Segir persónulegar skoðanir ráðherra ráða för en ekki hagsmuni ríkisins

Þingmaður Viðreisnar spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í ákvarðanatöku um áfrýjun til Landsréttar í dómsmáli ráðherrans vegna ráðningar ráðuneytisstjóra. Faglega að öllu staðið að mati ráðherrans.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Auglýsing

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að faglega hafi verið staðið að öllu þegar ákvörðun um áfrýjun í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, var tekin. Lilja hafi ráðfært sig við settan ríkislögmann strax eftir að dómur héraðsdóms lá fyrir og gaumgæfilega hafi verið farið yfir dóminn.

Forsaga málsins er sú að kærunefnd jafnréttismála komst að því að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Lilja stefndi Helgu í kjölfarið til að fá úrskurðinum hnekkt. Héraðsdómur féllst ekki á kröfur Lilju með dómi sínum og þeim dómi hefur Lilja nú áfrýjað til Landsréttar.

Lilja var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem hún var spurð út í vandræði vegna samræmdra prófa og út í áfrýjun dómsmáls hennar til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni um áfrýjunina til Lilju.

Auglýsing

„Þögn Framsóknarráðherranna um þetta mál hefur verið ærandi“

Þorbjörg Sigríður hóf mál sitt á því að vekja athygli á því hversu skamman tíma það tók menntamálaráðherra að ákveða áfrýjun. „Það tók hana reyndar umtalsvert lengri tíma að treysta sér í viðtal við fjölmiðla um þetta sama mál og ég get ekki séð að ráðherranum hafi legið sérstaklega á að taka ákvörðun um áfrýjun. Venjan er nefnilega sú að lögmenn þeir rýna dóma og meta það hvort ástæða og efni séu til að fara af stað og hafa frest til þess í nokkrar vikur,“ sagði Þorbjörg Sigríður.

Hún sagði málið vondan dóm um jafnréttismál Framsóknarflokksins, flokks ráðherrans, og að þögn ráðherra flokksins vegna málsins hefði verið „ærandi“. Hún sagði skipunina sem málið snýst um varða bæði hagsmuni stjórnsýslunnar og hagsmuni alls almennings. Hún sagði að ráðherra hefði vissulega mikið svigrúm í ráðningum, krafan væri sú að ráðherra gæti á endanum rökstutt ráðningu. Rökstuðningur ráðherra hefði fengið falleinkunn hjá kærunefnd og aftur fyrir dómi. Þorbjörg spurði ráðherra í lok fyrirspurnar sinnar um það við hvern hún hefði ráðfært sig áður en ákvörðun um áfrýjun var tekin og á hvaða lögfræðilega grunni sú ákvörðun væri byggð.

Gaumgæfilega farið yfir málið fyrir áfrýjun

Lilja byrjaði á að taka það fram að faglega hefði verið staðið að öllu í tengslum við áfrýjunina. Þegar úrskurður kærunefndarinnar lá fyrir þá hefði hún leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar vegna þess að henni fannst málið alvarlegt.

„Eitt af því sem að kemur fram í þeim lögfræðiálitum sem ég aflaði mér á sínum tíma er það að það þótti ekki vera nægilega vel rökstutt að ráðherra hefði mismunað viðkomandi aðila byggt á kynferði. Og þetta kemur fram í þeim álitum sem ég aflaði mér á sínum tíma,“ sagði Lilja. Hún hefði ráðfært sig við settan ríkislögmann og þau farið gaumgæfilega yfir málið áður en til áfrýjunar kom.

„Að sjálfsögðu var málið undirbúið á sínum tíma. Það er mjög brýnt og faglega var staðið að öllu,“ sagði Lilja.

Ákvörðunin byggi á persónulegum skoðunum ráðherra

„Ég get ekki séð að ráðherra sem að hefur hlotið dóm fyrir brot gegn jafnréttislögum geti staðið hér í pontu og talað um að faglega hafi verið staðið að málum,“ svaraði Þorbjörg þegar hún beindi fyrirspurn til ráðherrans síðara sinni. Hún sagði dóminn einmitt sýna að ekki hefði verið staðið faglega að málum.

Þá sagði hún hagsmuni ríkisins ekki vera undir í málinu. „Þegar íslenska ríkið stendur í málaferlum þá á það að vera vegna þess að það eru einhverjir hagsmunir að baki fyrir íslenska ríkið, fyrir íslenskan almenning. Ákvörðun sem byggir á persónulegum skoðunum ráðherra þjónar allt öðrum og verri tilgangi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent