Gylfi: Hætta á ferðum í þjóðfélögum þegar enginn þorir að standa upp

Prófessor í hagfræði segir merkilegt að sjá það pláss sem talsmönnum hagsmunasamtaka er gefið í fjölmiðlum dag eftir dag til að halda uppi áróðri. Hann segir hagfræðilegt tómarúm hafa verið til staðar frá því að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
Auglýsing

„Það er hætta á ferðum í þjóð­fé­lögum þegar eng­inn þorir að standa upp og benda á þær hættur sem eru fram undan eða það sem betur mætti fara. Í ein­ræð­is­ríkjum eru slíkir ein­stak­lingar teknir í karp­húsið svo að aðrir sitji kyrr­ir. Í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lögum geta hags­muna­að­ilar eða mis­kunn­ar­laus meiri­hluti gengið hart að þeim sem fram stíg­ur.“

Þetta skrifar Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar sem barst áskrif­endum í dag. 

Þar fjallar hann hann um það hag­fræði­lega tóma­rúm sem skap­að­ist þegar stjórn­völd ákváðu að leggja niður Þjóð­hags­stofnun árið 2002. Gylfi segir að Alþing­is­menn, rík­is­stjórn lands­ins og þjóð­fé­lagið allt eigi það skilið að sett sé upp stofnun þar sem hag­fræði­leg grein­ing sé fram­kvæmd svo að ákvarð­anir séu vand­aðar og umræða í sam­fé­lag­inu upp­lýst­ari og minna lituð af þeim sem hafa sér­hags­muni sem fari ekki alltaf saman við almanna­hag. 

Engin grein­ar­munur gerður í fjöl­miðlum

Með því að skapa og varð­veita það hag­fræði­lega tóma­rúm sem skap­að­ist þegar Þjóð­hags­stofnun var lögð niður fyrir 18 árum hafi stjórn­völd hér á landi búið til aðstæður þar sem hags­muna­sam­tök geta fyllt tóma­rúmið með ein­hliða mál­flutn­ingi. „Grein­ing­ar­deildir bank­anna og stjórn­endur þeirra fylltu tóma­rúmið fyrir 2008 og vitnað í tals­menn þeirra eins og þeir væru óháðir aðil­ar. Þau voru ein­ungis að vinna vinn­una sína og gátu varla fjallað um allt sem þau vild­u.“ 

Auglýsing
Í fjöl­miðlum sé enn þá yfir­leitt eng­inn grein­ar­munur gerður á þeim sem stöðu sinnar vegna geta verið óháðir og hinum sem starfa sinna vegna þurfa að vernda hags­muni vinnu­veit­enda. „Það er merki­legt að sjá það pláss sem tals­mönnum hags­muna­sam­taka er gefið í fjöl­miðlum dag eftir dag vegna þess að þeir eru eðli máls sam­kvæmt að halda uppi áróðri fremur en að upp­lýsa. Reyndar má ganga lengra og spyrja hvaða hags­munum fjöl­miðl­arnir sjálfir þjóna.“

Sagði opnun lands­ins mis­tök

Gylfi skrif­aði aðra grein í Vis­bend­ingu, sem birt­ist 7. ágúst, sem vakti gríð­ar­lega athygli og varð til þess að hann var gagn­rýndur af stjórn­mála­mönnum og hags­muna­gæslu­að­il­u­m. 

Í þeirri grein setti Gylfi fram það mat að stjórn­völd hefðu gert mis­­tök með því að opna landið fyrir ferða­­mönnum um miðjan júní. Þau hafi ofmetið kosti þess en van­­metið þá hættu sem slík opnun skap­aði fyrir efna­hags­líf­ið. Ekki hafi verið gerð heild­­stæð athugun á efna­hags­­legum áhrifum opn­un­­ar­innar við und­ir­­bún­­ing henn­­ar. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­­völd stefnt mik­il­vægum almanna­­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“

Viku síðar var greint frá ákvörðun stjórn­valda um að herða veru­lega tak­mark­anir á landa­mærum Íslands með því að skylda alla ferða­menn í tvö­falda skimun og fimm til sex daga sótt­kví á milli þeirra.

Gylfi segir í grein­inni sem birt­ist í dag að þeim skrifum hafi verið ætlað að vera inn­legg í umræð­una en ekki alls­herj­ar­dóm­ur. „Ein­ungis í því tóma­rúmi sem hér hefur verið á sviði hag­fræði­legrar grein­ingar hefðu slík grein­ar­skrif getað valdið titr­ingi í stjórn­málum og bein­skeyttum rit­stjórn­ar­greinum í dag­blöð­u­m.“

Hér að ofan er ein­ungis brot úr ítar­legri grein Gylfa í nýj­ustu Vís­bend­ingu. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að rit­inu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent