Þarf að hugsa breytingar til enda

Gylfi Magnússon, doktor í hagfræði, fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands, segir að lífeyriskerfi landsins standi um margt á tímamótum og þarfnist endurskoðunar.

gylfimagg_15127298022_o.jpg
Auglýsing

„Hér verður ekki heldur farið nánar út í útfærslu á hugs­an­legu gegn­um­streym­is­kerfi eða gerð til­raun til nákvæmra útreikn­inga á þjóð­hags­legum afleið­ing­um. Það er efni í viða­mikla rann­sókn. Hins vegar blasir við að óhjá­kvæmi­legt er að skoða betur hvert stefnir í þróun líf­eyr­is­kerfis Íslend­inga og e.t.v. gera á því breyt­ing­ar. Hin mikla hækkun iðgjalda í sjóð­söfn­un­ar­kerf­inu sem samið hefur verið um virð­ist ekki hafa verið hugsuð til enda. Það þarf að gera fyrr eða síð­ar. Jafn­framt virð­ist brýnt að skoða hvort núver­andi kerfi býr nægi­lega vel að þeim elstu, sem eiga almennt lítil rétt­indi í líf­eyr­is­kerf­in­u.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur ítar­legri grein Gylfa Magn­ús­son­ar, dokt­ors í hag­fræði, fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra og dós­ents við Háskóla Íslands, í Vís­bend­ingu, en í grein­inni fjallar hann um stöðu íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins. 

Nýtt tölu­blað Vís­bend­ingar kom til áskrif­enda í dag.

Auglýsing

Hann segir að skoða þurfi hvernig líf­eyr­is­rétt­indi ákveð­inna kyn­slóða komi út miðað við núver­andi stefnu. „Það er vita­skuld ansi langt í að fólk fari á eft­ir­laun sem hefur greitt í líf­eyr­is­sjóð skv. SALEK sam­komu­lag­inu alla starfsæv­ina. Þó er fyr­ir­sjá­an­legt að þeir sem fara á eft­ir­laun eftir 10-20 ár eða síðar muni hafa tölu­vert betri líf­eyr­is­rétt­indi en eldri kyn­slóð­ir. Þeirra líf­eyrir mun því koma í rík­ari mæli frá líf­eyr­is­sjóðum en fram­lag almanna­trygg­inga, sem eru gegn­um­streym­is­kerfi, skipta sífellt minna máli. Að því hefur raunar bein­línis verið stefnt. Hagur rík­is­sjóðs mun batna vegna þessa, útgjöld almanna­trygg­inga lækka og ríki og sveit­ar­fé­lög inn­heimta tekju­skatt og útsvar af greiðslum úr líf­eyr­is­sjóð­um.

Það tryggir nokkuð vel hag þeirra sem eru mið­aldra og yngri í dag – að því gefnu að öll þessi sjóð­söfnun gangi upp – en eftir sitja aldr­aðir nútím­ans með frekar rýr líf­eyr­is­rétt­indi og afar naumt skammt­aðar greiðslur úr almanna­trygg­ing­um.“

Kaupa má áskrift af Vís­bend­ingu hérna.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent