„Það er tími til að velja hvar í þessu nýja landslagi stórvelda Ísland verður“

Gylfi Zoega segir Ísland þurfi að hámarka kosti og lágmarka kostnað þess að vera sjálfstætt ríki. Samkvæmt honum er það gert innan NATO og innri markaðar Evrópusambandsins.

15633297297_33c95fdae4_o.jpg
Auglýsing

Hags­munum Íslands, sem þarf að reiða sig á alþjóða­sam­vinnu vegna smæðar sinn­ar, er best borgið með aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og í nánu sam­starfi við lýð­ræð­is­ríki Evr­ópu. Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Kostir og gallar við smæð Íslands

Í grein­inni sýnir Gylfi fram á kosti þess og galla við að vera smá­ríki út frá hag­fræði­legum kenn­ing­um. Ábat­inn sé sá að íbúar séu yfir­leitt sam­leitn­ari, sem geri lýð­ræð­is­lega ákvörð­una­töku auð­veld­ari. Því til stuðn­ings nefnir hann smá­ríki Norð­ur­landa, þar sem jafnan er auð­veld­ara að ná sátt um nið­ur­stöður um ráð­stöfun skatt­tekna og upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Hins vegar fylgi smæð­inni einnig kostn­að­ur, sem kemur í veg fyrir að Norð­ur­löndin sundrist í enn smærri ein­ingar og fylki Banda­ríkj­anna lýsi yfir sjálf­stæði. Dæmi um slíkan kostnað eru ýmis almanna­gæði sem hag­kvæmara er að hafa í stórum ríkj­um, líkt og land­varnir og gjald­mið­ill.

Auglýsing

Gylfi segir að nauð­syn­legt sé að hafa þessa kosti og galla til hlið­sjónar þegar stjórn­völd Íslands eigi að hámarka vel­ferð lands­ins. Að hans mati er það gert með því að njóta sam­eig­in­legra varna NATO-­ríkj­anna og sam­eig­in­legan markað Evr­ópu­sam­bands­ins.

ESB mik­il­væg­ara fyrir Ísland en áður

Sam­kvæmt Gylfa hefur mik­il­vægi Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir Ísland auk­ist til muna á síð­ustu árum, eftir því sem alþjóða­væð­ingu hefur farið aftur og efna­hags­leg tengsl á milli aust­urs og vest­urs hafa minnk­að. Sam­hliða því mun innri mark­aður aðild­ar­ríkja sam­bands­ins skipta meira máli fyrir íslenskan útflutn­ing, en einnig mun land­fræði­leg lega Íslands skipta miklu máli fyrir Evr­ópu­ríki, sem munu auka land­varnir sínar og hern­að­ar­mátt til að geta varist Rúss­um.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við HÍ.

Gylfi segir Evr­ópu­sam­bandið þegar hafa sannað mik­il­vægi sitt fyrir inn­rás Rússa inn í Úkra­ínu, með þróun og dreif­ingu bólu­efna gegn kór­ónu­veirunni. Íslend­ingar nutu góðs af þessu fyr­ir­komu­lagi, sem tryggði öllum ríkjum innan sam­tak­anna, smáum sem stórum, jafnan rétt að bólu­efn­un­um.

Hann bætir því einnig við að fyrri hug­myndir Íslands um að hér gæti risið alþjóð­leg fjár­mála­mið­stöð sem ekki nyti þeirra sam­gæða sem fel­ast í traustri mynt, fjár­mála­eft­ir­liti og sterkum seðla­banka, hafi reynst byggðar á sandi. Sömu­leiðis byggj­ast hug­myndir um að gefa Evr­ópu­sam­starf upp á bát­inn og bjóða Kína vel­komið á sama sandi.

„Það er tími til að velja hvar í þessu nýja lands­lagi stór­velda Ísland verð­ur,“ skrifar Gylfi. „Von­andi verður það á meðal lýð­ræð­is­ríkja Evr­ópu.“

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent