Segir persónulegar skoðanir ráðherra ráða för en ekki hagsmuni ríkisins

Þingmaður Viðreisnar spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í ákvarðanatöku um áfrýjun til Landsréttar í dómsmáli ráðherrans vegna ráðningar ráðuneytisstjóra. Faglega að öllu staðið að mati ráðherrans.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að fag­lega hafi verið staðið að öllu þegar ákvörðun um áfrýjun í máli hennar gegn Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, var tek­in. Lilja hafi ráð­fært sig við settan rík­is­lög­mann strax eftir að dómur hér­aðs­dóms lá fyrir og gaum­gæfi­lega hafi verið farið yfir dóm­inn.

For­saga máls­ins er sú að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að því að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög með ráðn­ingu Páls Magn­ús­sonar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. Lilja stefndi Helgu í kjöl­farið til að fá úrskurð­inum hnekkt. Hér­aðs­dómur féllst ekki á kröfur Lilju með dómi sínum og þeim dómi hefur Lilja nú áfrýjað til Lands­rétt­ar.

Lilja var til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag þar sem hún var spurð út í vand­ræði vegna sam­ræmdra prófa og út í áfrýjun dóms­máls hennar til Lands­rétt­ar. Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, beindi fyr­ir­spurn sinni um áfrýj­un­ina til Lilju.

Auglýsing

„Þögn Fram­sókn­ar­ráð­herr­anna um þetta mál hefur verið ærandi“

Þor­björg Sig­ríður hóf mál sitt á því að vekja athygli á því hversu skamman tíma það tók mennta­mála­ráð­herra að ákveða áfrýj­un. „Það tók hana reyndar umtals­vert lengri tíma að treysta sér í við­tal við fjöl­miðla um þetta sama mál og ég get ekki séð að ráð­herr­anum hafi legið sér­stak­lega á að taka ákvörðun um áfrýj­un. Venjan er nefni­lega sú að lög­menn þeir rýna dóma og meta það hvort ástæða og efni séu til að fara af stað og hafa frest til þess í nokkrar vik­ur,“ sagði Þor­björg Sig­ríð­ur.

Hún sagði málið vondan dóm um jafn­rétt­is­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins, flokks ráð­herr­ans, og að þögn ráð­herra flokks­ins vegna máls­ins hefði verið „ær­and­i“. Hún sagði skip­un­ina sem málið snýst um varða bæði hags­muni stjórn­sýsl­unnar og hags­muni alls almenn­ings. Hún sagði að ráð­herra hefði vissu­lega mikið svig­rúm í ráðn­ing­um, krafan væri sú að ráð­herra gæti á end­anum rök­stutt ráðn­ingu. Rök­stuðn­ingur ráð­herra hefði fengið fall­ein­kunn hjá kæru­nefnd og aftur fyrir dómi. Þor­björg spurði ráð­herra í lok fyr­ir­spurnar sinnar um það við hvern hún hefði ráð­fært sig áður en ákvörðun um áfrýjun var tekin og á hvaða lög­fræði­lega grunni sú ákvörðun væri byggð.

Gaum­gæfi­lega farið yfir málið fyrir áfrýjun

Lilja byrj­aði á að taka það fram að fag­lega hefði verið staðið að öllu í tengslum við áfrýj­un­ina. Þegar úrskurður kæru­nefnd­ar­innar lá fyrir þá hefði hún leitað sér lög­fræði­legrar ráð­gjafar vegna þess að henni fannst málið alvar­legt.

„Eitt af því sem að kemur fram í þeim lög­fræði­á­litum sem ég afl­aði mér á sínum tíma er það að það þótti ekki vera nægi­lega vel rök­stutt að ráð­herra hefði mis­munað við­kom­andi aðila byggt á kyn­ferði. Og þetta kemur fram í þeim álitum sem ég afl­aði mér á sínum tíma,“ sagði Lilja. Hún hefði ráð­fært sig við settan rík­is­lög­mann og þau farið gaum­gæfi­lega yfir málið áður en til áfrýj­unar kom.

„Að sjálf­sögðu var málið und­ir­búið á sínum tíma. Það er mjög brýnt og fag­lega var staðið að öllu,“ sagði Lilja.

Ákvörð­unin byggi á per­sónu­legum skoð­unum ráð­herra

„Ég get ekki séð að ráð­herra sem að hefur hlotið dóm fyrir brot gegn jafn­rétt­islögum geti staðið hér í pontu og talað um að fag­lega hafi verið staðið að mál­u­m,“ svar­aði Þor­björg þegar hún beindi fyr­ir­spurn til ráð­herr­ans síð­ara sinni. Hún sagði dóm­inn einmitt sýna að ekki hefði verið staðið fag­lega að mál­um.

Þá sagði hún hags­muni rík­is­ins ekki vera undir í mál­inu. „Þegar íslenska ríkið stendur í mála­ferlum þá á það að vera vegna þess að það eru ein­hverjir hags­munir að baki fyrir íslenska rík­ið, fyrir íslenskan almenn­ing. Ákvörðun sem byggir á per­sónu­legum skoð­unum ráð­herra þjónar allt öðrum og verri til­gang­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent