Nauðsynlegt að nýta lærdóminn af faraldrinum í þágu loftslagsmála

Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir heimsfaraldurinn hafi sýnt hversu hratt sé hægt að breyta hefðum og verklagi þegar mikið liggur við. Nauðsynlegt sé að nýta þennan lærdóm í þágu loftslagsmála.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Auglýsing

Knýja þarf fram breytingar í orkumálum af mun meiri krafti og ákefð en nokkru sinni áður, að mati Berglindar Ránar Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar. Samkvæmt henni ættu stjórnendur í samfélaginu í auknum mæli að hlusta á áhyggjur ungs fólks af loftslagsvánni, en breyttar lífsvenjur í kjölfar heimsfaraldursins hafi sýnt að hefðum, verklagi, og rótgrónum ferlum geti verið breytt á skömmum tíma án þess að heimurinn farist.

Þetta kemur fram í grein Berglindar Ránar í síðasta tölublaði Vísbendingar, sem birtist áskrifendum síðasta föstudag.

COVID sýndi hversu hraðar breytingar geta orðið

Í greininni segir hún að flestir stjórnendur fyrirtækja hefðu ekki talið það raunhæft að láta stóran hluta starfsfólks síns vinna heima hjá sér fyrir rúmu ári síðan. Eftir að heimsfaraldurinn skall á hafi þessar breytingar hins vegar átt sér stað með skjótum hætti.

Auglýsing

„Þennan lærdóm þurfum við nú að nýta í þágu loftslagsmála,“ skrifar Berglind. „Græn orkuskipti og umbreyting samfélagsins í þágu umhverfismála krefjast mikilla og hraðra breytinga, en við vitum nú að þessar aðgerðir munu ekki valda okkur erfiðleikum, heldur þvert á móti efla okkur og styrkja.“

Virkja eldmóðinn með því að hlusta á unga fólkið

Samkvæmt Berglindi þarf eldmóð til að knýja fram breytingarnar. Hann mætti virkja með því að veita ungu fólki meira vægi í umræðunni, þar sem loftslagsbreytingarnar myndu fyrst og fremst bitna á því. Berglind skorar því stjórnendur fyrirtækjanna til að hlusta á unga fólkið: „Varðveitið þá tilfinningu sem þið upplifið við að hlusta á áhyggjur þess og notið hana til að setja loftslagsmálin inn í kjarna fyrirtækjanna sem þið stýrið eða eigið.“

Hringrásarhagkerfi

Berglind Rán segir hugmyndina um hringrásarhagkerfi vera rammann utan um nýjan hugsunarhátt í orkumálum. Draga þurfi úr framleiðslu og fullnýta þurfi þá orku sem framleidd er. Orkuskipti í samgöngum séu einnig mikilvæg, en innleiða þurfi sömu hugsun á öllum öðrum sviðum samfélagsins líka.

Hægt er að lesa grein Berglindar Ránar í heild sinni með því að gerast áskrifandi að Vísbendingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent