagsmunasamtaka er gefið í fjölmiðlum dag eftir dag vegna þess að þeir eru eðli máls samkvæmt að halda uppi áróðri fremur en að upplýsa. Reyndar má ganga lengra og spyrja hvaða hagsmunum fjölmiðlarnir sjálfir þjóna.“

Sagði opnun landsins mistök

Gylfi skrifaði aðra grein í Visbendingu, sem birtist 7. ágúst, sem vakti gríðarlega athygli og varð til þess að hann var gagnrýndur af stjórnmálamönnum og hagsmunagæsluaðilum. 

Í þeirri grein setti Gylfi fram það mat að stjórnvöld hefðu gert mis­tök með því að opna landið fyrir ferða­mönnum um miðjan júní. Þau hafi ofmetið kosti þess en van­metið þá hættu sem slík opnun skap­aði fyrir efna­hags­líf­ið. Ekki hafi verið gerð heild­stæð athugun á efna­hags­legum áhrifum opn­un­ar­innar við und­ir­bún­ing henn­ar. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“

Viku síðar var greint frá ákvörðun stjórnvalda um að herða verulega takmarkanir á landamærum Íslands með því að skylda alla ferðamenn í tvöfalda skimun og fimm til sex daga sóttkví á milli þeirra.

Gylfi segir í greininni sem birtist í dag að þeim skrifum hafi verið ætlað að vera innlegg í umræðuna en ekki allsherjardómur. „Einungis í því tómarúmi sem hér hefur verið á sviði hagfræðilegrar greiningar hefðu slík greinarskrif getað valdið titringi í stjórnmálum og beinskeyttum ritstjórnargreinum í dagblöðum.“

Hér að ofan er einungis brot úr ítarlegri grein Gylfa í nýjustu Vísbendingu. Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent