Saka Ríkisútvarpið um að draga dár að framboði Reykjavíkur, bestu borgarinnar

Umboðsmenn E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar, hafa farið þess á leit að Fjölmiðlanefnd og Persónuvernd skoði umfjöllun Ríkisútvarpsins um afhendingu listans á framboðsgögnum í kvöldfréttum í gær.

Um var að ræða umfjöllun Ríkisútvarpsins um skil framboðsgagna fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Um var að ræða umfjöllun Ríkisútvarpsins um skil framboðsgagna fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Auglýsing

Umboðs­menn E-lista Reykja­vík­ur, bestu borg­ar­inn­ar, sem býður fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í næsta mán­uði, gerir athuga­semd við umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um afhend­ingu á fram­boðs­gögnum í borg­ar­ráðs­sal Ráð­húss Reykja­víkur í kvöld­fréttum sjón­varps í gær­kvöldi, 7. apr­íl.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá list­an­um, sem hefur farið þess á leit að bæði Fjöl­miðla­nefnd og Per­sónu­vernd taki málið til skoð­un­ar.

Auglýsing

Um var að ræða umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um skil fram­boðs­gagna fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar. Skila­frestur var í hádeg­inu í gær og sýndi kvöld­frétta­tími frá lít­ils­háttar vand­ræðum sem umboðs­menn E-list­ans áttu við að hafa uppi á ákveðnum fram­boðs­gögnum innan um auka­gögn í stórum blaða­bunka. Var meðal ann­ars sýnt frá sím­tölum milli for­svars­manna flokks­ins og tók sýn­ingin frá vand­ræðum þessum í rúm­lega tvær mín­útur af kvöld­frétta­tím­an­um.

Í til­kynn­ingu list­ans segir að umfjöll­un­inni virð­ist ætlað að draga dár að fram­boði list­ans og umboðs­mönnum þess og hafa beri í huga að fram­boð, og sér­stak­lega ný fram­boð, séu við­kvæm í þeirri stuttu og erf­iðu veg­ferð sem fram undan er til kosn­inga 14. maí.

„Það er mat fram­boðs­ins að umfjöllun RUV sé til þess fallin að brengla lýð­ræð­is­legt ferli strax í upp­hafi kosn­inga­bar­átt­unn­ar.“

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna máls­ins sagði Heiðar Örn Sig­ur­finns­son, frétta­stjóri Rík­is­út­varps­ins, að frétta­maður þess hafi fengið leyfi þeirra sem voru á staðnum til að nota efn­ið, bæði full­trúa kjör­stjórnar og fram­boðs­ins. Að því sögðu væri þeim frjálst að kvarta og kvörtunin færi þá sína leið í kerf­inu. Spurður um lengd klipp­unnar sagði Heiðar Örn að hún hafi sagt sögu og þess vegna fengið að vera svo löng.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent