Rödd starfsfólks í Bandaríkjunum sterkari eftir faraldurinn

Útlit er fyrir að staða launþega á vinnumarkaði vestanhafs sé öruggari nú en fyrir faraldurinn, samkvæmt vinnumarkaðshagfræðingi og dósent við viðskiptadeild HR.

Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Auglýsing

Heims­far­ald­ur­inn hefur orðið til þess að margir starfs­menn í Banda­ríkj­unum hafi áttað sig á lélegri stöðu sinni á vinnu­mark­aði og sagt upp starfi sínu, en fjöldi upp­sagna þykir merki um að starfs­fólk sé nú örugg­ara um stöðu sína á vinnu­mark­aði. Þetta skrifar Katrín Ólafs­dótt­ir, vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ingur og dós­ent við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Far­ald­ur­inn vakti fólk til umhugs­unar

Sam­kvæmt Katrínu leiðir starfs­fólk almennt ekki endi­lega hug­ann að eigin kjörum nema að ein­hver ytri atburður verði til að hreyfa við því. Vís­bend­ingar eru uppi um að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi einmitt verið slíkur atburður og hafi leitt til þess að starfs­fólk hafi skoðað atvinnu­mögu­leika sína, sem það hefði ann­ars ekki gert.

Óvenju­mikið hefur verið um upp­sagnir síð­ustu mán­uði í Banda­ríkj­un­um, meira en fyrir far­ald­ur­inn. Sér í lagi hafi upp­sagn­irnar auk­ist í atvinnu­greinum þar sem veitt er per­sónu­leg þjón­usta, eins og á veit­inga­stöð­um, hót­elum og í versl­un. Auk þess segir Katrín að einnig hafi gætt upp­sagna á öðrum vinnu­stöðum þar sem fólk vinnur í nánu sam­neyti og hópsmit gætu auð­veld­lega átt sér stað.

Auglýsing

End­ur­skoðun á lélegum aðstæðum

Katrín segir kjör starfs­fólks í Banda­ríkj­unum almennt vera verri en í Evr­ópu, þar sem lít­ill réttur er til orlofs, bæði vegna fæð­inga og veik­inda. Þá séu sjúkra­trygg­ingar að jafn­aði tengdar vinnu­stað og hefur fólk í hluta­störf­um, auk atvinnu­lausra, því yfir­leitt enga sjúkra­trygg­ingu.

„Far­ald­ur­inn hefur því orðið til þess að margir hafa áttað sig á lélegri stöðu sinni á vinnu­mark­aði og í kjöl­farið end­ur­skoðað hana,“ segir Katrín í grein­inni sinni. „Margir þeirra sem sendir voru heim til að vinna njóta sam­vist­anna með fjöl­skyld­unni og vilja vinna þar áfram eða vinna styttri vinnu­dag.“

Rödd starfs­fólks­ins styrk­ist

Sam­hliða þessum upp­sögnum segir Katrín að staða laun­þega á vinnu­mark­aði vest­an­hafs hafi styrkst, en verk­föll þar á síð­ustu árum hafa ekki verið tíð­ari í Banda­ríkj­unum í þrjá ára­tugi. Þar nefnir hún nýleg dæmi um verk­falls­boð­anir hjá starfs­fólki morg­un­korna­fram­leið­and­ans Kellogg, vinnu­véla­fram­leið­and­ans John Deer­ee, starfs­fólki í leik­húsum og heil­brigð­is­starfs­fólki hjá Kaiser Permanente.

Sam­kvæmt Katrínu hefur hlutur stétt­ar­fé­laga venju­lega minnkað og hlutur íhlaupa­starfa auk­ist í kjöl­far efna­hags­á­falla. „Í þetta sinn er útlit fyrir að vinnu­mark­aður breyt­ist enn að nýju, en í þetta sinn virð­ist rödd starfs­fólks vera að styrkj­ast og mögu­legt er að þró­unin verði í þá átt að rétt­indi og laun starfs­fólks muni batna,“ bætir hún við.

Hægt er að lesa grein Katrínar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent