Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum

Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, fyrr­ver­andi efna­hags-og við­skipta­ráð­herra og pró­fessor við við­skipta­fræði­deild HÍ, leggur til að laun­þegum verði leyft að fjár­festa beint í verð­bréfum fyrir við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað sinn til að ná dreifð­ara eign­ar­haldi á hluta­bréfa­mark­aðn­um. Að hans mati er íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn grunnur með þröngt og eins­leitt eign­ar­hald, en rót­tækar breyt­ingar þyrftu til að ná almenn­ingi aftur þang­að. 

Þetta kemur fram í grein Gylfa í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem birt var í morg­un. Í grein­inni fer hann yfir eign­ar­hald almenn­ings á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði á síð­ustu ára­tug­um, en sam­kvæmt honum var blóma­skeið þess á tíunda ára­tugi síð­ustu ald­ar­.  

Þar segir Gylfi að Eyjólfur Kon­ráð Jóns­son, fyrrum alþing­is­maður og rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, hafi átt mik­inn þátt í að skapa öflug hluta­fé­lög hér á landi með fjöl­mennan og dreifðan eign­ar­hóp og virkan markað fyrir hluta­bréf. Undir lok tíunda ára­tug­ar­ins hafi þátt­taka almenn­ings verið mik­il, en þá voru nokkur hluta­fé­lög hér á landi komin með tugi þús­unda hlut­hafa. 

Auglýsing

Kátir piltar á einka­þotum

Skömmu eftir alda­mótin hafi hins vegar bæði skráðum hluta­fé­lögum og hlut­höfum fækkað nokkuð mik­ið: „Hug­myndin um almenn­ings­hluta­fé­lög átti undir högg að sækja. Skuld­sett­ar ­yf­ir­tökur færðu eign­ar­haldið yfir til eign­ar­halds­fé­laga undir stjórn kátra pilta sem ferð­uð­ust um á einka­þot­u­m,“ skrif­aði Gylfi. 

Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn hafi svo þurrkast út í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008, en þótt að hann hafi risið upp að nýju með end­ur­komu margra félaga þá segir Gylfi að almenn­ingur hafi ekki snúið aftur þang­að. Að hans mati er ekki útlit fyrir að það ger­ist, nema að ein­hverjar rót­tækar breyt­ingar eigi sér stað. Nú séu hlut­hafar flestra félag­anna fáir, það er að segja um eða innan við eitt þús­und tals­ins, en ef frá eru talin Mar­el, Arion banki og Icelanda­ir.

Almenn­ingur hafi litla rödd í gegnum líf­eyr­is­sjóði

Gylfi bætir þó við að almenn­ingur eigi tölu­vert í skráðum fyr­ir­tækjum óbeint í gegnum líf­eyr­is­sjóði lands­ins. Aftur á móti segir hann almenn­ing hafa litla rödd í stefnu fyr­ir­tækj­anna í gegnum slíkt eign­ar­hald, þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir vilja sjaldn­ast vera í leið­toga­hlut­verki hlut­hafa­hóps­ins.  

Einnig séu hendur líf­eyr­is­sjóð­anna oft bundnar þar sem þeir eiga oftar en ekki hlut­deild í tveimur eða fleiri fyr­ir­tækjum sem starfa á sama mark­aði sem keppi­naut­ar. Þannig eiga líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt ríf­lega helm­ing hluta­fjár í bæði Sím­anum og Sýn, auk þess sem hlut­fallið er svipað í öllum trygg­ing­ar­fé­lög­unum þremur og einnig i fast­eigna­fé­lög­un­um. Gylfi segir slíkt sam­eig­in­legt hafa veru­lega ókosti, m.a. frá sjón­ar­hóli sam­keppn­i. 

Sam­kvæmt Gylfa eru engar töfra­lausnir til við þessu vanda­máli, en hann leggur þó til að leyfa laun­þegum sem það vilja að fjár­festa sjálfir í hluta­bréfum eða öðrum verð­bréfum fyrir við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað sinn og fara með atkvæð­is­rétt­inn. Einnig segir hann það vera hægt að beita skatt­kerf­inu, t.d. veita skattí­viln­anir vegna fjár­fest­ingar í hluta­bréf­um, líkt og gert var um nokk­urra ára bil, en bætir þó við að því fylgi kostn­aður sem e.t.v. væri erfitt að rétt­læta.

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent