Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.

Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Auglýsing

Gæðum vís­inda­legra birt­inga frá Land­spít­al­anum og stöðu klínískra heil­brigð­is­vís­inda í Háskóla Íslands hefur hrakað eftir að spít­al­inn varð að háskóla­sjúkra­húsi um alda­mót­in. Á sama tíma hefur ekk­ert skil­greint fjár­magn runnið til að sinna upp­bygg­ingu vís­inda­starfs og nýsköp­unar af hálfu eig­enda spít­al­ans. Þetta skrifar Magnús Gott­freðs­son, pró­fessor í lækna­deild Háskóla Íslands, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom út á föstu­dag­inn.

Stóð vel að vígi um alda­mótin

Í grein sinni fer Magnús yfir nið­ur­stöðum grein­ingar sem nor­ræna stofn­unin Nor­d­Forsk fram­kvæmdi á fram­leiðni og gæði rann­sókna á Norð­ur­lönd­um. Sam­kvæmt þeim minnk­uðu gæði vís­inda­legra birt­inga á Land­spít­al­anum á tíma­bil­inu 1999-2014, en þau voru mæld eftir fjölda til­vitn­ana sem birt­ing­arnar fengu.

Sam­kvæmt Magn­úsi stóðu spít­al­arnir þrír sem mynd­uðu síðan Land­spít­ala vel að vígi í þessum mála­flokki undir lok síð­ustu ald­ar, en um alda­mótin var vís­inda­legt fram­lag hins nýsam­ein­aða Land­spít­ala mest í hópi sex háskóla­sjúkra­húsa á Norð­ur­lönd­unum sem voru til skoð­un­ar. Magnús segir einnig að klínísk heil­brigð­is­vís­indi hafi verið eitt sýni­leg­asta tromp Háskóla Íslands á erlendum vett­vangi, ásamt jarð­vís­ind­um.

Auglýsing

Í botns­ætið á 15 árum

Eftir sam­ein­ingu hafi staða Land­spít­al­ans hins vegar versn­að, en sam­kvæmt nið­ur­stöðum Nor­d­forsk voru gæði vís­inda­birt­inga þar mun minni en á hinum háskóla­sjúkra­húsum á Norð­ur­lönd­unum sem voru til skoð­unar árin 2011-2014.

Magnús bendir á að staða klínískra vís­inda innan stærsta sam­starfs­að­ila spít­al­ans, Háskóla Íslands, sé mjög háð því að spít­al­inn geti risið undir nýsköp­un­ar- og vís­inda­hlut­verki sínu. Ef miðað er við alþjóð­lega sam­an­burð­ar­lista Times Hig­her Education á háskólum hefur sú staða versnað til muna innan háskól­ans á síð­ustu árum, á meðan gæði ann­arra fags­viða hafi nokkurn veg­inn staðið í stað.

„Það tekur langan tíma að byggja upp vís­inda­starf og nýsköp­un, en fjár­fest­ing í þessum mála­flokki er skyn­sam­leg ráð­stöfun af mörgum ástæð­u­m,“ skrifar Magnús í grein­inni sinni. „Ekk­ert skil­greint fjár­magn hefur runnið til að sinna þessu lög­bundna hlut­verki af hálfu eig­anda spít­al­ans og sam­legð­ar­á­hrifin sem urðu til við sam­ein­ing­una fyrir 20 árum voru tekin út úr starf­sem­inni í stað þess að byggja upp vís­indi og nýsköp­un,“ bætir hann við.

Hægt er að lesa grein Magn­úsar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent