Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög

Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.

Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefur óskað eftir því við þing­menn og for­seta Alþingis að Alþingi komi saman á morg­un, föstu­dag, til þess að gera breyt­ingar á sótt­varn­ar­lög­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar.

Helga Vala Helga­dóttir for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþingis lagði til á fundi nefnd­ar­innar í dag nefndin myndi í sam­ein­ingu leggja fram frum­varp til þess að skjóta styrk­ari stoðum undir sótt­varna­lög­in, sem eins og fram hefur komið und­an­farna daga virð­ast ekki veita laga­stoð fyrir þeim aðgerðum sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur brýnt að ráð­ast í á landa­mærum vegna nýs og meira smit­andi afbrigðis kór­ónu­veirunn­ar.

Ekki reynd­ist meiri­hluti fyrir til­lögu Helgu Völu á fundi nefnd­ar­innar í dag og hyggst Sam­fylk­ingin því leggja fram laga­frum­varp um málið og óskar eftir að þing komi saman á morg­un, sem áður seg­ir. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu þing­flokks Sam­fylk­ingar segir að nauð­syn­legar laga­breyt­ingar ætti að vera hægt að vinna hratt og örugg­lega þvert á flokka.

„Eins og fram hefur komið virð­ist vafi um laga­heim­ildir vera ástæðan fyrir því að rík­is­stjórnin hefur ekki farið að nýjum til­lögum sótt­varn­ar­læknis um skimun og sótt­kví á landa­mær­um. Nú þarf Alþingi að rísa undir ábyrgð og tryggja að hægt sé að fara eftir til­lögum sótt­varn­ar­læknis sem allra fyrst,“ segir í til­kynn­ingu frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sótt­varna­læknir gestur á fundi nefnd­ar­innar í dag

Frum­varp til nýrra sótt­varna­laga var lagt fram á Alþingi í nóv­em­ber­mán­uði og hefur verið til með­ferðar í vel­ferð­ar­nefnd síðan þá. Helga Vala segir í sam­tali við Kjarn­ann að mikil vinna sé enn eftir í starfi nefnd­ar­innar við frum­varpið í heild sinni og taka þurfi afstöðu til ótal álita­efna. 

Þó væri hægt væri að gera nauð­syn­legar laga­breyt­ingar nú til þess að skjóta laga­legum stoðum undir þær aðgerðir sem sótt­varna­læknir hefur sagt brýnt að ráð­ast í.

Í sam­tali við blaða­mann segir hún að Þórólfur hafi verið gestur á fundi vel­ferð­ar­nefndar í dag og lýst stöð­unni á landa­mærum bein­línis sem „tif­andi tíma­sprengju“, vegna hins svo­kall­aða breska afbrigðis veirunn­ar, B117, sem er meira smit­andi en önnur afbrigði.

Þórólfur beindi því til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra í minn­is­blaði 6. jan­úar að gripið yrði til hertra aðgerða á landa­mærum „eins fljótt og auðið er“ til að lág­marka hætt­una á því að „breska afbrigð­ið“ næði fót­festu hér á landi.

Ann­ars vegar lagði Þórólfur til að allir yrðu skyld­aðir í tvær skimanir með 5 daga sótt­kví á milli. 14 daga sótt­kví yrði ekki lengur mögu­leg. Hins vegar lagði Þórólfur til að þeim sem fara í 14 daga sótt­kví yrði gert að vera í sótt­kví í far­sótt­ar­húsi (eða öðru opin­beru hús­næði) með eða án kostn­að­ar, og fylgst yrði náið með því að reglum væri fylgt.

Þessar leiðir virð­ast ekki fær­ar, sam­kvæmt núver­andi sótt­varna­lög­um. Þórólfur hefur í ljósi þessa viðrað þá hug­mynd að allir sem hingað til lands komi þurfi að fram­vísa nei­kvæðu PCR-­prófi, sem megi að hámarki vera 48 klukku­stunda gam­alt. Síðan þyrfti fólk að auki að velja um skimun á landa­mærum eða 14 daga sótt­kví, eins og hægt er að gera í dag.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent