Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna

Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.

Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Auglýsing

419 rekstr­ar­að­ilar hafa nú sótt um tekju­falls­styrki fyrir um 2,7 millj­arða króna, þrjá daga eftir að opnað var fyrir umsókn­ir. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hafa yfir 3.000 fyr­ir­tæki nýtt sér ýmis úrræði stjórn­valda sem eru á annan tug tals­ins – styrki, lán og ann­að. Þannig hafa um 1.200 rekstr­ar­að­ilar fengið lok­un­ar­styrki fyrir um 1,7 millj­arða króna. 

Tekju­falls­styrkir eiga að nýt­ast þeim fyr­ir­tækjum sem hafa þurft að sæta tak­mörk­unum vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana og hafa þannig orðið fyrir meira en 40 pró­senta tekju­falli vegna far­ald­urs­ins. Skatt­ur­inn fer með fram­kvæmd úrræð­is­ins og hefur nú þegar afgreitt 69 umsóknir fyrir um 590 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Til við­bótar við tekju­falls­styrk­ina mun rík­is­stjórnin einnig bjóða upp á svo­kall­aða við­spyrnu­styrki, þ.e. við­bót­ar­styrki fyrir þau fyr­ir­tæki sem hafa orðið fyrir meira en 60 pró­senta tekju­falli vegna far­ald­urs­ins. Í til­kynn­ingu stjórn­ar­ráðs­ins segir að opnað verði fyrir við­spyrnu­styrki á næstu dög­um. 

Sam­kvæmt nýlegri úttekt VR gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir að verja 43,3 millj­örðum króna í bæði tekju­falls- og við­spyrnu­styrki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent