Allt að tíu prósent farþega í einni flugvél smitaðir

Sóttvarnalæknir leggur til að allir sem hingað koma framvísi neikvæðu COVID-prófi. Þetta er enn einn valmöguleikinn sem hann setur í hendur stjórnvalda eftir að ljóst varð að lagastoð vantar til að afnema möguleikann á sóttkví í stað skimunar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Alls hafa 37 greinst með hið breska afbrigði veirunn­ar, flestir á landa­mær­unum en fjórir inn­an­lands. Allir voru þeir í tengslum við þá sem greindust á landa­mær­unum en frek­ari útbreiðsla út frá þessum hópi hefur ekki orð­ið. Í gær greindust fjórir með kór­ónu­veiruna inn­an­lands og jafn­margir á landa­mær­un­um.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur því stöð­una nokkuð góða inn­an­lands en leggur áherslu á mik­il­vægi þess að allir haldi vöku sinni. Það sem enn veldur áhyggjum er hversu margir eru að grein­ast með virk smit á landa­mær­un­um. Þó að aðgerðir á landa­mærum, tvö­föld skimun með sótt­kví á milli, hafi gef­ist vel til þessa telur Þórólfur að í ljósi auk­innar útbreiðslu erlendis og sér­stak­lega vegna mik­illar útbreiðslu hins bráðsmit­andi breska afbrigðis sé hætta á því að smit ber­ist inn í landið og út í sam­fé­lag­ið. Nefndi Þórólfur sem dæmi að fyrir nokkrum vikum hafi virk smit meðal far­þega verið vel undir einu pró­senti en nú er hlut­fallið komið yfir eitt pró­sent og í sumum vélum hefur allt upp í tíu pró­sent far­þega reynst smit­að­ur. „Og því ljóst að við þurfum að bregð­ast við,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.Hann lagði því til við heil­brigð­is­ráð­herra 6. jan­úar að mögu­leiki á fjórtán daga sótt­kví yrði afnumið og til vara að þeir sem myndu velja þann kost frekar en skimun myndu dvelja í far­sótta­húsi þar sem hægt væri að hafa eft­ir­lit með því.  

Auglýsing


Ráðu­neytið hafi hins vegar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að vafi leiki á laga­stoð fyrir báðum þessum úrræð­um. Þórólfur sendi því nýjar til­lögur til ráð­herra í gær um að allir þeir sem hingað ferðast, nema börn fædd árið 2005 eða síðar og þeir sem þegar hafa fengið COVID-19, fram­vísi nýju (ekki eldra en 48 klukku­stunda) nei­kvæðu COVID-­prófi við upp­haf ferðar til lands­ins og aftur við komu hing­að. Áfram verði þó allir að velja á milli 14 daga sótt­kvíar eða tvö­faldrar skimun­ar.

Enn ein leiðin lögð til„Ég get ekki lagt dóm á hvaða leið skilar mest­u,“ svar­aði Þórólfur spurður um hvort þessi leið væri sam­bæri­leg við þá sem hann lagði fyrst til. „Við verðum að tryggja það að smit leki ekki fram hjá okkur á ein­hver máta og þetta er leið til þess fyrst að hin leiðin var ekki fær.“Þó að til­slak­anir inn­an­lands hafi tekið gildi í gær biðl­aði Þórólfur til almenn­ings að halda áfram að virða grunn­sótt­varn­ar­reglur sem allir eiga nú að þekkja. „Nú er ekki tími til að slaka á og sleppa fram af sér beisl­inu. Við verðum að halda vöku okkar þar til við höfum náð betri tökum á og útbreidd­ari bólu­setn­ing­u.“Í næstu viku koma 3.000 skammtar til við­bótar af Pfiz­er-BioNtech bólu­efn­inu til lands­ins. Þeir verða not­aðir til að bólu­setja eldra fólk. Í þeirri viku stendur einnig til að þeir sem þegar hafa fengið fyrri sprautu af því efni fái þá síð­ari. „Ég vil biðla til allra að sýna bið­lund,“ sagði Þórólf­ur. „Það er ljóst að það eru margir sem vilja vera framar í röð­inni og telja á sig hall­að. En þetta tekur tíma.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent