Leiðarvísir að kolefnishlutleysi

Ritstjóri Vísbendingar fer yfir aðgerðir sem ríkisstjórnin ætti að ráðast í til að standa við eigin markmið í loftslagsmálum.

Auglýsing

Græn lof­orð stjórn­valda geta hljó­mað óraun­sæ, sér­stak­lega í ljósi þess að hægt hefur gengið að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hingað til. Ljóst er að mikið þarf til svo að mark­mið stjórn­valda hér­lendis um kolefn­is­hlut­leysi innan 18 ára og 55 pró­senta sam­drátt í losun innan átta ára náist.

Hins vegar er mögu­legt að stór­minnka umhverf­is­á­hrif í bæði sam­göngum og stór­iðju, sem valda mestri losun inn­an­lands, á næstu árum með fjár­fest­ingum í innviðum og kolefn­is­föng­un. Til þess þyrfti rík­is­stjórnin hins vegar að auka útgjöld sín í báðum mála­flokk­um, vilji hún setja Ísland í flokk þeirra landa sem verða í far­ar­broddi í lofts­lags­mál­um. Sem betur getur hún notað aðgerðir ann­arra Evr­ópu­þjóða sem leið­ar­ljós.

Raf­bíla­væð­ingin

Mik­ill árangur hefur náðst í orku­skiptum í sam­göngum hér­lendis á síð­ustu árum. Ekk­ert annað land, að Nor­egi und­an­skildu, keypti hlut­falls­lega jafn­mikið af raf­bílum í fyrra, en þá gekk tæpur helm­ingur allra nýskráðra bíla fyrir raf­magni. Þetta hlut­fall heldur áfram að hækka, en það sem af er ári gengu tæp­lega tveir af hverjum þremur nýskráðum bílum fyrir öðrum orku­gjöfum en ein­ungis jarð­efna­elds­neyti.

Auglýsing

Þetta er gjör­breytt staða frá árinu 2014, þegar sam­svar­andi hlut­fall náði ein­ungis fjórum pró­sent­um. Sam­kvæmt Run­ólfi Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Félags íslenskra bif­reiða­eig­enda (FÍB) munu áform stjórn­valda um að banna nýskrán­ingar bens­ín- og dísil­bíla frá árinu 2030 ger­ast á nátt­úru­legan hátt ef fram heldur sem horf­ir.

Mynd 1 hér að neðan sýnir hvernig hlut­fall vist­vænna bíla af öllum nýjum bíla­kaupum óx með stöð­ugum hætti á árunum 2014-2018, en hefur svo tekið stökk á síð­ustu tveimur árum. Með þessum hraða mætti gera ráð fyrir að nær allir nýskráðir bílar muni ganga fyrir vist­vænum orku­gjöfum eftir fjögur til fimm ár.

Heimild: Samgöngustofa. Mynd: Kjarninn.

Nið­ur­greiðslur veita for­skot

Ísland er ekki eins­dæmi þegar kemur að þess­ari þró­un, en raf­bíla­eign hefur stór­auk­ist á síð­asta ári um allan heim eftir því sem nýjar og ódýr­ari gerðir hafa komið á mark­að­inn. Þannig ríf­lega þre­fald­að­ist hlut­deild raf­bíla af nýskráðum bílum á milli áranna 2019 og 2020 í Evr­ópu, úr 3,5 pró­sentum í 11 pró­sent. Það er svipuð aukn­ing og átti sér stað hér­lendis á milli áranna 2014 og 2016.

Því erum við nokkrum árum á undan flestum öðrum Evr­ópu­löndum þegar kemur að raf­bíla­væð­ingu. Þetta er að miklu leyti stjórn­völdum að þakka, sem hafa dregið úr og síðar afnumið virð­is­auka­skatt og vöru­gjöld á kaupum á bílum sem ganga fyrir vist­vænum orku­gjöfum allt frá alda­mót­um.

Þessar aðgerðir hafa í mörgum til­fellum jafn­gilt þriðj­ungs­af­slætti á slíkum bíl­um, sem hafa þar af leið­andi verið betur í stakk búnir til að keppa við hefð­bundna bens­ín- og dísil­bíla heldur en raf­bílar í öðrum lönd­um. Sömu­leiðis hefur sér­stök skatt­lagn­ing á jarð­efna­elds­neyti hækkað á síð­ustu tíu árum, sem bætir sam­keppn­is­stöðu vist­vænna bíla enn frek­ar.

Auknar álagn­ingar vænt­an­legar

Aðgerð­irnar hafa hins vegar ekki verið ókeyp­is. Eftir því sem bens­ín- og dísil­bílum fækkar í bíla­flot­anum verður ríkið af tekjum sem það hefði ann­ars fengið í gegnum virð­is­auka­skatt, vöru­gjöld og kolefn­is­gjald.

Sam­kvæmt Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra gætu þessar týndu upp­hæðir numið allt að hálfu pró­senti af lands­fram­leiðslu. „Án breyt­inga á kerf­unum munu tekj­urnar halda áfram að falla og þar stefnir í óefni. Þannig að þar erum við að fara að vinna að grund­vallar kerf­is­breyt­ingu á tekju­öflun rík­is­ins vegna öku­tækja og sam­gangna,“ sagði Bjarni í við­tali við Kjarn­ann.

Breyt­ing­arnar eru skilj­an­legar þar sem tryggja þarf nægjar tekjur til að við­halda vega­kerf­inu sem bílar hér­lendis ganga á. Sam­kvæmt ráð­herr­anum yrði inn­leið­ing vega­gjalds í ein­hverri mynd hugs­an­lega lausn­in, þar sem greitt yrði fyrir hvern ekinn kíló­metra. Slíkar hug­myndir hafa einnig skotið upp koll­inum í Bret­landi, en sam­kvæmt bresku hug­veit­unni Social Market Founda­tion styðja fleiri upp­töku vega­gjalda á hvern ekinn kíló­meter þar í landi heldur en and­mæla.

Betri inn­viðir og hærra kolefn­is­gjald

Aftur á móti er mik­il­vægt að núver­andi und­an­þágur raf­bíla­kaupa á virð­is­auka­skatti og vöru­gjöldum hald­ist á næstu árum, vilji rík­is­stjórnin standa við eigin mark­mið um minni los­un. Sam­kvæmt útreikn­ingum Orku­set­urs má ekk­ert út af bregða til að mark­miðið náist en til þess þarf vist­vænum bílum að fjölga um 12-14 þús­und á hverju ári. Til við­mið­unar hefur met­an-, raf- og tvinn­bílum fjölgað um rúm­lega 10 þús­und á þessu ári.

Ein leið til að tryggja áfram­hald­andi raf­bíla­væð­ingu væri með því að hækka kolefn­is­gjald­ið, en þannig yrði notkun bens­ín- og dísil­bíla hlut­falls­lega óhag­kvæm­ari en notkun vist­vænna bíla. Í við­tali við Kjarn­ann í síð­asta mán­uði sagði fjár­mála­ráð­herra að það væri ekki úti­lokað að rík­is­stjórnin réð­ist í slíkar hækk­an­ir, en bætti þó við að þær væru ein­ungis sann­gjarnar ef raf­bíla­kaup yrðu að raun­hæfum val­kosti fyrir alla íbúa lands­ins, ekki ein­ungis fyrir þá sem búa í þétt­býli.

Þessa sjálf­heldu væri hægt að leysa með auknum fjár­fest­ingum í hleðslu­stöðvum um allt land. Í Nor­egi, sem er eina landið sem stendur okkur framar í raf­bíla­væð­ing­unni, eru að minnsta kosti um 16 þús­und hleðslu­stöðvar fyrir raf­bíla. Þetta jafn­gildir um þremur stöðvum fyrir hverja þús­und íbúa. Hér­lendis eru ein­ungis um 430 hleðslu­stöðv­ar, eða rétt rúm­lega ein hleðslu­stöð á hverja þús­und íbúa, ef marka má taln­ingu Raf­bíla­sam­bands Íslands.

Til við­bótar við þétt­ara raf­bíla­net hafa Norð­menn einnig hækkað kolefn­is­gjaldið sitt tölu­vert, en það nemur nú rúmum 18 íslenskum krónum á hvern bens­ín­lítra. Þetta er rúmum fjórð­ungi hærra en kolefn­is­gjaldið hér­lend­is.

For­skot Íslands í raf­bíla­notkun gefur til kynna að nið­ur­greiðslur stjórn­valda hafi haft raun­veru­leg áhrif. Þar sem lítið svig­rúm er til að mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar um sam­drátt í losun náist væri skyn­sam­legt að feta í fót­spor Norð­manna með auknum fjár­fest­ingum í upp­setn­ingu hleðslu­stöðva og hærra kolefn­is­gjaldi. Aftur á móti er hætt við að for­skotið hér­lendis tap­ist ef dregið verður úr und­an­þágum á virð­is­auka­skatti og vöru­gjöldum fyrir raf­bíl­ana til að tryggja tekju­öflun rík­is­sjóðs.

Stór­iðjan skiptir líka máli

Góður árangur í orku­skiptum í vega­sam­göngum á síð­ustu árum er skilj­an­legur í ljósi þess að mála­flokk­ur­inn telur stærsta ein­staka hluta þeirrar los­unar sem til­heyrir beinni ábyrgð Íslands, líkt og rík­is­stjórnin minn­ist á í aðgerða­á­ætlun sinni í lofts­lags­mál­um.

Slíkur sam­an­burður segir þó aðeins hálfa sög­una, þar sem stór­iðjan hér­lendis til­heyrir ekki beinni ábyrgð Íslands í lofts­lags­mál­um. Líkt og sjá má á mynd 2 var losun koltví­sýr­ings frá álf­ram­leiðslu helm­ingi hærra hlut­fall af heild­ar­losun inn­an­lands heldur en losun frá vega­sam­göng­um. Sam­an­lagt báru þessir tveir flokkar ábyrgð á 60 pró­sent allrar los­unar á kolefni inn­an­lands, ef frá er talin land­notk­un.

Ódýrar los­un­ar­heim­ildir

Stór­iðjan til­heyrir við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir (ETS), þar sem sam­dráttur í losun er á ábyrgð fyr­ir­tækja. Kerfið byggir á því að fyr­ir­tæki geti keypt heim­ild frá Evr­ópu­sam­band­inu fyrir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda af starf­semi sinni eða selt hana áfram.

Evr­ópu­sam­bandið hefur sett sér mark­mið um að draga saman fjölda los­un­ar­heim­ilda svo um munar á næstu átta árum, þannig að losun fyr­ir­tækja innan ETS-­kerf­is­ins árið 2030 verði 43 pró­sentum minni en hún var árið 2005. Með því ætti hvati fyr­ir­tækj­anna til að til­einka sér umhverf­is­vænni fram­leiðslu­hætti að aukast, þar sem verðið á los­un­ar­heim­ild­unum ætti að hækka eftir því sem minna er til af þeim.

Þetta kerfi hefur hins vegar verið gagn­rýnt, þar sem verðið á los­un­ar­heim­ild­unum hefur lengst af verið of lágt fyrir fyr­ir­tæki til að ráð­ast í miklar breyt­ingar á fram­leiðslu­háttum sín­um, líkt og mynd­bandið hér að ofan frá The Economist sýn­ir. Reyndar hefur verðið hækkað til muna á þessu ári, en það hefur þó ekki enn náð þeim hæðum sem það þarf að ná á næstu árum til að hægt sé að tryggja sett mark­mið. Sam­kvæmt hag­fræð­ing­unum Jos­eph Stigl­itz og Nicholas Stern þyrfti verðið að ná um 100 evrum á hvert tonn á verð­lagi dags­ins í dag fyrir árið 2030, en það er núna í kringum 80 evrur á tonn. Til við­bótar við lágt verð hefur ETS-­kerfið verið gagn­rýnt fyrir of vægar refs­ingar vegna of mik­illar los­un­ar, en sekt­ar­greiðslur fyr­ir­tækja fyrir allan umframút­blástur eru litlu hærri en verðið á los­un­ar­heim­ild­unum sjálf­um.

Heimild: Hagstofa. Mynd: Kjarninn. Ath: Hér er landnotkun talin frá heildarlosun innanlands.

Car­bfix til bjargar

Ein mögu­leg leið til að bæta fram­leiðslu­hætti stór­iðj­unnar hér­lendis er með kolefn­is­föng­un­ar- og förg­un­ar­að­ferð íslenska fyr­ir­tæk­is­ins Car­bfix, þar sem útblæstri fyr­ir­tækj­anna yrði dælt niður í jörð­ina þar sem hann verður að steini.

For­svars­menn ál- og kís­il­ver­anna sem starfa hér­lendis skrif­uðu að frum­kvæði stjórn­valda undir vilja­yf­ir­lýs­ingu ásamt Orku­veitu Reykja­vík­ur, móð­ur­fyr­ir­tæki Car­bfix, um að kanna mögu­leik­ana á þess­ari aðferð fyrir tveimur árum síðan. Í haust hófst svo form­legt sam­starf Car­bfix og Rio Tinto um kolefn­is­föng­un- og förgun við álverið í Straums­vík.

Þrátt fyrir að vilja­yf­ir­lýs­ingin á milli Car­bfix og stór­iðj­unnar hafi verið und­ir­rituð að frum­kvæði stjórn­valda nær fram­lag hins opin­bera til verk­efn­is­ins ekki mikið lengra en það. Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni mun verk­efnið ekki hafa nein áhrif á rík­is­sjóð, frekar verði sótt um fjár­magn í alþjóð­lega sam­keppn­is­sjóði.

Rík­is­stjórnir nágranna­landa hjálpa til

Þessi til­högun er á skjön við sam­bæri­leg verk­efni í Bret­landi, Dan­mörku og Nor­egi, þar sem hið opin­bera hefur varið miklum fjár­munum til að auð­velda iðn­fyr­ir­tækjum að draga úr los­un, meðal ann­ars með kolefn­is­föng­un.

Sam­kvæmt nýút­gef­inni lofts­lags­á­ætlun bresku rík­is­stjórn­ar­innar er gert ráð fyrir fjórum klösum innan átta ára sem munu fanga allt að sex millj­ónum tonna af kolefn­is­út­blæstri fyr­ir­tækja árlega. Til þess að styðja upp­bygg­ingu þess­ara klasa, auk ann­arra úrræða til að draga úr losum iðn­fyr­ir­tækja, mun breska rík­is­stjórnin verja allt að 1,7 millj­örðum punda í gegnum fjölda upp­bygg­ing­ar­sjóða.

Sömu­leiðis styrkti rík­is­stjórn Dan­merkur verk­efni til kolefn­is­föng­unar í Norð­ur­sjó um 197 millj­ónir danskra króna fyrr í þessum mán­uði. Í fyrra setti svo norska rík­is­stjórnin af stað aðgerða­á­ætlun sem hún kallar Lang­skip, en hún felur í sér stór­felldar nið­ur­greiðslur til föng­unar og geymslu á kolefn­is­út­blæstri stór­iðju­fyr­ir­tækja. Alls munu nið­ur­greiðsl­urnar kosta norska rík­is­sjóð­inn 16,8 millj­arða norskra króna, sem jafn­gildir um hálfu pró­senti af lands­fram­leiðslu Nor­egs.

Til að setja þessar upp­hæðir í sam­hengi við Ísland nemur hálft pró­sent af lands­fram­leiðslu hér­lendis um 15 millj­örðum króna. Því er Lang­skips­verk­efnið meira íþyngj­andi fyrir norska rík­is­sjóð­inn heldur en heild­ar­fram­lag íslenska rík­is­ins til lofts­lags­mála á öllu næsta ári er fyrir rík­is­sjóð Íslands , sem nemur aðeins 13 millj­örðum sam­kvæmt nýju fjár­laga­frum­varpi.

Þeir fjár­munir sem rík­is­stjórnir Bret­lands, Dan­merkur og Nor­egs hafa ákveðið að verja í sín verk­efni eru einnig tölu­vert meiri en styrk­veit­ing­arnar sem hafa runnið til Car­bfix frá opin­berum sjóð­um. Stærsti styrk­ur­inn sem fyr­ir­tækið hefur fengið nýlega kemur frá nýsköp­un­ar­sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins, en hann nemur um 600 millj­ónum króna.

Sam­kvæmt norska rík­is­fyr­ir­tæk­inu sem sér um Lang­skips­verk­efnið er nauð­syn­legt fyrir hið opin­bera að nið­ur­greiða kolefn­is­föng­un, þar sem það er mun dýr­ara að greiða fyrir hana heldur en að kaupa los­un­ar­heim­ildir í gegnum ETS-­kerf­ið.

Mikið fjár­magn þarf til að auka umfang kolefn­is­föng­un­ar, sem er enn mjög lítið um allan heim. Þrátt fyrir að starf­semin geti skipt sköpum fyrir lofts­lagið eru einka­fjár­festar gjarnan ragir við slíkar fjár­fest­ing­ar, þar sem þær fela í sér of mikla áhættu fyrir of lít­inn ávinn­ing. Eflaust mun áhugi fjár­fest­anna aukast eftir því sem verðið á los­un­ar­heim­ildum hækk­ar, en mögu­lega verður það ekki fyrr en eftir nokkur ár.

Dýr­mætur tími

Sem betur fer virð­ist sem áhugi einka­fjár­festa á bæði raf­bíla­eign og kolefn­is­föngun muni aukast tölu­vert á næstu árum, þar sem grænar lausnir verða ódýr­ari eftir því sem tækn­inni fleytir fram og hækk­andi gjöld á kolefn­islosun skapa þörf fyrir nýjar leið­ir. Þó er óvíst hversu hröð þessi umbreyt­ing verður hér­lendis með núver­andi fyr­ir­komu­lagi.

Tím­inn er dýr­mæt­ur, sér­stak­lega þegar rík­is­stjórnin hefur lög­fest mark­mið um 55 pró­senta sam­drátt í losun á þessum ára­tugi. Rík­is­stjórnir ann­arra landa hafa aukið fjár­fest­ingar sínar í raf­bíla­innviðum og kolefn­is­föngun til að flýta þessu ferli, þar sem hvert ár skiptir máli. Við ættum að gera slíkt hið sama ef mark­miðið er að vera í fremstu röð kolefn­is­hlut­lausra landa.

Greinin birt­ist fyrst í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar, sem nálg­ast má með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar