Faraldurinn ýfði upp kunnugleg sár hjá Spánverjum

Yfirstandandi faraldur hefur verið Spánverjum sérstaklega skæður, en þeir hafa einnig þurft að þola frelsistakmarkanir vegna hans, sem leitt hafa til djúprar efnahagskreppu. Þessi vandamál eru þó ekki ný af nálinni á Spáni.

Gran Vía í Madríd á Spáni
Gran Vía í Madríd á Spáni
Auglýsing

Vegna kór­ónu­veirunnar og aðgerða gegn útbreiðslu hennar er spænska hag­kerfið nú í dýpstu nið­ur­sveiflu frá því að borg­ara­styrj­öld geis­aði þar í landi fyrir tæpri öld síð­an. Sam­kvæmt Þór­unni Helga­dóttur hag­fræð­ingi gæti póli­tísk sundr­ung, saga og menn­ing Spánar auk umsvifa ferða­þjón­ustu útskýrt hvers vegna landið varð svona illa fyrir barð­inu á veirunni og efna­hags­legum afleið­ingum henn­ar.

Menn­ing og þétt­býli gætu hafa fjölgað smitum

Í grein Þór­unnar í jóla­blaði Vís­bend­ingar bendir hún á margar hugs­an­legar ástæður að baki þess hversu hratt veiran tók að dreifast á Spáni síð­asta vor. Til að mynda sé algengt að fólk búi þröngt í spænskum stór­borg­um, þar sem fast­eigna­verð er hlut­falls­lega hátt miðað við laun. Þar búi oft saman margir vinn­andi ein­stak­ling­ar, sem hverjir hafi sína fjöl­skyldu og vina­hópa utan heim­il­is­ins.

Einnig veltir hún því upp hvort menn­ing­ar­legir þættir hafi stuðlað að auk­inni dreif­ingu, en mik­ill sam­gangur er milli fjöl­skyldu­með­lima þar í landi. Því til stuðn­ings nefnir hún nýlega sam­an­tekt frá spænska heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu sem sýndi að rúm­lega 40 pró­sent hóp­sýk­inga megi rekja til vina- eða fjöl­skyldu­hitt­inga.

Auglýsing

Hundar máttu hreyfa sig en ekki börn

Þór­unn bendir þó á að spænska rík­is­stjórnin brugð­ist hart við þess­ari dreif­ingu smita, en sam­kvæmt henni risti útgöngu­bann­ið,­sem tók gildi um miðjan mars í fyrra, þjóð­ina djúpt.

Einnig segir hún að spænsk börn hafi verið hneppt í algjör stofu­fang­elsi á þessum tíma, þar sem engum var leyft að fara úr húsi nema til þess að sækja nauð­synja­vör­ur.

„At­hygli vakti að hunda­eig­endur fengu und­an­þágu frá útgöngu­bann­inu til þess að viðra dýrin sín,“ bætir Þór­unn við. „Göngu­ferðin átti þó að vera stutt og aðeins til þess að full­nægja grund­vall­ar­hreyfi­þörf hunds­ins. Ekki var minnst á hreyfi­þörf barna í reglu­gerð­inni. Af þeim sótt­varna­að­gerðum sem bein­ast að börnum eru þessar aðgerðir þær hörð­ustu í Evr­ópu en spænsk börn máttu ekki yfir­gefa heim­ili sín í 45 daga.“

Atvinnu­leysi eykst á ný

Vegna veirunnar og útgöngu­banns­ins hefur lands­fram­leiðsla á Spáni dreg­ist tölu­vert saman og atvinnu­leysi auk­ist á ný, en það jókst einnig tölu­vert í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar fyrir rúmum ára­tug síð­an. Þór­unn vitnar í nýút­gefna skýrslu frá OECD, en í henni kemur fram að það muni taka nokkur ár fyrir spænskt efna­hags­líf að ná bata og að atvinnu­leysi muni hald­ast hátt í langan tíma.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent