Litið yfir sérkennilegt ár

Svanhildur Hólm Valsdóttir gerir upp árið sem er að líða.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum var ég spurð að því hvað mér fynd­ist eft­ir­minni­leg­ast frá þessu ári. Þetta er klass­ísk spurn­ing í lok árs, en það er ekk­ert klass­ískt við árið 2020. Í það minnsta vona ég að þetta ástand sem brast á í byrjun góu fari í sögu­bæk­urnar sem algjör­lega ein­stakt á okkar tím­um. Vissu­lega hefur heim­ur­inn gengið í gegnum far­sóttir áður, en nútím­inn hefur verið bless­un­ar­lega laus við far­aldra af þess­ari stærð­argráðu.

Það leið ekki langur tími frá því að fyrsta til­fellið greind­ist hér á landi þangað til ljóst var að grípa þyrfti til meiri­háttar efna­hags­að­gerða. Þarna var ég aðstoð­ar­maður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og fylgd­ist með þegar fyrstu sviðs­mynd­irnar voru dregnar upp. Þær svart­sýn­ustu gerðu ráð fyrir að það versta gengi yfir með haustinu og þær bjart­sýn­ustu að sum­arið yrði þokka­legt. Fljót­lega varð sú versta að þeirri bestu og við­spyrnu­ferl­arnir breytt­ust úr V-i í U og svo Nike­merk­ið. Hvar þeir standa akkúrat núna er óvíst, en von­andi bjargar bólu­efnið okkur frá W eða L.

Að gera meira en minna

Það var algjör ein­ing innan rík­is­stjórnar um að draga þyrfti lær­dóm af hrun­inu og gera frekar meira en minna til að efla við­náms­þrótt atvinnu­lífs­ins, tryggja fram­færslu­getu fólks og stytta atrenn­una að næsta hag­vaxt­ar­skeiði.

Auglýsing

Fyrsti aðgerða­pakk­inn leit ljós 21. mars og maður fann hvernig margir vörp­uðu önd­inni aðeins létt­ar. Það átti greini­lega að stíga fast inn í ástand­ið. En þetta marg­um­rædda ástand kall­aði fljótt á frek­ari aðgerðir og mán­uði síðar voru nýjar kynntar til sög­unnar – og svo fylgdu enn fleiri í kjöl­far­ið. Ýmsar þeirra hafa orðið bit­bein af mis­mun­andi ástæð­um. Mikil umræða varð í upp­hafi um hluta­bæt­ur, brú­ar­lánin þóttu ekki nógu vel útfærð og svo fannst sumum illt að ríkið styddi fyr­ir­tæki til að segja upp fólki. Síð­ast­nefnda úrræðið var samt sem áður talið geta gegnt lyk­il­hlut­verki við að forða því að fjöldi fyr­ir­tækja yrði gjald­þrota við það eitt að standa skil á greiðslum á upp­sagn­ar­fresti. Afleið­ing þess yrði veik­ari við­spyrna þegar birti til.

En það fer eng­inn í graf­götur með það að þrátt fyrir öll þessi úrræði hefur ýmis­legt þurft undan að láta. Atvinnu­leysi er í sögu­legum hæðum og þvi er spáð að við náum ekki fyrra fram­leiðslu­stigi fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Ferða­þjón­ustan og afleiddar greinar hafa orðið fyrir miklum búsifj­um, en eins og Við­skipta­ráð benti á í umfjöllun sinni fyrir stuttu nær sam­drátt­ur­inn til allra atvinnu­greina, nema veitu­starf­semi og hins opin­bera.

Vinnu­mark­að­ur­inn vó salt um tíma í haust þegar stefndi í upp­sögn kjara­samn­inga, enda töldu vinnu­veit­endur for­sendur þeirra brostn­ar. Stjórn­völd stigu enn á ný inn í aðstæður og lof­uðu að lækka trygg­inga­gjald til að mæta launa­hækk­unum á nýju ári og málum var bjargað fyrir horn. Það verður samt ekki litið fram­hjá því að valið stendur að ein­hverju leyti á milli fleiri starfa eða hærri launa, en eins og kemur fram í áður­nefndri umfjöllun Við­skipta­ráðs hefði mátt halda nærri 15 þús­und manns á launa­skrá fyrir þær launa­hækk­anir sem komið hafa til fram­kvæmda ein­ungis á þessu ári. Til að setja þá tölu í sam­hengi nemur hún um 75% ein­stak­linga á almennum atvinnu­leys­is­bótum í nóv­em­ber.

Að finna fyr­ir­sjá­an­leika í óviss­unni

„Eng­inn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í gegnum hug manns þetta ár. Vissu­lega vita ýmsir ýmis­legt, en oft hefur verið erfitt að sjá í gegnum kóf­ið. Töl­fræð­ingar og far­ald­urs­fræð­ingar hafa lagst á eitt um að reyna að sjá fyrir þróun far­sótt­ar­innar eins og hægt er og hag­fræð­ingar og aðrir mark­aðs­spek­úlantar rýna í efna­hags­mál­in.

Ég held að eng­inn geri þá kröfu að sett sé fram ófrá­víkj­an­leg og tíma­sett stefna um við­brögð, en þegar það er ekki hægt að bjóða upp á vissu, má samt sem áður reyna við ákveð­inn fyr­ir­sjá­an­leika. Það er það sem atvinnu­lífið hefur und­an­farið beðið um í meira mæli. Þangað til bólu­setn­ing við veirunni verður almenn, má búast við ýmsum tak­mörk­unum og það er mikil áskorun fólgin í því að reka fyr­ir­tæki við slíkar aðstæð­ur. Skýr og skilj­an­lega skila­boð, með hæfi­legum fyr­ir­vara, eru því nauð­syn­leg.

Nýj­ustu breyt­ingar svör­uðu sem betur fer að ein­hverju leyti óskum versl­un­ar­inn­ar, á mik­il­vægum tíma, þar sem tekin voru upp fer­metra­við­mið í stað algildrar og óskilj­an­legrar fjölda­tak­mörk­un­ar. Mér þótti í það minnsta skrýtið að fara úr lít­illi mat­vöru­búð þar sem voru tugir manna yfir í mörg­hund­ruð fer­metra raf­tækja­búð með innan við tutt­ugu við­skipta­vini, í tví­skiptu rými.

Bat­inn tekur tíma

Það má senni­lega þakka fyrir að árið 2020 skyldi ekki vera kosn­ingaár í ofan­a­á­lag við allt ann­að, enda skiptir póli­tískur stöð­ug­leiki máli í þreng­ingum sem þess­um. En á næsta ári verður kosið og von­andi berum við gæfu til að njóta áfram þeirrar sam­stöðu sem ríkt hefur frá upp­hafi far­ald­urs­ins, um að auka ekki álögur á fólk og fyr­ir­tæki. Það kemur líka að því að rík­is­vald­ið, sem hefur gegnt mik­il­vægu hlut­verki við að skapa varn­ir, vernd og við­spyrnu, þurfi að stíga til baka. Við­brögð þess og úrræði hafa skipt miklu við að draga úr skell­in­um, en þau inn­grip eru ekki sjálf­bær til langs tíma. Nú þarf að treysta sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs, leggja áherslu á sann­gjarnt og hvetj­andi rekstr­ar­um­hverfi og gera landið um leið að spenn­andi kosti fyrir erlenda fjár­fest­ingu.

Fréttir um að fyrstu skammt­arnir af bólu­efn­inu komi til lands­ins strax um ára­mótin hafa glætt vonir um að enda­lok far­ald­urs­ins nálgist. Um leið er ljóst að höggið sem kór­ónu­veiran hefur veitt okkur er þungt, í marg­vís­legum skiln­ingi, og bat­inn mun taka sinn tíma. Ég leyfi mér samt sem áður að vera bjart­sýn á að landið muni rísa um leið og atvinnu­lífið fær svig­rúm til vaxa á ný og skapa störf. Þannig munum við ryðja leið­ina út úr krepp­unni fyrir íslenskt sam­fé­lag.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs.

Greinin birt­ist fyrst í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar, sem er hægt að nálg­ast með því að smella hér.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit