Þarf að hugsa breytingar til enda

Gylfi Magnússon, doktor í hagfræði, fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands, segir að lífeyriskerfi landsins standi um margt á tímamótum og þarfnist endurskoðunar.

gylfimagg_15127298022_o.jpg
Auglýsing

„Hér verður ekki heldur farið nánar út í útfærslu á hugs­an­legu gegn­um­streym­is­kerfi eða gerð til­raun til nákvæmra útreikn­inga á þjóð­hags­legum afleið­ing­um. Það er efni í viða­mikla rann­sókn. Hins vegar blasir við að óhjá­kvæmi­legt er að skoða betur hvert stefnir í þróun líf­eyr­is­kerfis Íslend­inga og e.t.v. gera á því breyt­ing­ar. Hin mikla hækkun iðgjalda í sjóð­söfn­un­ar­kerf­inu sem samið hefur verið um virð­ist ekki hafa verið hugsuð til enda. Það þarf að gera fyrr eða síð­ar. Jafn­framt virð­ist brýnt að skoða hvort núver­andi kerfi býr nægi­lega vel að þeim elstu, sem eiga almennt lítil rétt­indi í líf­eyr­is­kerf­in­u.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur ítar­legri grein Gylfa Magn­ús­son­ar, dokt­ors í hag­fræði, fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra og dós­ents við Háskóla Íslands, í Vís­bend­ingu, en í grein­inni fjallar hann um stöðu íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins. 

Nýtt tölu­blað Vís­bend­ingar kom til áskrif­enda í dag.

Auglýsing

Hann segir að skoða þurfi hvernig líf­eyr­is­rétt­indi ákveð­inna kyn­slóða komi út miðað við núver­andi stefnu. „Það er vita­skuld ansi langt í að fólk fari á eft­ir­laun sem hefur greitt í líf­eyr­is­sjóð skv. SALEK sam­komu­lag­inu alla starfsæv­ina. Þó er fyr­ir­sjá­an­legt að þeir sem fara á eft­ir­laun eftir 10-20 ár eða síðar muni hafa tölu­vert betri líf­eyr­is­rétt­indi en eldri kyn­slóð­ir. Þeirra líf­eyrir mun því koma í rík­ari mæli frá líf­eyr­is­sjóðum en fram­lag almanna­trygg­inga, sem eru gegn­um­streym­is­kerfi, skipta sífellt minna máli. Að því hefur raunar bein­línis verið stefnt. Hagur rík­is­sjóðs mun batna vegna þessa, útgjöld almanna­trygg­inga lækka og ríki og sveit­ar­fé­lög inn­heimta tekju­skatt og útsvar af greiðslum úr líf­eyr­is­sjóð­um.

Það tryggir nokkuð vel hag þeirra sem eru mið­aldra og yngri í dag – að því gefnu að öll þessi sjóð­söfnun gangi upp – en eftir sitja aldr­aðir nútím­ans með frekar rýr líf­eyr­is­rétt­indi og afar naumt skammt­aðar greiðslur úr almanna­trygg­ing­um.“

Kaupa má áskrift af Vís­bend­ingu hérna.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent