Breyttur tónn gagnvart umhverfinu

Tímaritið Vísbending mun gefa út sérstakt jólablað í næstu viku. Þema blaðsins er sjálfbærni, loftslagsmál og grænar lausnir. Nýskipaður ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður í viðtali auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar í blaðið.

Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Auglýsing

Sér­stök jóla­út­gáfa af tíma­rit­inu Vís­bend­ingu kemur út í næstu viku, þar sem áhersla verður lögð á lofts­lags­mál, sjálf­bærni og grænar lausn­ir.

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra í nýju ráðuneyti umhverfis-, orku, og loftslagsmála. Mynd: Bára Huld

Nýr umhverf­is- orku og lofts­lags­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, verður í við­tali í Jóla­blaði Vís­bend­ing­ar. Í við­tal­inu er rætt við Guð­laug Þór um sam­spil nátt­úru­verndar og lofts­lags­mála, upp­bygg­ingu vind­orku­vera og hvernig rík­is­stjórnin hyggst standa við eigin mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi. Fjöldi sér­fræð­inga skrifar enn­fremur greinar í blað­ið.

Auglýsing

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.

Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu, gerir meðal ann­ars grein fyrir breyttum tóni atvinnu­lífs­ins gagn­vart umhverf­inu á síð­ustu árum Hag­fræð­ing­ur­inn Guð­rún John­sen mun fjalla þar um sam­fé­lags­legt hlut­verk líf­eyr­is­sjóða. Einnig verða greinar eftir Gunnar Jak­obs­son aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika og Berg­lindi Ólafs­dóttur fram­kvæmda­stýru Orku nátt­úr­unn­ar, auk ann­arra.

Síð­asta við­hafnar­út­gáfa Vís­bend­ingar kom út í vor, en þar var nýsköpun og hug­verka­iðn­aður í brennid­epli. Blaðið inni­hélt meðal ann­ars við­tal við Davíð Helga­son, fjár­festi og stofn­anda Unity, um frum­­kvöðla­­starf­­semi, leikja­fram­­leiðslu og sprota­fjár­­­fest­ing­­ar. Auk þess mátti finna þar greinar um kynja­halla í nýsköp­un, iðn­að­ar­stefnu fyrir Ísland og svör frá þing­mönnum um hvernig ætti að efla nýsköpun hér­lend­is.

Vís­bend­ing gaf einnig út jóla­blað í fyrra, en það inni­hélt meðal ann­ars við­tal við Má Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra og grein­ingu á áhrifum spænsku veik­innar frá sagn­fræð­ingnum Gunn­ari Þór Bjarna­syni.

Í ljósi umfjöll­un­ar­efn­is­ins verður jóla­blað Vís­bend­ingar ekki prentað út í ár og verður því ein­göngu til á staf­rænu formi. Líkt og hinar við­hafnar­út­gáf­urnar verður það þó aðgengi­legt öll­um.

Vís­bend­ing er viku­rit um við­skipti, efna­hags­mál og nýsköpun sem er gefið út á hverjum föstu­degi. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að blað­inu með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent