Bankastjórar bjartsýnir og benda á mikilvægi efnahagsaðgerða

Bankastjórar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka segja efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og viðbrögð bankanna hafa skipt miklu máli á árinu í jólablaði Vísbendingar.

Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Auglýsing

Búist er við bjart­ari tímum fram undan í íslensku efna­hags­lífi, en mik­il­vægt er að fjár­mála­kerfið og hið opin­bera bregð­ist rétt við og styðji við þau fyr­ir­tæki sem verða arð­væn­leg að far­sótt­inni lok­inni. Þessi fyr­ir­tæki gætu meðal ann­ars verið í ferða­þjón­ust­unni, en mögu­legt er að Ísland verði fljótt aftur ákjós­an­legur staður fyrir ferða­menn sem vilja lág­marka smit­hættu í náinni fram­tíð. 

Þetta er meðal þess sem banka­stjórar Íslands­banka, Lands­bank­ans og Arion banka nefna í greinum sem þeir skrif­uðu í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar, sem hægt er að lesa í heild sinni með því að smella hér.

Birna er bjart­sýn

Sam­kvæmt Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, hefur fram­gangur yfir­stand­andi kreppu verið í stórum dráttum í sam­ræmi við þá mynd sem ýmsir drógu upp í vor og telur hún ljóst að vet­ur­inn verði harður í efna­hags­legu til­lit­i. 

Auglýsing

Hins vegar er hún bjart­sýn til lengri tíma og segir að flestar for­sendur séu til staðar fyrir mynd­ar­legri við­spyrnu á seinni hluta næsta árs. „Starfs­kraft­ar, fast­eign­ir, far­ar­tæki og aðrir inn­viðir ferða­þjón­ust­unnar eru vel í stakk búnir til að taka við mynd­ar­legri fjölgun ferða­manna,“ segir Birna í grein­inni.

Einnig bætir hún við að efna­hags­reikn­ingar heim­ila, fyr­ir­tækja og hins opin­bera séu enn sterkir á heild­ina lit­ið, sem er önnur þróun en í síð­ustu kreppu. Birna er líka bjart­sýn á að Ísland verði væn­legur kostur fyrir ferða­menn þar sem ímynd lands­ins með sína hreinu nátt­úru og víð­erni ætti að lokka þá sem vilja fá til­breyt­ingu eftir heilt ár af inni­lokun en vilja á sama tíma fara að gát hvað varðar smit­hættu.

Lilja Björk bendir á fólkið á bak við fyr­ir­tækin

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, er einnig bjart­sýn fyrir næsta ár, en í grein sinni fer hún yfir þær aðgerðir sem bank­inn hefur ráð­ist í til að fólk og fyr­ir­tæki geti betur brugð­ist við yfir­stand­andi nið­ur­sveiflu. Hún bætir við að fyr­ir­tæki séu ein­hvers konar óper­sónu­legar stofn­an­ir, að baki þeim sé jafnan fólk sem sé til búið að leggja á sig miklar fórn­ir. Því til stuðn­ings segir Lilja Björk að 95 pró­sent fyr­ir­tækja sem eru í við­skiptum við Lands­bank­ann telj­ast vera lítil eða pínu­lít­il. 

„Það er mik­il­vægt að hlusta vel á fólkið sem rekur og á þessi fyr­ir­tæki, stór sem smá. Þetta fólk er ómissandi við að halda efna­hags­líf­inu gang­andi. Það ræður aðra í vinnu, greiðir laun, skatta og gjöld og býr til verð­mæti úr þeirri þekk­ingu og reynslu sem það hefur aflað sér,“ segir Lilja í grein­inni sinni.

Bene­dikt vill kröft­uga við­spyrnu

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, minn­ist hins vegar á mik­il­vægi aðgerða hins opin­bera í efna­hags­við­spyrn­unni á næstu mán­uð­um. Að hans mati skiptir mestu máli að haldið verði áfram á þeirri braut sem íslensk stjórn­völd eru á núna, með áfram­hald­andi stuðn­ingi til þeirra sem orðið hafa fyrir mestum efna­hags­legum áhrifum veirunn­ar.

„Afar mik­il­vægt er að stjórn­völd dragi ekki að sér hendur of snemma og að allir legg­i sitt af mörk­um: íslenska rík­ið, Seðla­bank­inn, fjár­mála­fyr­ir­tæki, líf­eyr­is­sjóðir og aðr­ir fjár­fest­ar,“ segir hann og varar við áfram­hald­andi sam­drátt og atvinnu­leysi verði efna­hags­bat­inn of hæg­ur. 

Að mati Bene­dikts felur kröftug við­spyrna efna­hags­lífs­ins meðal ann­ars í sér öfl­uga hvata til að örva fjár­fest­ingu innan einka­geirans og hvata sem stuðla að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu þeirra fyr­ir­tækja sem hafa farið hvað verst út úr nið­ur­sveifl­unni. Einnig vill hann að stutt verði við fyr­ir­tæki sem lík­leg­ust eru til að vera hluti af upp­bygg­ing­unni, ekki síst þeim sem eru lítil og með­al­stór. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að vís­bend­ingu með því að smella hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent