Gylfi: Hætta á ferðum í þjóðfélögum þegar enginn þorir að standa upp

Prófessor í hagfræði segir merkilegt að sjá það pláss sem talsmönnum hagsmunasamtaka er gefið í fjölmiðlum dag eftir dag til að halda uppi áróðri. Hann segir hagfræðilegt tómarúm hafa verið til staðar frá því að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
Auglýsing

„Það er hætta á ferðum í þjóð­fé­lögum þegar eng­inn þorir að standa upp og benda á þær hættur sem eru fram undan eða það sem betur mætti fara. Í ein­ræð­is­ríkjum eru slíkir ein­stak­lingar teknir í karp­húsið svo að aðrir sitji kyrr­ir. Í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lögum geta hags­muna­að­ilar eða mis­kunn­ar­laus meiri­hluti gengið hart að þeim sem fram stíg­ur.“

Þetta skrifar Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, í grein í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar sem barst áskrif­endum í dag. 

Þar fjallar hann hann um það hag­fræði­lega tóma­rúm sem skap­að­ist þegar stjórn­völd ákváðu að leggja niður Þjóð­hags­stofnun árið 2002. Gylfi segir að Alþing­is­menn, rík­is­stjórn lands­ins og þjóð­fé­lagið allt eigi það skilið að sett sé upp stofnun þar sem hag­fræði­leg grein­ing sé fram­kvæmd svo að ákvarð­anir séu vand­aðar og umræða í sam­fé­lag­inu upp­lýst­ari og minna lituð af þeim sem hafa sér­hags­muni sem fari ekki alltaf saman við almanna­hag. 

Engin grein­ar­munur gerður í fjöl­miðlum

Með því að skapa og varð­veita það hag­fræði­lega tóma­rúm sem skap­að­ist þegar Þjóð­hags­stofnun var lögð niður fyrir 18 árum hafi stjórn­völd hér á landi búið til aðstæður þar sem hags­muna­sam­tök geta fyllt tóma­rúmið með ein­hliða mál­flutn­ingi. „Grein­ing­ar­deildir bank­anna og stjórn­endur þeirra fylltu tóma­rúmið fyrir 2008 og vitnað í tals­menn þeirra eins og þeir væru óháðir aðil­ar. Þau voru ein­ungis að vinna vinn­una sína og gátu varla fjallað um allt sem þau vild­u.“ 

Auglýsing
Í fjöl­miðlum sé enn þá yfir­leitt eng­inn grein­ar­munur gerður á þeim sem stöðu sinnar vegna geta verið óháðir og hinum sem starfa sinna vegna þurfa að vernda hags­muni vinnu­veit­enda. „Það er merki­legt að sjá það pláss sem tals­mönnum hags­muna­sam­taka er gefið í fjöl­miðlum dag eftir dag vegna þess að þeir eru eðli máls sam­kvæmt að halda uppi áróðri fremur en að upp­lýsa. Reyndar má ganga lengra og spyrja hvaða hags­munum fjöl­miðl­arnir sjálfir þjóna.“

Sagði opnun lands­ins mis­tök

Gylfi skrif­aði aðra grein í Vis­bend­ingu, sem birt­ist 7. ágúst, sem vakti gríð­ar­lega athygli og varð til þess að hann var gagn­rýndur af stjórn­mála­mönnum og hags­muna­gæslu­að­il­u­m. 

Í þeirri grein setti Gylfi fram það mat að stjórn­völd hefðu gert mis­­tök með því að opna landið fyrir ferða­­mönnum um miðjan júní. Þau hafi ofmetið kosti þess en van­­metið þá hættu sem slík opnun skap­aði fyrir efna­hags­líf­ið. Ekki hafi verið gerð heild­­stæð athugun á efna­hags­­legum áhrifum opn­un­­ar­innar við und­ir­­bún­­ing henn­­ar. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­­völd stefnt mik­il­vægum almanna­­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“

Viku síðar var greint frá ákvörðun stjórn­valda um að herða veru­lega tak­mark­anir á landa­mærum Íslands með því að skylda alla ferða­menn í tvö­falda skimun og fimm til sex daga sótt­kví á milli þeirra.

Gylfi segir í grein­inni sem birt­ist í dag að þeim skrifum hafi verið ætlað að vera inn­legg í umræð­una en ekki alls­herj­ar­dóm­ur. „Ein­ungis í því tóma­rúmi sem hér hefur verið á sviði hag­fræði­legrar grein­ingar hefðu slík grein­ar­skrif getað valdið titr­ingi í stjórn­málum og bein­skeyttum rit­stjórn­ar­greinum í dag­blöð­u­m.“

Hér að ofan er ein­ungis brot úr ítar­legri grein Gylfa í nýj­ustu Vís­bend­ingu. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að rit­inu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent