Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka

Hagfræðiprófessor í HÍ skrifar um ýmis álitamál tengd fyrirhugaðri sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka í grein sem birtist fyrst í Vísbendingu 22. janúar.

Auglýsing

Fyr­ir­huguð einka­væð­ing Íslands­banka hefur vakið umræðu á síð­ustu dögum eins og við var að búast. Tíma­setn­ing banka­söl­unnar hefur verið gagn­rýnd. Á það hefur verið bent á að mörg fyr­ir­tæki sem eru óstarf­hæf vegna COVID krepp­unnar séu með lán í „fryst­ingu“ í Íslands­banka og sum séu kannski ekki líf­væn­leg.  Þess vegna sé nokkur óvissa um verð­mæti bank­ans eins og mál standa. Nýjir eig­endur bank­ans muni einnig fá vald til þess að ákveða hvaða fyr­ir­tæki fái að lifa og hver ekki, færa til eign­ar­hald á fyr­ir­tækjum og móta sam­keppn­is­að­stæð­ur. Þess vegna sé hugs­an­legt að þeir sem vilja eign­ast bank­ann vilji einnig hafa með upp­gjör skulda þess­ara fyr­ir­tækja að gera. Þótt ákvörðun um einka­væð­ingu hafi verið tekin við myndun núver­andi rík­is­stjórnar og því ekki ásetn­ingur rík­is­stjórnar að koma bank­anum til slíkra eig­enda, þá breytir það því ekki að sjón­ar­mið sem þessi geta átt rétt á sér við núver­andi aðstæð­ur­.  

En einka­væð­ing kerf­is­lega mik­il­vægs við­skipta­banka væri við­kvæm jafn­vel við bestu aðstæð­ur. Hverjar er ástæður þess­arar við­kvæmni? Hér verður fjallað um nokkrar slík­ar. 

Bankar eru ekki eins og önnur fyr­ir­tæki

Bankar, ólíkt öðrum fyr­ir­tækj­um, búa til pen­inga. Þegar banki A veitir við­skipta­vini B lán þá verður reikn­ings­halds­leg færsla sem bók­færir kröfu A á B (eign A) og jafn­framt er upp­hæðin sett inn á reikn­ing B hjá A (skuld A). Með ein­faldri raf­rænni færslu verða pen­ingar til.  Eig­endur við­skipta­banka geta þá notið þess að geta búið til pen­inga ef þeir kom­ast upp með að lána sjálfum sér eða ein­hverju eign­ar­halds­fé­lagi sem þeir ráða yfir. En bank­arnir auka einnig útlán með pen­inga­mynd­un­inni og hafa þannig áhrif á verð fast­eigna og hluta­bréfa sem einnig getur hagn­ast eig­endum á óbeinan hátt. 

Auglýsing

Bankar eru hluti af greiðslu­kerfi hag­kerf­is­ins. Í gegnum þá fara allar greiðslur og tekjur fyr­ir­tækja, ein­stak­linga og hins opin­bera. Og fyrir þessa þjón­ustu taka bank­arnir gjöld sem nema tugum millj­arða á hverju ári. Greiðslu­kerfið hér á landi er dýrt í sam­an­burði við greiðslu­kerfi nágranna­land­anna. Hér vantar að bankar gefi út ódýrt „inn­an­land­s­kort“ til nota í við­skiptum innan lands eins og þekk­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þess í stað fara allar korta­greiðslur í gegnum erlend korta­fyr­ir­tæki með ærnum kostn­aði fyrir ein­stak­linga og sam­fé­lagið allt. Þessi dýra þjón­usta er merki fákeppn­i. 

Vegna þess að bankar geyma inni­stæður okkar og vegna þess að þeir eru hluti af greiðslu­kerf­inu þá má ganga að því sem vísu að rík­is­sjóður hlaupi undir bagga ef stór banki verður uppi­skroppa með eigið fé; virði eigna lækkar vegna útlánataps eða mis­heppn­aðra fjár­fest­inga. Eig­endur og stjórn­endur banka gera sér grein fyrir þessu og einnig þeir sem lána þeim pen­inga. 

Þessi kok­teill verður enn eld­fimari þegar við bætum við tak­mark­aðri ábyrgð eig­enda við­skipta­banka. Við­skipta­bankar eru reknir í hluta­fé­laga­formi svo að ábyrgð eig­enda tak­markast við verð­mæti þess hlutar sem þeir eiga. Af þessu leiðir að eig­endur hagn­ast þegar vel gengur en tjón getur lent á lán­ar­drottnum og skatt­greið­end­um. Þannig urðu erlendir bankar fyrir miklu tjóni af falli íslensku bank­anna árið 2008.

Hag­fræð­ing­arn­ir  Charles Good­hart og Rosa Lastra hafa nýlega haldið því fram að tak­mörkuð ábyrgð stjórn­enda og ráð­andi eig­enda sé stærsta orsök þess að bankar taka of mikla áhættu í rekstri sín­um. Þegar vel gengur þá hagn­ast eig­end­urnir en þegar illa fer þá kemur rík­is­sjóður til hjálp­ar. Svipað er uppi á ten­ingnum með fjár­fest­inga­sjóðum sem hafa ekki bak­trygg­ingu rík­is­sjóðs. Í þessu til­viki eru það lán­ar­drottn­ar, þ.e.a.s. ein­stakir fjár­fest­ar, sem bíða tjón þegar fjár­fest­ing mis­tekst en eig­endur sjóða hagn­ast þegar vel geng­ur. 

Rík­is­bankar og einka­reknir bankar

Saga banka­starf­semi á Íslandi kennir okkur að rík­is­bankar geta ekki síður orðið gjald­þrota en einka­reknir bank­ar. En það ger­ist á annan hátt. Það er ekki vonin um hagnað ef fjár­fest­ing tekst vel sem hvetur stjórn­endur til áhættu­töku heldur „spill­ing“ í þeim skiln­ingi að pen­ingar eru búnir til fyrir fyr­ir­tæki og verk­efni á öðrum grund­velli en arð­semi sem leiðir síðan til útlánataps. Þessi spill­ing getur tekið ýmis form. Ein­stak­lingur A er í stjórn rík­is­banka og einnig í stjórn fyr­ir­tækis sem tekur óhóf­lega mikið af lánum í bank­an­um. Að lokum kemur í ljós að fyr­ir­tæki getur ekki greitt lánið til baka og bank­inn þarf rík­is­styrk til áfram­hald­andi rekst­urs. Einnig þekkt­ist að tveir stærstu stjórn­mála­flokk­arnir skip­uðu hvor sinn banka­stjór­ann í rík­is­banka sem sáu svo um að veita lán til fyr­ir­tækja sem tengd­ust stjórn­mála­flokk­un­um. Á þennan hátt lenti Lands­bank­inn í erf­ið­leikum löngu áður en hann var einkavæddur. 

Hins vegar hefur rekstur hinna tveggja rík­is­reknu banka gengið vel síð­ustu ár og ekki hafa komið neinar ábend­ingar um að við­skipta­vinum sé mis­mun­að. Dregið hefur verið úr kostn­að­i. 

En einka­væð­ing við­skipta­banka felur í sér að hvati til áhættu­töku marg­fald­ast vegna þess að í stað greið­vikni og lax­veiði­ferða rík­is­banka­stjór­ans kemur mik­ill vænt­an­legur hagn­aður bank­ans þegar vel gengur sem rennur beint í vasa eig­enda og stjórn­enda. Þá er hætta á að of mikil áhætta sé tekin ef ábyrgð er tak­mörk­uð.

Reynslan af einka­reknu bönk­unum árin 2003-2008 var athygl­is­verð. Þeir lán­uðu tengdum aðil­um, keyptu hluta­bréf í fyr­ir­tækjum sem einnig áttu hluta­bréf í þeim sjálf­um, stækk­uðu með því m.a. að falsa eigið fé með sölu á hluta­bréfum til starfs­fólks og tóku gríð­ar­leg lán erlendis til þess m.a. að fjár­magna erlendar fjár­fest­ingar tengdra aðila. Fall þeirra olli miklu umróti í sam­fé­lag­inu. Það er ekki nema von að margir hrökkvi við þegar minnst er á einka­væð­ingu banka.

Reglu­verk til bjargar

Það reglu­verk sem komið hefur verið á síð­ustu árin girðir fyrir mikið af því sem gerð­ist árin fyrir hrun. Tak­mörk á lán­veit­ingum í erlendum gjald­miðlum til óvar­inna aðila, auknar eig­in­fjár­kröfur og hömlur á fjár­fest­ingum erlendra aðila í skráðum skulda­bréfum hafa gert fjár­mála­kerfið stöðugra. Hærri eig­in­fjár­kröfur minnka arð­semi eigin fjár við­skipta­banka en gera þá sterk­ari fyrir áföll­um. Bönkum er nú meinað að lána með veði í eigin hluta­bréfum og tak­mark­anir hafa verið settar á lán­veit­ingar til tengdra aðila. Ef útlán fara að vaxa hratt þá getur fjár­mála­stöð­ug­leika­svið Seðla­bank­ans hækkað eig­in­fjár­kröfur til þess að stemma stigu við óhóf­legum vexti útlána. 

En hvað væri hægt að gera til við­bótar til þess að draga úr áhættu­sókn einka­vædds banka­kerf­is? Hér ber fyrst að nefna að ekki er búið að setja lög sem koma í veg fyrir beinar fjár­fest­ingar við­skipta­bank­anna, svo sem kaup á hluta­bréfum í öðrum fyr­ir­tækj­um. Það er ekki rétt­læt­an­legt að bankar sem njóta inni­stæðu­trygg­inga og óform­legrar rík­is­á­byrgðar sem kerf­is­lægir bankar leggi í áhættu­samar fjár­fest­ing­ar.  Í frum­varpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til að bein og óbein stöðu­taka kerf­is­lega mik­il­vægra við­skipta­banka verði tak­mörkuð þannig að sam­an­lögð eig­in­fjár­þörf banka vegna stöðu­tök­unnar megi ekki vera umfram 15% af eig­in­fjár­grunni þeirra. Með þessu ákvæði er reynt að koma í veg fyrir að fjár­fest­ingar bank­ans stefni inni­stæðum í hættu. Spyrja má af hverju sé ekki komið alveg í veg fyrir beinar fjár­fest­ingar bank­anna.

Mik­il­vægi per­sónu­legrar ábyrgðar

Mestu máli skiptir að þeir sem fara með virkan eign­ar­hlut í banka hafi það að mark­miði að reka bank­ann á ábyrgan hátt og fara eftir þeim reglum sem settar hafa ver­ið. Engar reglur geta komið í stað heið­ar­leika og var­kárni. En slík sjón­ar­mið úti­loka ýmsa sem hugs­an­lega gætu viljað eign­ast banka.

Aðilar sem hafa mik­inn annan óskyldan rekstur geta varla talist æski­legir eig­endur banka vegna þess að ákvarð­anir bank­ans geta haft áhrif á hag ann­arra fyr­ir­tækja eig­and­ans. Aðilar sem hafa í for­tíð leitt fyr­ir­tæki í gjald­þrot væru sömu­leiðis vart góðir eig­endur vegna þess að þeir eru lík­legir til þess að taka mikla áhættu. Og hið sama á við um ein­stak­linga sem hafa fengið refsi­dóma. Fleiri dæmi um óæski­lega eig­endur mætti nefna. 

Lýs­ing á hæf­is­mati í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra er mjög almennt orð­uð. Þar kemur fram að matið grund­vall­ist á orð­spori þess sem vill eign­ast bank­ann, orð­spori þess sem vill veita honum for­stöðu, fjár­hags­legu heil­brigði við­kom­andi, að eign­ar­haldið tor­veldi ekki eft­ir­lit og að það leiði ekki til pen­inga­þvættis eða hryðju­verka. En hvergi er minnst á annan atvinnu­rekst­ur, sak­ar­vott­orð eða gjald­þrota­sög­u. 

Á það hefur verið bent að til þess að draga úr áhættu­sókn í banka­kerf­inu væri hægt að auka per­sónu­lega ábyrgð þeirra sem fara með virkan eign­ar­hlut í banka eða stjórna hon­um. Sjá t.d. rit­gerð Paul Romer frá árinu 2012. Charles Good­hart setti nýlega fram þá hug­mynd að stjórn­endur banka væru gerðir per­sónu­lega ábyrgir fyrir tjóni sem verður vegna áhættu­samrar ákvörð­un­ar­töku. Ábyrgð og völd fara þá sam­an. Luigi Zinga­les, við háskól­ann í Chicago, lagði nýlega til að bankar verði skv. lögum skyld­aðir til þess að hafa sam­fé­lags­lega ábyrgð og stjórn þeirra gerð skaða­bóta­skyld fyrir því tjóni sem af rekstri hlýst.  Þessar til­lögur mið­ast allar að því að draga úr áhættu­sækni banka­stjórn­enda. 

Loka­orð

Bankar gegna mik­il­vægu hlut­verki í hag­kerf­inu. Þeir dreifa fjár­magni á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga og stuðla þannig að hag­vexti og vel­ferð. Þess vegna skiptir það miklu máli að þeir séu vel rekn­ir.  Ákvörðun um sölu þarf að vanda. Umfram allt verður að tryggja að nýir eig­endur séu var­kárir og hafi hag bank­ans í huga en ekki hvernig hægt sé að nota hann til þess að ná mark­miðum í öðrum rekstri eða taka mikla áhættu.

Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu, sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar