Fimmtán sóttu um stöðu orkumálastjóra

Fimmtán umsóknir bárust um starf orkumálastjóra, en Guðni A. Jóhannesson sem hefur verið orkumálastjóri frá 2008 lætur brátt af störfum. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. maí.

raforka_17909951029_o.jpg
Auglýsing

Fimmtán manns sóttu um starf orku­mála­stjóra, sem aug­lýst var undir lok síð­asta árs. Á meðal umsækj­enda eru Guð­mundur Þór­odds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, Björn Óli Hauks­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Isa­via og Jón Þór Sturlu­son fyrr­ver­andi aðstoð­ar­for­stjóri FME, svo ein­hverjir séu nefnd­ir.

Fram kemur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, muni skipa í stöð­una frá og með 1. maí 2021. Ráð­herra hefur skipað nefnd til að meta hæfni umsækj­enda og skila grein­ar­gerð um þá. Í henni sitja Kristín Har­alds­dóttir lektor og for­maður nefnd­ar­inn­ar, Birgir Jóns­son rekstr­ar­hag­fræð­ingur og Ingvi Már Páls­son skrif­stofu­stjóri.

Auglýsing

Guðni A. Jóhann­es­son hefur verið orku­mála­stjóri allt frá árinu 2008, en hann var skip­aður í stöð­una af Öss­uri Skarp­héð­ins­syni sem þá var iðn­að­ar­ráð­herra. Staða orku­mála­stjóra varð til árið 1967 þegar ný orku­lög tóku gildi og Orku­stofnun tók til starfa, en orku­mála­stjóri er for­stjóri þeirrar stofn­un­ar, auk þess að vera ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar­innar í orku­málum og öðrum auð­linda­mál­um.

Fjórir hafa gegnt þess­ari stöðu til þessa og verður nýr orku­mála­stjóri því sá fimmti frá árinu 1967.

Listi umsækj­enda um stöð­una:

 • Auður Sig­ur­björg Hólmars­dótt­ir, hönn­uður
 • Baldur Pét­urs­son, verk­efna­stjóri
 • Bene­dikt Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri
 • Björn Óli Hauks­son, ráð­gjafi
 • Fjóla Guð­rún Sig­tryggs­dótt­ir, verk­fræð­ingur
 • Guð­mundur Berg­þórs­son, verk­efna­stjóri
 • Guð­mundur Þór­odds­son, stjórn­ar­for­maður
 • Halla Hrund Loga­dótt­ir, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri
 • Heiðrún Erika Guð­munds­dótt­ir, deild­ar­stjóri
 • Jónas Ket­ils­son, yfir­verk­efn­is­stjóri
 • Jón Þór Sturlu­son, dós­ent
 • Lárus M. K. Ólafs­son, sér­fræð­ingur og við­skipta­stjóri
 • Óli Grétar Blön­dal Sveins­son, fram­kvæmda­stjóri
 • Silja Rán Stein­berg Sig­urð­ar­dótt­ir, verk­efna­stjóri
 • Sig­ur­jón Nor­berg Kjærne­sted, for­stöðu­maðurStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent